Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.02.1996, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 01.02.1996, Blaðsíða 17
Klemmdist með hönd við mötunartjakk Starfsmaður í Sorpeyðingar- stöð Suðurnesja slasaðist al- varlega þegar hann klemmdist með hönd við mötunartjakk í stöðinni snemma í gærmorg- un. Ekki er vitað til hvemig slysið átti sér stað. Starfsmaðurinn virðist þó hafa getað slökkt á stjórnunarrofa þegar óhappið gerðist því vakstjóri í stjórn- herbergi varð var við hjá sér í tækjabúnaði að tjakkurinn, sem ýtir rusli inn í brennslu- ofn, hafði stöðvast. Þurfti að kalla til slökkvilið með tækja- búnað til að losa manninn en hönd hans festist á milli tjakksins og eins af stálbitum sem heldur honum uppi. Þuifti að logskera bitann frá tii að losa hönd mannsins. Var mað- urinn fastur í um 45 mínútur. Hann var fluttur á slysadeild Borgarspítalans. 1 gær var ekki vitað hversu alvarleg meiðsli hans vom. Þetta er í annað sinn sem vinnuslys verður við þennan mötunartjakk. Það fyrra varð við uppsetningu tjakksins en þá slapp starfsmaður á ótrú- legan hátt þegar stroffa gaf sig og hluti búnaðarins hrundi niður. Fjöldafundur á föstudag Garðar Jónsson transmiðill frá Akranesi verður með fjöldafund í húsi félagsins föstudaginn 2. febrúar kl. 21:00. Verð kr. 500.- fyrir félaga og kr. 700.- fyrir aðra. Schengen-fíkniefnin! ann 14. júní 1985 komu saman full- trúar 10 Evrópu þjóða, Austurríki, Belgía, Frakkland, Italía, Grikkland, Holland, Portúgal, Luxemborg, Spánn og Þýskaland til skoðunar á hinum svokall- aða "Schengenger". Þar sem um er að ræða sátt- mála þjóðanna sem kveð- ur á um að þjóðirnar geti ferðast sín á milli án landamæravörslu. Þann 26. mars 1995, tók sátt- málinn svo gildi. Eins og kunnugt er þá er í athugun hjá stjórnvöldum hérlendis hvort Island eigi að gangast inn á sáttmála þjóðanna. En Island og Noregur hafa sótt um aukaaðild, verði að inn- göngu Islands og Noregs þá korna Danir, Svíar og Finnar í kjölfarið. Opinber stefna flestra þjóða Mið- og Suður-Evrópu (landa sem mynda ytri um- gjörð) varðandi fíkniefni er yfirleitt mun frjálslegri en hjá flestum þeim þjóðum sem að sáttmálanum standa. Því er það áhyggjuefni að landmæraeftirlit inn í Schengen-lönd verði hvergi nógu markvisst. TolIayFirvöld koma í veg fyrir smygl Metár var hjá tollayfirvöld- um hérlendis hvað varðar haldlagningar á Amfetamíni og Ecstasy (E-pillum). 80% ofangreindra fíkniefna sem lagt var hald á, náðust áður en þau fóru inn í landið til dreifingar.. Landamærin - ólöglegir innflytjendur frá austur- blokkinni Pólveijar ásamt öðrum aust- antjaldsþjóðum framleiða árlega gnðarlegt magn Am- fetamíns og Ecstasy (E-pill- ur). Árlega fer töluverður straumur ólöglegra innflytj- enda frá austurblokkinni m.a. í gegnum þýsku landa- mærin. (Eru þeir því þar með komnir inn á svæðið). Frá Þýskalandi með ferjum yfir til Rödbyhavn og Ged- sek í Danmörku fara í kring- um 9 milljónir manna ár- lega. Á sl. ári voru 2000 ólöglegir innflytjendur stöðvaðir á ofangreindum landamærum. Hópur toll/lögreglumanna hefur unnið mjög gott starf að undanfömu á landamærun- unt í baráttunni við fíkni- efnasmyglara. HoIIand - innanlands framleiðsla fíkniefna Holland er í sáttmála þjóð- anna. Þar í landi eru starf- ræktar tugir ólöglegra verk- smiðja sem framleiða Am- fetamín og Ecstasy (E-pill- ur). Einni slíkri var lokað nú nýlega af lögreglu en hún framleiddi á dag 250.000 töflur. E-pillan og Am- fetamín sem hingað hefur verið smyglað á undanföm- um árum hefur komið að mestu frá Hollandi. Einungis hefur verið minnst á verksmiðjur sem fram- leiddu fíkniefnin hér að ofan, en reikna verður ein- nig með auknu flæði á Cannabisefnum (koma frá heittempruðum löndum) og Kókaíni (sem þrífst ein- göngu í Suður-Ameríku) Heróíni (frá Asíu) auk ann- arra fíkniefna. Er það því mikið áhyggju- efni hvernig þau riki innan Schengen ætla að taka á vaxandi flæði fíkniefnanna og vinna almennt að böli því sem þeim fylgir. Keflavík 29. janúar 1996, Elías Kristjánsson, tollfulltrúi fíkniefnaeftirliti, Keflavíkurflugvelli. Skattframtöl Tökum að okkur gerð skattframtala fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Traust og góð þjónusta á sanngjörnu verði. Só^undcci Sáúíí &dt. 'þódcUw Grundarvegi 23, Njarövfk Tímapantanir í síma 421 5767 Bréfsími 421 5075 Opið frá kl. 16.00 til 22.00 virka daga og um helgar frá kl. 10.00 til 16.00 Visa/Euro greiöslukortaþjónusta. Fræðasetrið í Sandgerðí Opið föstudaga og laugardaga kl. 13-17 Á öðrum tímum eftir samkomulagi Starfsmannaliópar sérstaklega velkomnir Sími 423-7551 eða 557-8422 TAXI ___/_ SIMmtllVH MYNDARFÓLK HAFNAR6ÖTU 52 - SÍMI AZl 4290 Samvinnufeiiir Landsýn ÞORRINN NÁL6AST SÍMINN ER 421A797 Víkurfréttir 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.