Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.04.1996, Side 14

Víkurfréttir - 02.04.1996, Side 14
Bátasýning í Fræðasetrinu I fræðasetrinu í Sandgerði stendur nú yfir sýning á mód- elbátum gerðum af ýmsum einstaklingum af Suðurnesj- um. Þar má sjá þekkta báta úr fiskveiðiflotanum, bæði þá sem enn fiska og þá sent btiið er að leggja, eins og síðutog- arana Mars RE 261 og And- vara RE 8, sem eitt sinn hét Sandgerðingur GK 517. Einnig má sjá ýmis seglskip, smábáta og módel af sögu- frægum skipum og fantasíum - báta sem aldrei hafa verið til - og þó fylgir veiðileyfí einum þeirra. Aætlað er að sýningunni ljúki sunnudaginn 14. apríl. Al- mennur opnunartími er föstu- daga, laugardaga og sunnu- daga frá 13.00 til 17.00. Um páska er lokað föstudaginn langa og páskadag en opið verður á skírdag, laugardag fyrir páska og á annan í pásk- um frá 13.00 til 17.00 alla dagana. Kratar alykta um Iteit mal Almennur félagsfundur í sam- bandi Alþýðuflokksfélaga á Suðurnesjum var haldinn í Keflavík 23. mars s.l. þar sem ályktað var um hin ýmsu mál er brenna heitast í þjóðfélag- inu. Lýstu Alþýðuflokksfélag- ar yfir fullum stuðningi við stjórn HSS og SHS í þeirri baráttu sem háð er við heil- brigðisyfirvöld og hvetja stjórnina til þess að hvika hvergi þannig að tryggt sé að Suðumesjamenn búi ekki við lakari heilbrigðisþjónustu en aðrir landsmenn. Einnig skoruðu þeir á sjávar- útvegsráðhena að endurskoða úthlutaðan þorskkvóta fyrir veiðiárið 1995-6 og auka hann um a.m.k. 15-20 % í ljósi þess að þorskgengd sé mikil og vaxandi á öllum miðum. Fordæmdu þeir aðför heilbrigðisráðherra að fötluð- um í landinu auk þess sem þeir lýstu yfir þungum áhyggjum af stöðu heilbrigð- is- og tryggingarmála f land- inu eins og þau hafa þróast undir stjórn núverandi heil- brigðismálaráðherra. Mót- mæltu þeir aðfömm stjómar- innar að launþegum í landinu í fonni fmmvarps til laga um Verkalýðsfélög og störf í vinnudeilum og hvöttu hana til þess að setjast niður með öllum aðilum vinnumarkaðar- ins og ná sátt með þeim um drög að nútímalegri vinnulög- gjöf sem tryggi hag allra og þá ekki síst þeirra sem minnst hafa borið úr býtum innan verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin. Rondey kvaddur! Uppskeruhátíð körfuknatt- leiksdeildar UMFN fór fram sl. föstudag. Santhliða upp- skeruhátíðinni fór fram kveðjuhóf fyrir Rondey Robinson sem leikið hefur með Njarðvíkingum sl. sex ár. Rondey var leystur út með gjöfum og fékk m.a. yfirlýs- ingu frá bæjarstjórn Reykja- nesbæjar þar sem honum voru þökkuð vel unnin stöif í upp- byggingu körfuboltans í körfuboltabænum. A uppskeruhátíðinni vom þau Teitur Örlygsson, Harpa Magnúsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson valin bestu leik- mennimir en mestar framfarir sýndu Páll Kristinsson, Rannveig Randversdóttir og Ragnar Ragnarsson. Páskamót Reynis í knattspyrnu Um páskana fer fram knatt- spyrnumót nteð þátttöku tjög- urra liða í meistaraflokki karla. Auk Reynismanna taka þátt í mótinu ÍBV, FH og Stjarnan. Mótið nefnist IS- spor - páskamót Reynis. Allir leikirnir fara fram á gantla grasvellinum við íþróttamið- stöðina í Sandgerði, fímmtu- dag, föstudag og laugardag. I öllum leikjunum verður leik- ið til þrautar þannig að ef jafnt er í leikslok fer fram víta- spyrnukeppni. Ókeypis er á alla leikina. Niðurröðun leikjanna verður þessi: Fimmtudagur 4. apríl kl. 14:00 Reynir-ÍBV Föstudagur 5. apríl kl. 11:00 Stjaman-FH Laugardagur 6. apríl kl. 11:00 Leikur