Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 10.07.1997, Blaðsíða 15
Þjálfari frá Chicago Bulls með námskeið Keflavík Einn þekktasti körfuknattleiks- þjálfari sem kom- ið hefur ltingað til lands, Tex Winter, sóknarþjálfari Chicago Bulls verður með fyrir- lestur á Glóðinni á föstudag. „Það er mikill fengur að fá svo þekktan þjálfara hingað til lands. Hann mæt- ir örugglega með mikinn fróðleik fyrir okkur“, sagði Tómas Tómasson, um- boðsmaður en hann stendur fyr- ir komu Tex hingað til lands. Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari sigurliðs Keflavíkur segir að þetta sé einstakt tækifæri að fá svo kunnan þjálfara hingað. „Ef það hefði verið hægt að fá flug- ferðir hingað til lands er Ijóst að það hefði verið hægt að setja upp námskeið hér sem körfu- boltafólk frá öðrum löndum hefði sótt hingað til Islands", segir Sigurður og bætti við: „Körfuboltafólk má hreinlega ekki missa af þessu". Fyrirlestur Tex hefst á Glóðinni kl. 15 á morgun, föstudag. Alaug- ardag verður fyr- irlesturinn í Iþróttahúsi Kefla- víkur frá kl. 9.00 til 18.00. Á sunnudag verður námskeiðið svo á Glóðinni kl. 9.00- 12.00. Á meðal þess sem Tex mun fjalla um er „Triangle offence" (Þrfhyrn- ingssóknin) og hugmyndafræð- ina á bak við hana. Auk þess mun hann tala vítt og breytt um körfuknattleik og svara fróð- leiksfúsum þjálfumm og áhuga- mönnum um körfuknattleik. Tex er hugmyndasmiður á bak- við þríhyrningssóknina sem hann leiddi inn í leik Chicago ári áður en liðið vann sinn fyrsta NBA titil árið 1990. Liðið sigrað tjómm sinnum á síðustu sex árum. Tex var ráðinn til Chicago árið 1989 og er enn í fullu tjöri þó hann sé orðinn 75 ára gamall. Keflvíkingar voru áttaviltir á Skaganum en ekki gegn Fram í 16 liða bikarúrslitum. Þeir leika gegn Val íkvöld í 8 lida bikarúrslitum. Landsmót UMFÍ í Borgarnesi: Besti árangur Keflavíkur síðan 1984 Ekki smeykur með MiaMið -sagði Sigurður Björgvinsson eftir fyrsta tap Keflvíkinga á tíma- bilinu. Stórleikur á Hlíðarenda í kvöld i 8 liða úrslitum. Keflvíkingar voru áberandi á Landsmóti UMFÍ í Borgamesi um sl.helgi. Keflvíkingar lentu í 4. sæti í heildarstigakeppninni sem er besti árangur félagsins frá upphafi en árið 1984 lenti Keflavík einnig í 4. sæti. Eydís Konráðsdóttir náði besta árangri sundkvenna á mótinu og Keflavfkurdeildin var jafhffamt stigahæst en sigur vannst í tíu greinum af tuttugu auk þess sem sundfólk frá Keflavík var nokkmm sinnum í 2. og 3. sæti. Njarðvíkingar sigmðu í körfu- boltakeppninni og lögðu granna sfna úr Grindavík í úrslitum með eins stigs mun 98:97. Keflavíkurstúlkur komu á óvart í handboltanum og veittu Stjömustúlkum, deildarmeistur- j unt síðasta árs í 1. deildinni, harða keppni í úrslitaleiknum. j Njarðvík varð í 3. sæti í golf- keppninni sem haldin var í fyrs- ta skipti og Keflavík varð í 3. sæti í fimleikunum. Leiðindamál kom upp á mótinu þegar Grindvíkingum var vísað j af svæðinu vegna ölvunar og óspekta á tjaldsvæðinu. „Það er vissulega erfitt að halda einbeitingu í svo langan tíma en ég er ekki smeykur með framhaldið. Strákarnir vilja vinna og eru tapsárir. Það er góðs viti“, sagði Sigurður Björgvinsson, annar þjálfari Keflavíkur eftir fyrsta tap liðsins á tímabilinu. Skagamenn voru fyrstir til að leggja Keflavík og lokatölur urðu 3:0 á Skiptaskaga. Keflvíkingar fengu á sig slysamark snemma í leiknum og svo skoraði Arnar Gunnlaugsson úr vítaspyrnu þegar 2 mín. voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Á íyrstu mín. síðari hálfleiks sko- ruðu Skagamenn þriðja mark sitt. Það sem eftir lifði leiks voru heimamenn nærri því að skora fleiri mörk en topplið Keflavíkur að minnka muninn. Guðmundur Steinarsson átti besta tækifæri Keflavíkur þegar hann átti gott skot úr aukaspyr- nu en Þórður markvörður IA varði meistaralega. Ketlavík leikur í 8 liða úrslitum Coca Cola bikarkeppninnar gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Eins og ég hef sagt áður eru bikarleikir öðruvísi en deildar- leikir, - upp á lif og dauða. Við komum með því hugarfari í kvöld", sagði Sigurður. Grindvíkingar óheppnir Grindvfkingar gerðu jafntefli við Skallagrímsmenn í Sjóvá- Almennra deildinni í Grindavík sl. sunnudag. Bæði lið gerðu eitt mark og skoraði Sinisa Kekic mark UMFG snemma í síðari hálfleik.. Grindvíkingar voru betri aðilinn í leiknum og hefðu átt að trygg- ja sér sigur á lokamínútunum þegar Kekic komst í dauðafæri. Hann lék ámarkvörðinn en Borgnesingar björguðu á línu og sluppu nteð skrekkinn. Islandsbanka- og Spanisjóðshjónin unnu Landsbankabikarínn Hjónin Jón Ólafur Jónsson og Guðbjörg Gunnarsdóttir sigruðu í Landsbankatvímenningi sem haldinn var á Hólntsvelli í Leiru nýlega. Svo skemmtilega vill til að þau hjón, Jón Ólafur og Guðbjörg eru bankastarfsmenn þó ekki starfi þau í Landsbanka. Hann starfar í Islandsbanka og hún í Sparisjóðnum. Það er því hægt að segja að þau hafi sameinast um að yfirtaka Landsbankann. Þau fengu 47 punkta en sama punktafjölda náðu bræðumir Albert og Hólntgeir Hólmgeirssynir og „tengda“-feðgamir Kristján Björgvinsson og Sigurður Albertsson. Sannkallað fjölskyldumót við verðlaunaathendingu- na. Þau Jón Ólafur og Guðbjörg voru með betri árangur en hin pörin á síðustu holunum sem gaf þeim efsta sætið. Guðjón Sigurðsson úr Landsbankanum kom ekki aðeins til að afhenda verðlaunin heldur tók hann sig til og mætti fyrstur á teig til að vera kylfusveinn fyrir Lúðvík Gunnarsson. Hann varð ekki fyrir von- brigðunt því Lúlli lék ágætis golf og veðrið lék við kylfinga. unglinganám- skeið í golfi fyrir 6-12 ára hefst nk. mánudag. nánari upplýsingar og skráning í golfskálanum í Leiru, sími 421 4100. Golfskóli Sigurðar Sigurðssonar Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.