Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.1997, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 10.07.1997, Blaðsíða 8
Þrettán ára telpa í Keflavík, Halldára Sigfúsdáttir, á leið í nýmaígræðslu: Tíkin Tinna og Halldóra erumikid saman og fórvel á með þeimþegar Ijósmyndarinn mundaði myndavélina. L. v V. . ..' t hún sæist ekki. Það varekkert óeðlilegt við það að þeir sáu ekki þvagblöðruna en niaður veltir því fyrir sér hvort að þeir hati ekkert viljað segja”, segir Ingibjörg. Nátiúran tekur FEILSPOR „Það er bara náttúran sem tekur þama eitthvert feilspor”, bætir Sigfús við. Hverju mun jressi aðgerð breyta fyrir Halldóm? „Hún mun þurfa minna af lyfj- um og blóðið hreinsast eðlilega eins og hjá okkur. En hún þarf að vera á lyfjunt til að fyrir- byggja höfnun. Hún hefur alla tíð verið á lytjum. Fyrst á fúkkalyfjum til að fyrirbyggja þvagfærasýkingar en síðan hef- ur þetta smáaukist eftir því sem nýmastarfsemin hefur minnkað og er þetta orðinn fastur liður”, segja foreldrar Halldóm og sýna töfluhulstur hennar sem geymir dagskammtinn, 29 töfl- ur. Að sögn Ingibjargar og Sigfús- ar getur gengið misjafnlega að fá nýra en ným frá nánum ætt- ingjum reynast oft vel og em þau mjög heppin því frækna Halldóru hentar ntjög vel sem gjafi. Hefur Halldóra einhvem tím- ann verið í lífshættu? ,Já í raun [tegar hún var yngri og var að fá sýkingar í blóðið. Ef hún hefði ekki farið tímanle- ga í lyfjagjöfina þá hefði hún hugsanlega ekki getað lifað það af'. Halldóm gengur vel í skóla og er uppáhaldsfag hetinar mynd- mennt. Hún segist nokkuð leið á sjúkrahúsvistunum en stundum tekur hún skólabækumar með. „En ég les samt lítið”, segir Halldóra enda erfitt að komast í námsstuð á spítalanum. Fötlun Halldóm hefur ekki aftr- að henni frá því að stunda íþróttir og í sumar hefur hún verið að passa frænku sína Jó- hönnu Söru sem er dóttir Dag- bjartar. Halldóra fermdist í árog var hún f þjóðbúningi sem er að hluta til frá langömmu henn- ar.„Eg var rosalega fegin þegar að fermingarveislan var búin því ég var orðin svo þreytt eftir daginn". segir Halldóra og brosir. Hún segist lesa mikið þegar hún kemst í góðar og spennandi bækur en einnig hefur hún gantan af tölvum, góðum þáttum og myndum í sjónvarpinu auk þess sem hún hlustar ntikið á tónlist. Lærir að lifa MEÐ HENNI Halldóra segist ekki hugsa mik- ið um íotlun sína heldur hafi hún lært að lifa með henni. Hún segist ekki vita hvað muni breytast eftir aðgerðina. Sigfús segir að það hafi verið jreim ofarlega í huga allan tím- Halldóra Brvndís Sigfúsdóttir er 13 ára göniul stúlka úr Keflavík sem brátt nnin fara í nýrnaígræðslu til Bandaríkj- anna. Að meðaltali fer einn íslend- ingur á ári í slíka aðgerð sem er nokkuð sjaldgæf. Víkurfréttir ræddu við for- eldra hennar unt veikindi hennar og |)á erfiðleika sent eru santfara því að að ferðast með barn sitt erlendis í slíka aðgerð. Halldóra er dóttir hjónanna Sig- fúsar Sigfússonar sem er flakari hjá Fiskval og Ingibjargar Magnúsdóttur sjúkraliða við Sjúkrahús Suðumesja. Bróðir hennar Sigfús Axljörð er tveim- ur árum eldri en Halldóra og tfldn Tinna býr með þeim í Heiðarholti í Keflavík. Halldóra fæddist mjög fötluð og hefur