Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.02.1996, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 01.02.1996, Blaðsíða 6
Hvítir kanar Breytingar hafa verið gerðar á reglugerð sem heimila það að hvítar númeraplötur séu settar á bifreiðar varnarliðs- manna. Númeraplötur vamarliðsmanna hafa verið gular frá þvf að fattnúmerakeiflð var tekið upp fyrir nokkrum árum. Vamarliðsmönn- um þykir þeir vera áber- andi á gulum númemm og bifreiðar þeirra verði frekar fyrir skemmdar- verkum heldur en ef þær væm ekki eins auð- þekktar. Nýju númeraplöturnar verða hins vegar auð- kenndar með bláum tígli samskonar og þeim sem er á rauðum núm- erum virðisaukaskatts- bíla. Útgefandi: Víkurfréttir hf. Kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 421-4717 og 421-5717. Box 125, Keflavík. Fax 421-2777. Bílas. 853-3717. Ristjóri og áhm.: Páll Ketilsson, heims. 421-3707 ogGSM 893-3717. Frettastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, heims. 422-7064 ogbilas. 854-2917. Auglýsingadeild: Sigríður Gunnarsdóttir og Inga Brynja Magnúsdóttir. Víkurfréttum er dreift ókeypis um öll Suðurnes. Fréttaþjónusta fyrir Stöð 2 og Bylgjuna. Aðili að Samtökuni btejar- og héraðsfréttablaða. Stafræn útgáfa: http://www. spomet.is/vikur fr/index.html Netfang/rafpóstur: vikurfr@spomet.is Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt, nema hcimildar sé gctið. Útlit og auglýsingahönnun: Víkurfréttir hl'. Umbrot, filmuvinna og prentun: Stapaprent hl'. s. 421-4388. mME!M PÁLL KETILSSON Fíkniefnauandinn Fíkniefnavandinn birtist okkur nú aö þvi er virðist í stærri mynd en nokkru sinni áður. Með friðarumræöu í kringum Ví- etnamstríöið var á þeim tíma af mörgum taliö hættulítið að neyta fíkniefna. Menn komust þó fljótlega að því að slík var ekki raunin. Hættan var meiri en látið var af og í tímans rás hefur það komið í ljós. Frá þessum „friðar-hippatímum" hefur fíkniefnavandamálið vaxiö svo um munar og er í dag orðiö stærra en nokkurn grun- ar. Ungt fólk, unglingar allt niður í tóif ára börn hafa veriö tekin með fíkniefni. Þar er nýjasta hættan svokallað Extacy, eða Al- sæla, oft nefnd E-pillan. Þetta efni er út- búið eins og sælgætistöflur en getur verið banvænt. Mörg dæmi sýna það. Haft er eftir unglingum að jafn auðvelt sé að verða sér úti um E-pilluna og pítsu. Um 80% fíkniefna sem hald er lagt á hér á landi, nást við komuna til landsins. Toll- gæslumenn í Leifsstöð hafa þar staðið sig vel. Hin 20% nær lögreglan á vettvangi eða við handtökur. Þab þýðir einfaldlega að sjaldnast tekst aö ná í höfuöpaurana, þá sem standa á bakvið innflutninginn, dreifingu og sölu. Þá kemur upp sú spurn- ing sem menn hafa velt fyrir sér sem vinna ab forvarnarstarfi í fíkniefnamálum hvort fylgja ætti t.d. Bretum í þessum efn- um, með því að veita verðlaun fyrir upp- lýsingar sem leiða til handtöku fíkniefna- sala og innflytjenda. Hópur lögreglu- manna og tollvaröa á íslandi sem fylgist með fíkniefnasmygli er fámennur. Frammistaða þeirra er mjög gób miðað við aðstæður. í grein í blaöinu í dag eftir Elías Krisjáns- son, tollfulltrúa í fíkniefnaeftirliti á Kefla- víkurflugvelli bendir hann á athyglisverð- ar en óhugnalegar staöreyndir meö svokölluðu Schengen-samkomulagi. Það kveður á um að þjóbir í því geti feröast sín á milli án landamæravörslu. Elías bendir á ab gríðarlega mikib atriði sé hvernig tekiö verði á landamæravörslu því lönd sem lig- gja aö aðildalöndum Schengen, mörg mið- og suður- Evrópulönd séu yfirleitt með mun frjálslegri stefnu í fíkniefnamál- um. Þetta geti þýtt stóraukna dreifingu fíkniefna, ekki síst frá austur blokkinni