um 3ja sætið kl. 14:00 Úrslitaleikur. Urslitakeppnin í körfubolta: Fjóröi leikurinn á laugardag tum á óvait og eftir þann leik sagði Friðrik Rúnarsson þjál- fari Grindvíkinga að sóknar- leikur sinna manna hefði ekki verið nægjanlega góður og rnenn hefðu verð ragir. Vömin hefði aftur á móti verið þolan- leg og hann hefði ekki trú á öðru en að Iið sitt myndi gera betur næst sem og raunin varð á. I leiknum á laugardaginn lék Grindavíkurliðið frábær- lega vel hvort heldur var f vöm eða sókn og segja má að svæðisvöm þeirra hafi reynst Keflvíkingum erfiður ljár á þúfu. Keflavíkurstúlkur fögnuðu ekki aðeins glæstum sigri í meistara- tlokki. Þær sigruðu einnig í minnibolta kvenna og urðu íslands- meistarar og sjást hér ásamt Þórhalli Steinarssyni, körfuknatt- leiksráðsmanni. VF-mynd/pket. ♦ Helgi Jónas Guðfinnsson, UMFG, var Keflvíkingum erf- iður á sunnudaginn. Hér er hann í baráttu við Davíð Gris- som. Úrslit leikjanna í úrslit- um keppninnar voru þessi: UMFG - Keflavík 66:75 (32:38) Stig UMFG: Rodney Dobard 21, Guðmundur Bragson 12, Helgi Jónas Guðfinnsson 11, Hjörtur Harðarson 10, Marel Guðlaugsson 9, Unndór Sigurðsson 3. Stig Keflavíkur: Falur Harðarson 10, Guðjón Skúlason 21, Dwight Stewart 14, Sigurður Ingimundarson 7, Davíð Grissom 5, Albert Óskarsson 5, Jón Kr. Gfslason 2. Keflavík - UMFG 54:86 (27:38) Stig Keflavíkur: Albeit Óskarsson 13, Davíð Grissom 12, Elentínus Margeirsson 7, Dwight Stewart 6, Guðjón Skúlason 5, Jón Kr. Gíslason 3, Gunnar Einarsson 3, Falur Harðai son 3, Guðjón Gylfason 2. StigUMFG: Helgi Guðfinnsson 25, Hjörtur Harðarson 17, Rodney Dobard 12, Unndór Sigurðsson 11, Guðmundur Bragason 10. Páll Axel Vilbergsson 4, Ámi Bjömsson 3, Brynjar Harðarson 2, Marel Guðlaugsson 2. Úrslitakeppni úrvalsdeildar- innar verður haldið áfram á laugaidaginn í Keflavík þegar heimamenn mæta Grind- víkingum í fjórða leiknum. Vegna þess hversu blaðið fór snemma í vinnslu í dag lágu úrslit leiksins í Grindavík í kvöld ekki fyrir, en fyrir þann leik var staðan jöfn 1:1. Það lið sem fyrr sigrar í fjórum leikjum hlýtur Islandsmeist- aratitilinn og Ijóst er að liðin verða að mætast að minnsta- kosti í tvígagn enn. Eftir glæstan sigur í Grinda- vík í fyrsta leiknum fékk Keflavíkurliðið óvæntan skell á heimavelli á sunnudaginn þegar liðið tapaði með 32 stiga mun fyrir Grindvík- ingum. „þessi leikur var með ólíkindum og þá sérstakelga kafli í síðari hálfleik. Við vomm inn í leiknum þegar 5 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en þá kom langur kafli þar sem ekkert gekk hjá okkur og Grindvíkingar settu 30 stig gegn aðeins tveim stigum okkar. Eg er búinn að skoða þennan kafla og það kom í ljós að við tókum 20 skot og hittum aðeins úr einu. Af þessu 20 skotum var að- eins eitt utan 3ja stiga línunn- ar - hin vom öll inni í teig og færin voru alls ekki léleg,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkinga. „Annað var líka mjög ein- kennilegt í þessum leik og það var að við fengum ekkert vítaskot í öllum leiknum - því hef ég aldrei kynnst fyrr. Grindvíkingar fengu 31 vítaskot og hittu úr 22 þannig að þeir settu 22 stig af vítalín- unni en við ekkert. Þetta er alveg með ólíkindum. Annars vil ég vera bjartsýnn og við munum væntanlega koma með eitthvað nýtt á móti svæðisvörninni hjá þeim.“ sagði Jón Kr. Gíslason ennfremur. Sigur Keflvíkinga í fyrsta leiknum í Grindavík kom tles- íslandsmeistarar í minnibolta 14 Y íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.