Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.02.1996, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 01.02.1996, Blaðsíða 16
♦ Stúlkurnar þrettán í fegurðarsamkeppninni með Lovísu Guðmundsdóttur, leiðbein- anda fyrir miðri mynd. VF-mynd/pket. Fegunðardrottning leiðbeinir Undirbúningur fyrir Fegurðar- samkeppni Suðurnesja 1996 er hafinn að fullu. Stúlkumar þrettán eru byrjaðar í leikfimi sem þær stunda í Æfingastu- deoi. Gönguæfingar og fram- koma er eitt þeirra atriða sem þarf að æfa vel fyrir loka- kvöldið. Lovísa Aðalheiður Guðmundsdóttir, fegurðar- drottning Suðurnesja 1994 mun ásamt Agústu Jónsdóttur sjá um þann þátt. Var ekki annað að heyra á stúlkunum að þær kynnu vel að meta leiðbeiningar Lovísu sem hef- ur öðlast mikla reynslu í þeim þáttum sem þátttakendur í fegurðarsamkeppnum þurfa að hafa á hreinu. Fegurðarsamkeppnin sem nú fer fram í ellefta sinn verður í Stapa 16. mars nk. og mun blaðið fylgjast með undirbún- ingi stúlknanna eins og und- anfarin ár og birta fleiri mynd- ir frá undirbúningnum á næstu vikum og svo auðvitað kynn- ingarmyndir og af hverri og einni þegar nær dregur. ♦ Fjórar stúlkur á gönguæfingu. t Elskuleg eiginkona mín og systir okkar Guðlaug Guðmundsdóttir Austurgötu 21, Keflavík er látin. Útför hennar fór fram frá Grindarvíkurkirkju 26. janúar s.l. Einlœgar þakkirfyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til staifsfólks Sjúkrahúss Suðumesja og hjúkrunarheimilisins Vtðihlíð Grindavík fyrir kœrleiksríka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Marteinn Helgason og systur hennar látnu. 16 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.