Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.02.1996, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 01.02.1996, Blaðsíða 10
Þorrablót Félags eldri borgara á Suóurnesjum, verður haldió í Stapa, sunnudaginn 11. febrúar 1996 kl. 18.00. Þorramatur á boröum Góö skemmtiatriöi - Dans Forsala aögöngumiöa til og meö 7. febrúar. Keflavík Hailbera s: 421 2087 Hvammi Elsa s: 421 4322 Selínu Hrefna s: 421 6272 Sandgerði Sigríður s: 423 7562 Garði Ólafur s: 422 7113 Grindavík Sæunn s: 426 8014 vinnusími s: 426 8064 heimasími Grindavík Gerða S: 426 8195 Vogum Dísa s: 424 6544 Óseldir miöar veröa seldir viö innganginn. Fjölmennum kát og hress. Rútuferðir frá S.B.K. Brottfarartími frá hverjum staö auglýstur síöar Skemmtinefndin. WM Rútuferð á árshátíð Úrvalsfólks á Hótel Sögu, laugardaginn 3. febrúar kl. 13:00 frá SBK. Pantið í síma 421-5551. Ferðanefndin. ?£feb fréttir SUt) UHNb !>JUM Ég vil byrja þennan þátt á að óska öllum félagsmönnum FEB gæfu á nýbyrjuðu ári og þakka gott samstarf á því Iiðna. Nú þegar við eldri borgarar heilsum nýju ári get- um við umfram aðra verið þakklát fyrir einstaklega góða tíð, snjóleysi, hægviðri og fáa hálkudaga. Allt þetta léttir okkur sporin og áhyggjumar þó að ennþá sé eftir að þreyja bæði Þorrann og Góuna. SELIÐ Félagið hefur nú flutt allt sitt innbú af Suðurgötunni í Keflavík í Selið, sem er ný og vistleg félagsmiðstöð á Vallar- braut 4 í Ytri-Njarðvík. Segja má að aðbúnaður okkar félags í Reykjanesbæ sé á við það besta sem gerist í landinu. Við emm stolt þegar við sýn- um þennan stað og bæjar- stjórn mjög þakklát fyrir að leysa húsnæðisvanda okkar. En við þessar breytingar var í mörg hom að lfta. I þessa ný- byggðu félagsmiðstöð vantaði fjölda margt, áður en rekstur hússins gat hafist. Okkar félag á mikið innbú en litla pen- inga. Við þessar aðstæður kom Styrkarsjóður aldraðra okkur til aðstoðar, svo að hægt var að koma húsinu í rekstrarhæft stand. En fleira kom til sem létti okkur róður- inn. Framkvæmdastjóri tóm- stundaráðs, Stefán Bjarkarson hefur veitt okkur mikinn stuðning og verið óþreytandi við að greiða götu okkar. Fé- lagsstarfið fór aðeins seinna af stað í Reykjanesbæ, en verið hefur á því svæði. Á öðmm stöðum hefur það verið með venjulegum hætti. Farið var í Borgarleikhúsið í október. í nóvember var opið hús í Glaðheimum, ljóðakvöld í Selinu og gömlu dansarnir í Stapa. 9. des vomm við veg- legri aðventuhátíð í Stapa í boði Kvenfélags Keflavíkur, en 13. jan var húsfyllir á skemmtun okkar í Sandgerði. KÓRSTARFIÐ Kór FEB er sífellt að eflast, enda höfum við mjög góðan stjómanda Agotu Joó. Kórinn stækkar ört, en því geta auð- vitað fylgt einhverjir vaxta- verkir því öll þjálfun tekur sinn tíma. Æft er í Njarðvík- urkirkju. Kórinn hefur kosið sér nýjan formann Karl Sigur- bergsson. Á DÖFINNI Samkvæmt dagskrá okkar hugðum við að leiklistarmál- um f Selinu með aðstoð menningarmálanefndar fé- lagsins. Undirbúningur að þorrablótinu í Stapa 11. feb er í fullum gangi. RÚTUFERD Á SÖGU Við höfum oft brugðið okkur á árlega hátíð Ferðaskrifst. Úrval-Útsýnar og mun ferða- nefndin efna til rútuferðar á Hótel Sögu þann 3. febrúar ef næg þátttaka fæst. Að lokum vil ég biðja ykkur að skrá ykkur sem fyrst 1 Ark- arferðina II. til 15. mars. Fleira nefni ég ekki að sinni. Sigfús Kristjánsson. Menningar- svefnpurkur Afbæjarmálum Hilmar Jónsson Bæjarmálefni Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna hafa ekki verið mikið rædd í fjöl- miðlum. Eina undantekning- in er „nafnamálið" svo kall- aða, enda má segja að þar hafi fjölmiðlar unnið veru- legan sigur þessum sökum hefi ég ákveðið að skrifa nokkra pistla, sem eiga að vera almenningi til fróðleiks og skemmtunar. Ég byija þar sem þörfrn er mest; á menn- ingarmálum. Söfn: í desember 1957 var stofnað í Keflavík bæjar- og héraðsbókasafn. Það var opnað í mars 1958 með 1.600 bókum f 101 fermetra húsnæði. I dag er almenn- ingsbókasafnið í Keflavík eitt það glæsilegasta í land- inu með góðan íslenskan bókakost og stærsta úrval er- lendra bóka utan