þar sem mikið er framleitt. Þegar „múrinn" var brotinn misstu margir lyfjafræðingar þar störf og þurftu í kjölfarið að leita fyrir sér á „svörtum" markaði, í undirheimun- um. Þar nýttust þeir í framleiðslu fíkni- efna. Forvarnarstarf hlýtur að vera ofarlega á listanum yfir stærstu atriöin í stríðinu gegn fíkniefnabölinu. Enn og aftur kemur að yfirvöldum þessa lands. í þessu máli duga engin vettlingatök. Vonandi gera menn sér grein fyrir því. Páll Ketilsson. ÞORRABLÓT Kvenfélags Njarðvíkur fór fram í Stapa sl. laugardagskvöld. Á annað hundrað manns voru við borðhald og skemmtun en síðan fjölgaði þegar leið á kvöldið og dansinn dunaði fram á rauðan morgun. Hilmar Bragi kíkti í hrútspunga og hákarl og tók meðfylgjandi myndir. / / gomm og aköru KJARTAN MÁR KJARTANSSON Listin að njóta lista Akureyri. KEA, KA, Þór, Hlfðarfjall, Bjössi Garðars, Bautinn og Sjallinn. Þetta er sú ímynd sem ég held að flestir hafí af höfuðborg Norðurlands. Að und- anfömu hefur þó menningarlffið á Akur- eyri verið að ryðja sér æ meira til rúms sem mjög stór þáttur f bæjarbragnum og nú heyrir maður æ oftar talað um Akur- eyri sem menningarbæ og það ekki af ástæðulausu. Þar er menningarlíf með mikl- um blóma; atvinnuleik- hús, myndlistarskóli, tónlistarskóli, listasafn, sýningarsalir, ýmis minjasöfn, menntaskóli, háskóli, kaffihús, fjöldi skemmtistaða og sinfón- íuhljómsveit svo eitthvað sé nefnt. Þar blómstrar menningarlífíð og bæjar- búar kunna svo sannar- lega að njóta þess sem boðið er uppá. Ferða- menn streyma á sumrin til Akureyrar til þess að njóta veðurblíð- unnar og fjölskrúðugs menningarlífs og skilja eftir sig krónur og aura í bæjar- kassanum. í byrjun janúar átti pistlahöfundur þess kost að heimsækja Akureyri, dvelja þar í nokkra daga í góðu yfirlæti og leika með Sinfónfuhljómsveit Norðulands á Nýárs- tónleikum í Akureyrarkirkju. Skemmst er frá að segja að íerðin var í alla staði hin ánægjulegasta, sérstaklega tónleik- arnir sjálfir þar sem hljómsveitin lék prýðisvel undir stjórn Guðmundar Ola Gunnarssonar, skólastjóra Tónlistarskól- ans á Akureyri, fyrir fullu húsi. Og þá komum við að kjama málsins. Forsenda fjölbreytts menningarlífs er þátttaka al- mennings. Ef hinn almenni bæjarbúi sækir vel leiksýningar, tónleika, mynd- listarsýningar og aðra viðburði skapast sterkari gmndvöllur og betra starfsum- hverfi fyrir listamennina. Fleiri leiksýn- ingar, myndlistasýningar og tónleikar gefa listamönnunum líka tækfæri á að þróa sig og list sína og verða betri í dag en í gær. Hér á Suðumesjum hefur aðsókn að tón- leikum, myndlistasýn- ingunt og leiksýning- um verið ágæt þótt alltaf megi gera betur. Þó er fjöldi fólks sem lætur þessa viðburði, sem skipta tugum á hverju ári, sig engu skipta og sumir Suð- urnesjamenn fara aldrei á tónleika, myndlistasýningar eða í leikhús. Hugsið ykk- ur hvers þeir fara á mis ! Ég legg til að næst jregar þú, lesandi góður, ferð á tónleika, myndlistarsýn- ingu eða í leikhús, þá bjóðir þú einhveij- um með þér sem þú telur að sé í hópi þeirra sem sjaldan eða aldrei fara á slika viðburði. Með því ert þú hugsanlega að opna augu þess hins sama fyrir nýjum hliðum á lífinu og um leið sá fræi sem getur borið góðan ávöxt. Hvemig væri til dæmis að byija á því að sækja kaffi- húsakvöld Menningarnefndar Reykja- nesbæjar sem fram fara f Kjama, göngu- götnni við Flughótelið, og heíjast sunnu- dagskvöldið 11. febrúar n.k. Staðsetning kaftihúsakvöldanna verður auglýst síðar en boðið verður uppá fjölbreyttar og skemmtilegar menningardagskrár með heimamönnum. 6 Y íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.