Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.02.1996, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 01.02.1996, Blaðsíða 19
♦ Anna María Sveins- dóttir, fyrirliði og Björg Hafsteinsdóttir hampa bikarnum í sjöunda sinn Sigurður Ingimundar- son, þjálfari lítur upp til þeirra ánægður á svip. VF-mynd/Hulda. hja Keflavik Keflavík vann öruggan sigur á stöll- um sínum úr Njarðvík í bikarúrslit- um í körfuknattleik kvenna í íþróttahúsinu í Garði sl. iaugardag. Lokatölur urðu 69-40. Sigur Keflvíkurstúlkna var öruggur. Það var aðeins í upphafi sem þær grænu náðu að halda í við þær. UMFN skoraði fyrstu stigin og náði forystu 6:2 en bikarmeistarar þriggja síðustu ára tóku þá við sér og um miðjan hálf- leikinn skoraði Keflavík þrettán stig gegn aðeins tveimur. I Ieikhlé munaði 17 stigum, 35:18 fyrir Keflavík. I síðari hálfleik jókst munurinn með liðunum. Keflavík með Erlu Reynis- dóttur í fararbroddi var óstöðvandi og með þær Erlu Þorsteinsdóttur, Önnu Manu Sveinsdóttur, Björgu Hafsteins- dóttur og Veronicu Cook í vörninni komust þær grænklæddu lítið áleiðis. Þegar dómarar leiksins, annar þeirra hinn gamalreyndi Jón Otti Ólafsson, flautuðu til leiksloka munaði 29 stig- um á liðunum, 69:40. „Við hittum illa og náðum okkur aldrei á strik ef undan er skilinn ágæt- ur byrjunarkafli. Slíkt gengur ekki á móti jafn sterku liði og Keflavík", sagði Harpa Magnúsdóttir, fyrirliði UMFN eftir leikinn. „Leikurinn varð aldrei spennandi. Eftir upphafskaflann náðum við yfirhöndinni og eftir það var aldrei spuming hvemig leikurinn færi“, sagði Björg Hafsteinsdóttir og fyrirliði liðsins, Anna María Sveins- dóttir tók undir þessi ummæli en sagði svo: „En það var auðvitað mjög skemmtilegt að vinna þennan bikar sem við höfum gert svo oft og það var líka skemmtilegt að gera það hér í Garðinum“. Lið Keflavíkur var jafnt og í síðari hálfleik var allt byijunarliðið komið á bekkinn. Erla Reynisdóttir skar sig þó úr með hreint frábærri frammistöðu. Stúlkan er eldklár og núna skoraði hún meira en hún gerir vanalega. Nafna hennar Þorsteinsdóttir var mjög dijúg og sérstaklega nýtist hæð hennar vel. Hjá Njarðvík vom þær atkvæðamestar Suzette Sargeant og Harpa Magnús- dóttir en í liðinu em margar efnilegar stúlkur sem eiga framtíðina fyrir sér. Stig Keflavíkur: Erla R. 18, Veronica Cook 13, Anna María 10, Erla Þ. 9, Margrét Sturlaugs 7, Björg Hafsteins 6, Guðlaug Sveins 5 og Kristín Þórar- insd. 1. Stig UMFN: Suzette Sargeant 13, Rannveig Randvers 9, Harpa M. 8, Eva Stefánsd. 5, Hólmfriður Karls- dóttir 2, Pálína Gunnarsdóttir 2 og Berglind Kristjánsdóttir 1. ♦ Þær útlensku settu svip sinn á leikinn, f.v. Veronica Cook og Suzette Sargent. VF-mynd/Hulda. • Þriðju deildarlið Víðis í knattspymu hefur fengið liðsauka fyrir komandi tímabil. A.m.k. sex nýir leikmenn hafa gengið til liðs við Garðliðið en það eru Björgvin Björg- vinsson, Þrótti Reykjavík, Steinar Ingimundarson, Fjölni, Arnar Astþórsson og Jón Ragnar Astþórsson úr