hún marga galla sem ekki sjást berlega. Hún hefur aðeins eitt nýra og að sögn for- j eldra hennar kom það fljótlega í ljós að hún myndi þurfa nýma- ígræðslu í framtíðinni. Hægt að lifa góðu LÍFI MEÐ EITT NÝRA Að sögn foreldra Halldóm varð það ljóst í fyrrasumar að hún myndi fljótlega þurfa nýma- ígræðslu. Móðir Halldóm hugð- ist gefa henni nýra. „Eg fór í rannsóknir þar sem ég er í sama blóðflokki og Hall- dóra og kom það í Ijós að ég væri mjög hentugur gjafi fyrir hana. Seinna þ.e.a.s. í sumar fengum við svo að vita að dæmið gengi ekki upp með mig sem gjafa. Því mun systir mín sem er í sama blóðflokki og við mæðgunar gefa henni annað nýra sitf‘, segir Ingibjörg og bætir því við að margir lifa góðu lífi með eitt nýra og séu jress mörg dæmi. Nýra Halldóru verður fjarlægt á næstu dögum á Landspítalanum í Reykjavík og er áætlað að hún fái nýtt nýraý ágúst 4 eða 6 vik- um seinna. Á meðan þarf hún að fara í blóðskilun til Reykja- víkur. j Fötlun Halldóru er mjög víðtæk og sjaldgæf og hefur þess vegna reynst erfitt að finna einhvem einn flokk sem henni hentar innan kerfisins. T.d. er hún í hóp með bömum með klofinn hrygg á Greiningastöð ríkisins því þar þótti fólki hún eiga sitt- hvað sameiginlegt með þeim. Það em fá tilfelli skráð sem em svipuð liennar og ekkert er í raun eins. Að sögn foreldra hennar hefur fötlun Halldóm verið nokkur þrautaganga hennar líf. Hún hefur dvalist lengi á sjúkrahús- um og farið í margar aðgerðir. Einnig hefur hún verið undir miklu eftirliti eftir að nýrað fór að gefa sig meira. Segja þau starfsfólk á bamadeild 13E Landspítalans hafa hjálpað henni vel og gert allt sent það hefur getað fyrir hana. Engir fordómar Vom veikindi Halldóm erfiðari |)egar hún var bam? „Já vissulega. Þegar hún var komabam var oft mjög erfitt að átta sig á hennar veikindum og þeim einkennum sem þeim fyl- gdu. En með tímanum lærðum við á þau og í dag má segja að við séum orðin nokkurs konar sérífæðingar í hennar málum", segir Ingibjörg. „Félagslega var vel tekið á hennar fötlun þegar hún byrjaði í skóla og var skólasystkinum hennar gerð grein fyrir fötlun hennar. Þegar þau þekkja fötlunina og sjá hana þá hverfa fordómamir. Skólaganga hennar hefur geng- ið vel og hefur hún getað stund- að skóla og íþróttir", segir Sig- fús. Halldóra hefur gaman af því að fara í sund og hefur hún ekki séð neina ástæðu til þess að nota sérstakan búningsklefa sem er m.a. ætlaður fötluðum. Heldur þykir henni alveg sjálf- sagt að nota þá aðstöðu sem all- ir aðrir nota. Sú spuming vaknar af hverju slík fötlun gerist? „Það vom gerðar ótal rannsókn- ir til þess að finna einhverjar ástæður og meðal annars var útilokað að um erfðagalla væri að ræða. Okkur var tjáð af læknum að sennilega hefði eitt- hvað farið úrskeiðis á 3 eða 4 mánuði meðgöngunnar". Þegar Halldóra fæðist er foreldrum hennar tjáð að aðeins sé vitað um 3 tilfelli í heiminum sem væru eitthvað lík fötlun hennar. „Eg man eftir því að í eitt skipti þegar ég fór í sónar skoðuðu læknamir mig í um það bil klukkustund þar sem þeir leit- uðu að þvagblöðrunni. Þeir fundu hana ekki og ályktuðu að hún hlyti að liggja þannig að 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.