Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.1997, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 10.07.1997, Blaðsíða 4
Ný landsgildisstjórn: Sesselja Halldórsdóttir, Aðalbergur Þórarinsson, Þórdís Katla Sigurðardóttir, Einar Tjörvi Elíasson, Hörður Zóphaníasson, Jón Bergsson og Guðrún Nikulásdóttir. Verksmiðja SR-mjöls hf. í Helguvík: |Lr-gjj jí' f» Greiða þurfti úr „pulsu" hjá strákunum á liinum færeyska Júpiter. Strákarfrá Krosshúsi í Grindavík voru fengnir til verksins. Fyrsta sumarloðnan í Helguvík F.vrsta sumarloðnan kom til Helguvíkur um helgina. I'á landaði færeyska nótaksipið Júpiter fullfermi. Hákon ÞH kom síðan á mánudag með fullfermi til vinnslu. Þetta er fyrsta sumarloðnan sem kemur til Keflavíkur í mörg ár. VF-myndir: Hilmar Bragi Landað úr Hákoni ÞH i Hclguvik á mánudaginn. Hákon erfyrsta islenska skipið sem kemur með sumarloðnu til Helguvikur. Landsþing St Georgs gildanna: Tveir Suðurnesjamenn í stjórn Landsþing St. Georgs gild- anna á Islandi var nýverið lialdið í Fóstbræðraheimilinu í Reykjavík að viðstöddum um 100 fulltrúum frá öllum gildum landsins. I stjón St. Georgs gildanna sitja tveir Suðurnesjamenn. Sesselja Halldórsdóttir úr Njarðvík er spjaldskrárritari og Aðal- bergur Þórarinsson frá Kefla- vík er útbreiðslu- og blaðafull- trúi. St. Georgs gildin eru alþjóðlegur félagsskapur eldri skáta og velunnara skátahreyf- ingarinnar sem kennir sig við vemdardýrling hennar. Eitt af aðalmarkmiðum gildanna er stuðningur við skátahreyfing- una á heimavelli sem og við heimssamtök. Frábær árangur sundfolks Sunddeild Keflavíkur náði frábærum árangri á aldurs- flokkameistaramóti Islands sem haldið var á Selfossi dagana 27.-29. júní. Sunddeildin fór með sigur af mótinu en Keflvflcingar sendu 33 keppendur til leiks. Þálfarar voru þau Eðvarð Þór Eðvarðsson og Ragnheiður Runólfsdóttir. Þetta er fyrsti sigur Sunddeildar Keflavíkur á þessu árlega móti. undan- farin ár hefur deildin þurft að sætta sig við 2. og 3. sætið. Sundfólkið þakkar m.a. þennan góða árangur að fjöl- mennt var á pöllunum og stuðningur góður. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. Keflavíkurumboð - Hafnargata 26 Sími 421 5799 Allar tryggingar d sama stað 4 Víkurfréttir uL-L.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.