Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.1997, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 10.07.1997, Blaðsíða 13
 FRETTIR Utgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319 AJgreiðsltt, ritsljórn ag a uglýs iiiffa r: Grumlarvegi 23 Njarftvík Hími 421 4717 fax 421 2777 Ritstjóri og ábm.: I’áll Krlilsson heimas.: 421 3707, GSM: 893 3717 Fré Itn s Ij ó ri: ilLIinar lira^i BáriSarHon GSM: 898 2222 Illaóatnaóiir: Dagný Gísladóttir liriinas.: 421 1404 A uglýs inga s I/ ó ri: Sigríóur Gnnnarsilóttir o lltlit, litgreining og ninbrot: Víkurfréttir elif. Filniurinna og prentnn: Stapaprent lií’. sími: 421 4388 Netjang: lihh@ok.is Stafram ú tgáJ'a: http://www.ok.is/vikiirfr Árný Herbertsdóttir Ijós- myndari úr Keflavík býr nú í fjallafaðmi Isafjarðar og rekur þar Ijósmynda- stofuna Myndás. Henni líkar vel þar vestra og finnst fjöllin bara notaleg. Hún flutti til Isafjarðar fyrir 10 árum síðan og hefur systir hennar Elínborg körfuknatt- leikskona úr Keflavík ný- verið fylgt í fótspor hennar en hún kenndi í vetur við Grunnskóla ísafjarðar. Þær eru dætur Bimu Zophaníasdóttur sem rekur verslunina Vouge í Keflavík og Herberts Ámasonar. Að sögn Ámýjar er tilveran ágæt á ísafirði og var hún ánægð með tilkomu nýn-ar Samkaupsverslunar í bæinn og sagði hana lífga upp á miðbæjarlífið sem hafi látið á sjá. En er Ámý ekki alltaf á skíðum á vetuma eins og allir aðrir ísfirðingar? „Eg reyndi það nú einu sinni en datt á hausinn svo ég ákvað að fara í hesta- mennskuna í staðinn", segir Ámý og hlær., J>að er svo til nýbyrjað hjá mér og reynist erfitt því eins og skilja má er lítið um láglendi til útreiða. Það vantar þetta keflvíska láglendi". Ámý er gift Snorra Grímssyni sem er Isfirðingur í húð og hár. Hann starfar í Áfengis- og tóbaksverslun Isfirðinga og saman eiga þau synina Herbert, Grím og Yngva. Þeir fara allir á skíði með pappa sínum á vetuma á meðan Amý lætur sér nægja hestana. Ámý segist þó sakna sólar- innar á vetuma. , J>að er notalegt að hafa hana þegar að maður kemur heim til Keflavíkur“, segir hún. „Annars er hér sérstök hefð á ísafirði sem við köllum sólarkaffi. Þá bökum við pönnukökur í desember og höfum það notalegt til þess að fagna sólinni". Færð þú aldrei innilokunartil- finningu á milli allra fjall- anna, sértaklega þegar haft er í huga að þú er uppalin í flatlendinu í Keflavík? „Nei, það eina sent hefur haft einhver áhrif á mig hér er skammdegið. Janúar er erfiður mörgum og þá sérstaklega aðfluttu fólki. Hér er töluvert af fólki frá Suðumesjum eða 12-15 manns en þó höfum við ekki haft rænu á því að halda hópinn. Sumu fólki líkar ekki vel héma og fer aftur". Eru Isfirðirðingar duglegir að láta mynda sig? , Já þeir em það eins og flestir aðrir. Það er nóg að gera á stofunni og hef ég mjög gaman af þeirri vinnu“, segir Ámý sem er ósköp ánægð yfir því að starfa og búa á ísafirði. Það var mikið fjör í .lónsmessumóti (íollklúbbs Suðurnesja sein haldið var í Leirunni rétt fyrir sjálfa Jónsmessuna. Friðjón Þorleifsson og hans fólk í veitingasölunni í samvinnu við Grolsch umboðið gril- luðu og buðu upp á léttar veigar í fljótandi formi. Eitthundrað og sextán manns léku golf í góðu veðri þar sem vanir og óvanir kvlfingar voru saman í liðuni. Að loknum mörgum höggum var grillað og slegið á létta strengi í golf- skálanum. Verðlaunahafar í Jónsmessumóti GS. Boðið i/ar upp ó léttar veitingar í fljótandi formi. Hér sjáum við formanninn með nokkrum þyrstum kylfingum... SvartSíyJflíÉfi Svona á að kveða niður drauga! í kjölfar beinafundar að Kirkjubóli á dögunum heyrð- um við hér á blaðinu sögu að því hvemig draugagangur í og við kirkjugarðinn hafði verði kveðinn niður. Draugagangur var víst tíður á þessum stað og gengu margir aftur. Það var hins vegar stöðvað þannig að grafirnar voru opnaðar, höfuðið tekið af búk þess sem gekk aftur og nefinu stungið í óæðri endann á búknum. Þá hætti allur draugagangur. Það hafa sem sagt verið fram- taksamir draugabanar í „Sand- gerði" á miðöldum. Víkurfréttir 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.