Keflavík, Sigurður Torfason, KS og Hafþór Birgisson ffá IA. Þá ætla þeir Steinbjöm Logason og Sigmar Scheving frá Keflavík, sem gengu til liðs við Víði á miðju sumri í fyrra að leika áfram með liðinu. • Keflvíkingurinn Jón Guðmundsson hefur þjálfað lið Þórs frá Akureyri í DHL-deild- inni í vetur. Ekki hefur gengi Iiðsins verið upp á það besta og í viðtali við blaðið Dag á Akureyri nýlega var hann greinilega mjög óhress eftir eitt tap liðsins og eftir að hafa gefið nokkrar skýringar á tapinu sagði hann meðai annars: „Þetta lið er bara íyrir há- menntaða sálfræðinga"... bikarpunktar • Garðmenn stóðu vel að bikarúr- slitaleik kvenna í körfu. Þegar fólk kom á bílum sínum að íþróttahúsinu tóku björgunarsveitannenn úr Ægi á móti fólki og vísaði því f stæði. Þegar inn í hús var komið voru margir starfsmenn frá bæði Garðmönnum og liðunum og héldu vel utan um á milli sex og sjöhundruð áhorfendur sem mættu á þennan nágrannaslag. • Sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni stendur einhvers staðar. í UMFN liðinu var ung stúlka, Eva Stefáns- dóttir sem stóð sig vel eins og inargar yngri stúlkumar íliðinu sem vom all- ar að leika sinn fyrsta alvöru leik. Eva er dóttir Stefáns Bjarkasonar sem á ámm áður var ein helst skytta Njarðvíkurliðsins. • Stefán Bjarkason, íþrótta- og tóm- stundafulltrúi Reykjanesbæjar aflienti Garðmönnum viðurkenningarskjal sem þakklæti fyrir að lána aðstöðuna, þ.e. þetta glæsilega íþróttahús, fyrir þennan úrslitaleik. Við skjalinu tók Sigurður Ingvarsson, hreppsnefndar- maður úr Garði. • Fimleikastúlkur úr Keflavfk settu svip sinn á leikinn með atriðum í leikhléum. Þær vom klæddar í bún- inga beggja félaganna og sýndu skemmtileg tilþrif. • Þessi sigur Keflavíkur var sá sjö- undi í bikamum á síðustu tíu ámm en liðið hefur verið í úrslitum níu sinn- um og þær Anna María Sveinsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir hafa verið í eldlínunni í öllum leikjunum. • Eftir leikinn fékk Keflavíkurliðið afhentar 150 þús. kr. frá afrekssjóði íþróttaráðs Reykjanesbæjai'. Miðaútsala hjá Njarðvík Njarðvíkingar hafa tekið ráð handbolta-Víkinga sér til eftir- breytni og ætla í næstu þremur heimaleikjum að Iækka miðaverð. Auk þess ætla þeir að vera með ýmis skemmtiatriði á meðan leiknum stendur. „Það fer að styttast í úrslitakeppni þannig að við viljum koma til móts við stuðningsmenn okkar í leikjunum fram að henni. Við emm að skoða þessi mál í heild sinni ofan í kjölinn og byrjum á þessu", sagði Hrannar Hólm, framkvæmdastjóri körfuknatt- leiksdeildar Njarðvíkur í samtali við Víkurfréttir. Miðaverð fyrir fullorðna lækkar úr 600 krónum í 400 og úr 300 í 200 kr. fyrir böm. ♦ Njarðvíkingar hafa lækkað miðaverð á næstu 3 heimaleiki sína. íþróttahúsið í Keflavík: DHL-deildin fflKF íKVÖLD fimmtudagsdvöld 1. febrúar kl. 20.00 KEFLAVÍK ÞÓR AKUREYRI $PEPSI Landsbanki íslands Útibúin á Suðurnesjunum AFRAM KEFLAVIK! Víkurfréttir 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.