Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.1997, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 10.07.1997, Blaðsíða 7
Húseigendur athugið! Er kominn raki eda móða á milli glerja? Fjarlægi móðu og raka á milli glerja á skjótan og auðveldan hátt, kem og skoða rúður og geri tilboð að kostnaðarlausu. Móðuhreinsunin - Sími 421-6903 Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. Sonphiröan á Suðurnesjum ■ tunnur eða pokar? Eins og fram kom í síðasta tölublaði Víkurfrétta hefur verið til urnræðu í sveitar- stjórnum á Suðurnesjum. tillaga stjórnar Sorpeyð- ingarstöðvar Suðurnesja (SS) um að breyta núver- andi sorphirðukerfi þannig að fjölnota plastílát (tunnur) yrðu notaðar í stað poka. A undanfömum ámm hefur mikil umræða farið fram um sorphirðu og sorpeyðingarmál á vegum stjómar SS með það að markmiði að bæta allar aðferðir í eyðingu og meðferð sorpsá svæðinu. Með aukinni umhverfísvitund almennings og stjómvalda er sífellt verið að leita leiða til að draga úr myndun sorps og endumýta/endurvinna það sem hægt er. Ekki má heldur vanmeta kostnaðarþáttinn. Það hlut- verk okkar sem vinnum að opinberri þjónustu draga úr kostnaði og auka gæði þjónustunnar. Fyrir nokkrum ámm var gerð áætlun um að breyta sorp- hirðunni þannig að tunnur yrðu notaðar í stað poka. Ekki náðist þó fram sú breyt- ing nema að Grindvíkingar breyttu kerfinu hjá sér 1994. Var að hálfu stjómar S.S. litið á það sem góða tilraun í þessu efni. Sú breyting hefur gengið mjög vel að sögn bæjaryfir- valda og almenn ánægja hjá íbúum. Helstu rökin fyrir þessari brevtingu eru að tunnu- kerfið er: Umhverfisvænni lausn - minna sorp (pokar em einnota umbúðir). ódýrari lausn (10 - 15% spamaður af sorphirðukostn- aði - pokakaup og brennslu- tími). Kvartanir minnka (algengasta umkvöitunarefni er að poka vantar). Minni slysahætta við soip- hirðu. Þegar rætt er um að það sé umhverfisvænna að nota tunnur í stað poka er átt við að pokamir em einnota og auka því myndun sorps og tekur það um 1 % af afköstum stöðvarinnar að brenna þeim. Það er sami tími á einu ári og tekur að brenna 100 tonnum af heimilissorpi. Annar kostnaður sem sparast em pokakaup. Þau nema um 5 milljónum króna á ári. A móti kemur fjárfesting í tunnum en gert er ráð fyrir að SS eða sveitarfélögin leggi þær til og afskrifi þærá lOárum. Vai'ðandi sorpsöfiiuna sjálfa em skiptar skoðanir á hvort að hún sé tímafrekari með tunn- um en pokum. Nýafstaðið útboð í Kópavogi þar sem báðir möguleikamir vom gefnir, sýndi að svo þaif ekki að vera. Tilboð sumra verk- bjóðenda vom svipuð hvor aðferðin yrði notuð. Að okkar mati er spamaðurinn við þessa breytingu um 3 -4 milljónir á ári fyrir sveitar- félögin. Helstu umkvörtunarefni við sorphirðuna hafa verið að vantað hefur poka. Einnig er á sumrin oft kvartað yfir því að sorpi sé safnað í hrúgur og fugl komist í pokana eða fok stafi af. Þessi óþægindi fyrir íbúana ættu að leggjast af. Helstu gallar gagnvart íbúunum em hinsvegar þeir að margir em með vandaðar sorpgeymslur sem þarf að breyta. Einnig geta verið þeir staðir til þar sem þessari breytingu verður ekki við komið að minnsta kosti ekki strax. Má þar nefna dreifðar byggðir, og hugsanlega einhver fjöl- býlishús. Má vel hugsa sér góðan aðlögunartíma að nýju kerfi. Allar bréytingar kosta einhver óþægindi en því fyrr sem við breytum aðferðinni því betra, þannig að nýbyggingar og þeir sem þurfa að endumýja eða lagfæra soipgeymslur myndu taka tillit til þeirra. Ég tek heilshugar undir ábendingar slökkviliðsstjóra um staðsetningu sorpfláta og nauðsyn þess að þær séu í samræmi við byggingar- og brunamálareglugerðir. Gæti þessi breyting einmitt stuðlað að heildarskoðun á staðsetn- ingu sorpíláta við íbúarhús og fyrirtæki. Nokkur af nágrannasveitar- félögum em að vinna að samskonar breytingum. Má þar nefna Kópavog, Bessastaðahrepp og Akranes. Tillaga stjómar SS um að breyta pokakerfi yfir í margnota plastflát er sett fram að vel athuguðu máli og er að hennar mati bæði umhverfis- vænni og ódýrari. FRETTAVAKT ALLAN SÓLARHIN 6INN í SÍMA 898 8888 MANI mMSKEIÐ MANA fyrir börn verða vikurnar; 14.-18. júlí, 21.-25. júlí og 28. júlí- 1. ágúst. Erum med sér unglinganámskeid á kvöldin, aldur 12 ára og eldri, einnig sér fullordinsnámskeid. Erum byrjuð ad skrá í allar vikurnar. Leiðbeinandi er Snorri Ólason. Skráning og upplýsingar ísíma 421-2030. KEFLAVÍK - SÍIVII Fimmtudag og föstudag kl.21.00 Anaconda Laugardag Lokað Sunnudag mánudag og þriðjudag kl. 21.00 The Relic Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.