Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.1997, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 10.07.1997, Blaðsíða 9
Halldóra hefurekki látið deigan síga og m.a. farið á hestbak. Þessar myndireruúr myndasafni fjölskyld- unnarog sýna hana við hin ýmsu tækifæri. hWm Hér er Halldóra nafna hennar, sjúkraliði á bar- nadeild Landspítalansm eð Halldóru aðeins nokkurra vikna gamla. Að ofan eru myndir afhenni fyrirog eftir aðgerðir sem eru orðnar ansi margar. ann að þessi aðgerð stæði til. „Við höfum aldrei getað ráð- stafað tíma okkar neitt fram í tímann. við erum ekki farin neitt fyrr en við erum farin t.d. í ferðalög og þess háttar. Það var í raun léttir [tegai' að við vissum hvenær aðgerðin yrði gerð. Það slaknaði á manni öllunt", segir Sigfus. Sigfus og Ingibjörg segja þá sem hafa sinnt Halldóru vera fagfólk af Guðs náð sem sé þó oft þröngur stakkur búinn. , .Kerfið getur verið þungt í vöf- um og oft finnst okkur það vinna gegn okkur. Okkur fmnst vanta að kerfið sé mannlegra og spyrji t.d. hvað þurfið þið, í stað hverju getum við úthlutað ykk- ur eftir okkar reglum. Við höf- um þó orðið vör við breytt við- horf hjá ákveðnum aðilunt inn- an Tryggingarstofnunar". Aðgerð Halldóm er fjárhags- lega mjög dýr. Að sögn Ingi- bjargar breytti það miklu að hún skyldi ekki geta gefið henni nýra. Tryggingarstofnun ríkisins greiðir fýrir líffæragjafann og einn aðstandenda auk helmings fargjalds fyrir hitt foreldrið enda æskilegt að báðir foreldrar séu með bömunum. „Við viljum helst að bróðir hennar komi með í einhvem tíma og svo dreymir okkur um að Viðar Öm Eðvarðsson nýmasérfræðingur Halldóm geti komið með”. Systir Ingibjargar sem gefur nýrað ntun verða fyrir vinnutapi í tvo mánuði auk hinna og gera foreldrar Halldóm ráð fýrir því að kostnaður verði mikill. „Við höfum náttúmlega aldrei gert svona áður og því er kostnaður- inn í raun ófyrirsjáanlegur en þó mun Sigfús fá laun í fjarvem sinni í Fiskvali. Þegar þessu er lokið kemur það í ljós hvað þetta mun kosta”. Veikindi Halldóm hafa að sjálf- sögðu haft áhrif á fjárhag fjöl- skyldunnar. Hún hefur þurft að sækja meðferð til Reykjavíkur en því fylgir mikill kosmaður og fyrirhöfn. Þau segja það hafa hvarflað að sér að flytja til Reykjavíkur, sérstaklega vegna meðferðarinnar sem framundan er. Halldóra þarf að fara þrisvar í viku í nýmavél fýrir aðgerðina sem tekur 3 til 4 klukkutíma í senn. Eftir aðgerðina þarf hún jafnframt að fara í eftirlit tvisvar sinnum í viku til að byrja með. Gott að búa í Keflavík En þau hafa ekki flutt hingað tU? „Ástæðan er sú að hér höfum við kynnst góðu fólki og eignast vini sem hafa reynst okkur vel. Auk þess hefur fjölskylda okkar og vinir reynst okkur ómetan- leg. Hér er gott að vera með böm og þetta hefur bara gengið sinn gang. Við höfum tekið á málunum eins og þau hafa þróast hverju sinni og það er bara mesta furða hvað við höf- um náð að prjóna okkur út úr því“. r Viðar Örn Eðvarðsson nýrnasérfræðingur barna: Nokkuð flókin en hættulítil aðgenö I Viðar Örn Eðvarðsson, I nýrnasérfræðingur barna, ' hefur Halldóru í umsjá sinni ásaint Guðntundi Bjarna- ! syni barnaskurðlækni og mun að öllum likindum fyl- I gja henni í aðgerðina. I Viðar Örn var í sérnámi í | nýmalækningum í þrjú ár við 1 St. Christopher’s hospital for I children í Ffladelfíu í Banda- I ríkjunum jtar sem aðgerð Hall- I dóru mun fara fram. Sá sem [ framkvæmir aðgerðina þar [ heitir Dr. Steven Dunn en hann ! kom til íslands fýrir nokkm til . þess að meta börn með veik I ným þ.á.m. Halldóru. Að sögn I Viðars Arnar framkvæmir | Dunn 15 til 20 slíkar aðgerðir I á ári en til samanburðar má I nefna að í Danmörku eru fram- 1 kvæmdar I til 2 slíkar aðgerðir I á ári. Viðar Öm telur engann [ vafa leika á því hvar reynslan [ liggur og segir Dunn úrvals [ skurðlækni sem sé þekktur og I fær. I Að sögn Viðars er aðgerðin I sjálf hættulítil þótt að ýmsu I þurfi að hyggja. I__________________________ „Aðgerðin er framkvæmd af vönu fólki og í framhaldi er gefin flókin ónæmisbælandi meðferð. Mikilvægt er að joetta tvennt haldist í hendur. Lyfja- meðferð í kjölfar slíkrar að- gerðar er langkröftugust fyrstu 6 mánuðina en svo dregur úr henni. Eftir 6 mánuði tekur við viðhaldsmeðferð”. Að sögn Viðars Amar er nýrað úr jieim sem gefur það numið brott þegar aðgerð á nýmajtega hefst og þannig verður líffærið fyrir litium súrefnisskorti. Bendir hann á að það sé öfugt við nýru úr látnum einstakling- um sem geta orðið fyrir súrefti- isskorti í allt að 36 klukku- stundir. Þeir sem gefa ným em í flest- um tilvikum ættingjar og hafa slíkar aðgerðir gengið vel að sögn Viðars Amar. „Fólk hefur sýnt þessu mikinn skilning. Það er stórt skref fyrir fólk að gefa nýra en gjafar em yfirleitt mjög ánægðir í kjölfar aðgerð- ai'innar”. Hverju mun aðgerðin breyta fyrir Halldóm? „Nýrnastarfsemi hennar er orðin léleg og mun hún nú hefja blóðskilun á Landspítal- anum 3 sinnum í viku. En hún mun losna við það unt leið og nýrað hefur verið grætt í. Tíðni læknisheimsókna minnkar jtegar frá líður en í kjölfar að- gerðarinnar verður hún í eftir- liti tvisvar sinnum í viku til að byrja með. Líkumar á höfnun eru mestar fýrst og því er mik- ilvægt að fýlgjast vel með”. Að sögn Viðars Amar er gríð- arlega mikil reynsla í nýrna- ígræðslu í dag og geta ným úr ættingjum enst jafnvel í áratugi en stundum skemur og þá sér- staklega þegar um nánýru er að ræða. Sérðu fyrir þér að slfkar að- gerðir verði gerðar á Islandi í framtíðinni? „Það er tæknilega hægt en ég held að það verði ekki á næst- unni. Það hefur verið rætt og þekkingin er til staðar. Helsti vandinn er hversu fárra að- gerða er þörf á ári hverju en ég hygg að slíkar aðgerðir komi til greina í framtíðinni”. Víkuifréttir 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.