Reykjavík- ur. Þetta er ótrúlegt ævintýri og ef nefna ber einn mann öðmm fremur, sem á heiður af ferð safnsins frá Mána- götu 7 að Kjama við Hafnar- götu, þá er það Garðar Oddgeirsson, sem stóð eins og klettur í harðri sókn Njarðvíkinga að stofnuninni og viðleitni þeirra að stöðva málið með málþófi og rang- færslum. En þar með er draumurinn líka búinn. Haf- ið þið komið í Byggðasafnið á Vatnsnesi? Hafið þið séð þrengslin þar og vinnuað- stöðu byggðasafnsvarðar? Húsið og landið umhverfis var gefið af Bjarnfríði Sig- urðardóttur, vafalítið að áeggjan Olafs Þorsteinssonar en Olafur var einn þriggja manna, sem unnið hafa mest að uppbyggingu þess. Hinir eru Helgi S. Jónsson og Guðleifur Sigurjónsson nú- verandi byggðasafnsvörður. I byggðasafninu er margt góðra muna. Mér finnst myndasafnið áhugaverðast. Safnið hefur einnig stórt húsnæði í Röst til leigu. Þar eru munir ekki í sýningar- hæfu ástandi. Það er skemmst frá að segja að áhugi bæjarstjórnarmanna fyrir þessari stofnun og skjalasafni er enginn og það sem verra er, byggðasafns- nefndin með Birgir Guðna- son sem formann er gersam- lega máttlaus. Frá nefndinni koma engar umbótatillögur eins og t.d. nýting á stór- glæsilegu húsnæði í Flug- hóteli. Sýning Gríms Karls- sonar í sumar í hótelinu var engin hvatning fyrir nefnd- ina eða bæjarstjóm að hefj- ast handa. Nú eru bátslíkön Gríms farin til Dalvíkur til varanlegrar dvalar þar. Heyrst hefur að þar eigi þau að gegna lykilhlutverki í sjóminjasafni Norðlendinga. Én myndarlegt sjóminjasafn á að vera aðalaðdráttarafl fyrir ferðamenn á Norður- landi. A Reyðarfirði hefur verið opnað stríðsminjasafn og á Seyðisfirði hafa nokkrir ein- staklingar unnið mikið að sams konar safni. Enginn staður á landinu tengist her og, herminjum eins mikið og Keflavík. Hvað segir byggðasafnsnefnd um það? Tók hún undir ágæta hug- mynd Kjartans Más um poppsafn? Nei, frá opinber- um aðilum í Keflavík heyr- ist aldrei orð. Og hvað um lista- og náttúrugripasafn? Nokkur málverk og högg- myndir hafa verið keypt af bæjarsjóði og skeljasafn í eigu Sparisjóðsins er ein- hversstaðar í geymslu, eng- um til gagns. Uti í Höfnum er ágætur vísir að sædýra- safni. Listamaður svæðisins: Fyrir nokkmm ámm ákvað Kefla- vík að styrkja og kjósa lista- mann byggðarlagsins ár hvert. Á 50 ára afmæli lýð- veldisins var sú hugmynd lögð til hliðar og innan nú- verandi bæjarstjómar er eng- inn líklegur til að dusta af henni rykið. Leikfélagið: Leikfélag Keflavíkur var endurvakið 1976 og hefur starfað af ótrúlegum dugnaði síðan. Nú hefur stjórn Fé- lagsbíós boðið bæjarsjóði húsið til kaups, hugsanlega fyrir leikfélag og karlakór. Dettur einhverjum í hug að slík hugmynd eigi hljóm- gmnn hjá svefnpurkunum á „efri hæðinni í Sparisjóðn- um?‘ Eldprestur í Kefbvík í næstu viku nánar tiltekið 7. febrúar hefjast hjá Hvíta- sunnukirkjunni í Keflavík Biblíudagar, sem standa fram til sunnudagsins 11. febrúar. Nokkrir ræðumenn munu sækja okkur heim, þ.á.m. Samúel Ingintarsson, sent starfaði um skeið hjá Lífeyris- deild Sparisjóðsins í Keflavík. Einnig mun Snorri Oskarsson frá Vestmannaeyjum, sem sumir hafa nefnt eldprest verða með okkur seinni vik- una. Allar samkomumar heft- ast kl. 20.30 á kvöldin, nema sunnudag kl. 14. Tilgangur þessara Biblíudaga er að vekja athygli á að Biblían hef- ur svar og lausn inn í líf fólks í dag. Ennfremur hefur biblí- an mjög fáheyrðan boðskap til okkar nútímamanna þ.e.a.s. sannleikann um lífið og tilver- una. Samkomumar em nánar auglýstar á öðmm stað í blað- inu. Hvítasunnukirkjan Vegurinn Hafnargötu 84. Ofvirkni/misþnoski -fiindur 5.janiíar Hópur foreldra ofvirkra/ misþroska barna ákváðu í framhaldi af foreldranám- skeiði Þroskahjálpar á Suð- umesjum og foreldrafélaga gmnnskóla á Suðumesjum í vetur, að halda hópinn og hittast einu sinni í mánuði. Hópurinn mun hittast í Njarðvíkurskóla nk. mánu- dagskvöld 5. janúar kl. 20.30. Tilgangur fundanna er að bera saman bækur sín- ar, styrkja hvert annað og fræðast. 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.