Víkurfréttir - 29.10.1997, Síða 27
Keflvikingar og Njarðvikingar
Eggjabikarsins
i
Lið Reyknesbæinga tryggðu
sér um síðustu helgi sæti í 4
liða úrslitum Eggjabikarsins.
Keflvíkingar sigruðu í báðum
leikjum sínum gegn ísfirðing-
um. Sigur vannst á útivelli
- 81-84 þar sem bakverðimir
skoruðu 69 af 84 stigum liðs-
ins. Tryggði Falur Harðar
þeim sigurinn með 4 vítum á
lokamínútunni. Stigahæstir
voru Falur með 31 stig og
Guðjón 19. A heimavelli
sigruðu Keflvíkingar 84-72 í
miklum áfallaleik því Banda-
ríkjamenn beggja liða voru
reknir í bað í kjölfar ryskinga
innan vallar. Þá meiddist
Birgir Ö. Birgis undir lok
leiksins. Falur var stigahæstur
eins og í fyrri leiknum með 25
en vert er að geta frammi-
stöðu nýliðans Fannars Ólafs-
sonar sem skoraði 13 stig og
tók 8 fráköst í fjarveru Ding-
les og Birgis.
Lína leikjanna: Falur Harðar-
son, 56 stig, 12 stoðsendingar
og 3 stolnir boltar.
Njarðvfkingar töpuðu fyrir
Hafnfírðingum á útivelli 74-
70. Eftir jafnan fyrri hálfleik
áttu Njarðvíkingar á brattann
að sækja í seinni hálfleik og
töldust heppnir að halda mun-
inum í lágmarki. Stigahæstir
voru Dalon með 29 og Friðrik
19. I Njarðvík reyndist vöm
Njarðvfkinga of sterk fyrir
Hauka sem gáfu eftir í seinni
hálfleik enda með alla lykil-
menn í villuvandræðum.
Sóknarleikur heimamanna
skilaði þó aðeins 77 stigum en
vömin leyfði aðeins 64. Teit-
ur Örlygs var með 23, Örvar
17 en Dalon og Páll 12 hvor.
Lína leikjanna: Dalon Bynum
40 stig, 30 fráköst, 3
stoðsendingar og 5 stolnir
boltar.
Sauðkræklingar tóku Grind-
víkinga í gegn á Sauðarkróki
og unnu 88-68. Pétur Guð-
mundsson, fyrirliði Grindvík-
J.ólTannes Kriséjömsson
inga, sagði sína með ekki hafa
mætt með rétt hugarfar í leik-
inn og úrslitin eftir því. Rúnar
Sævarsson var frískastur
Grindvíkinga en D.J Wilson
skoraði mest 25 stig. Grind-
víkingum tókst næstum hið
ómögulega á heimavelli er
þeim tókst að vinna upp tutt-
ugu stiga forskot Sauðkræk-
linga frá þvf í fyrri leiknum
96-76. Allt púður var úr
skyttum Grindvíkinga í fram-
lengingunni enda Helgi, Wil-
son, Pétur famir af velli með 5
villur og Unndór Sigurðsson
meiddur. Lauk leiknum 106-
100 og fögnuðu Sauðkræk-
lingar fyrstu ferð sinni í úr-
slitaleiki Eggjabikarsins. Lína
leikjanna: Torrey John, 72
stig og 20 fráköst.
Urslit Eggjabikarsins verða
helgina 13-15 nóvember.
Leika Keflvíkingar gegn KR-
ingum og Njarðvíkingar gegn
Sauðkræklingum á fimmtu-
dagskvöldi en úrslitaleikurinn
verður síðan á laugardag.
Næstu leikir í DHL-deildinni
I kvöld fá Grindvíkingar
Damon Johnsson og félaga úr
IA í heimsókn en Njarðvík-
ingar heimsækja Valsmenn að
Hlíðarenda.
Annað kvöld heimsækja Kefl-
víkingar hið geysisterka lið
Sauðkræklinga.
Tveir Islandsmeistarar í snóker
Snókerleikarar af Suður-
nesjum voru í eldlínunni í
Islandsmótinu um sfðustu
helgi en þá urðu jreir Jón
Ingi Ægisson og Jón Örvar
Arason íslandsmeistarar. Jón
Ingi sigraði í 1. flokki og
Jón Örvar í 2. flokki.
Snókerinn er í fullu gangi í
Keflavík og Kristján
Kristjánsson sigraði í sjötta
ásamótinu en hann lagði
Guðmund Stefánsson í
úrslitaviðureign 3:2.
Jón Ingi og Kristján eru
efstir og jafnir í stigakepp-
ninni með 350 stig.
Keílavíkurstúlkur
töpuðu toppslagnum
Keflvíkingar töpuðu toppslag deildarinnar er þær heimsóttu
KR-inga síðastliðinn miðvikudag. Leikurinn var æsispenn-
andi og bauð upp á frábær tilþrif beggja liða. Eins og oft í
slíkum leikjum ráðast úrslitin af síðasta skotinu og það var
Vesturbæinga að þessu sinni. Suðumesjastúlkumar sýndu
frábæra baráttu og eiga allar hrós skilið fyrir góða skemmt-
un. Ef að líkum lætur láta Keflavíkurstúlkur sóknarvillu á
síðustu sekúndunum ekki ráða úrslitum er KR-ingar koma í
heimsókn næst. Stigahæstar voru Erla Reynis með 19.
Kristín Blöndal og Anna Man'a skoruðu 12 hvor.
Njarðvíkingar með nýjan Kana í sigtinu
Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFN og þjálfari liðsins
ákváðu í gær að reka Dalom Bynum. Að sögn Friðrik Rún-
arssonar, þjálfara, |jótti Dalon ekki standa sig sem skildi og
vera búinn að missa traust leikmanna og því hafi ekki verið
stætt á öðm en að láta hann fara. Njarðvíkingar hafa ekki
setið með hendur í skauti heldur hafa jteir haft samband við
og vonast til að ná samningi við nýjan bandarískan leik-
mann, Petey Sessoms, sem er 197 cm, 95 kg blökkumaður
sem lék sinn háskólaferil með Old Dominion háskólanum.
Til gamans má geta að Sessoms jressi lék í sumar með sama
liði og hinn skemmtilegi leikmaður Hauka Sherrick Simpson
og skilaði síst verri tölulegum staðreyndum.
Framfarir í dómaramálum
Bandaríkjamennimir Dana Dingle og David Bevis sem vom
reknir af leikvelli í leik liðanna í Eggjabikamum vom ekki
dæmdir í leikbann af aganefnd KKI. Eftir að hafa skoðað
atburðinn á myndbandi kom í Ijós að brot |xún'a verðskuld-
uðu ekki leikbann.
Óvíst með Birgi
Birgir Öm Birgisson. einn lykilmanna Keflvíkinga, fékk
rnikið höfuðhögg í leiknum gegn ísflrðingum og þurfti að
eyða nóttinni á Sjúkrahúsi Keflavíkur með heilahristing.
Ekki er útséð með hvort Birgir getur leikið nteð liðinu á
föstudag gegn Sauðkræklingum en hann hefur ekkert getað
æft síðan hann meiddist.
Snókerstofan Grófinni S Keflavík
Opii alla daga frá kl, 11.30 til 23.30,
^némkó^
°3 fottasir é liixHnui
TILBOD OG AFSLÆTTIR
HAUSTDÖGUM!!!!!
Víkuifréttir
27