Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 07.10.1999, Qupperneq 17

Víkurfréttir - 07.10.1999, Qupperneq 17
g í efstu deild á íslandi: vantaði dómara og því ákváð ég að taka dómarapróf sem ég gerði 1984 og var ég farinn að dæma í yngri flokkunum síð- asta tímabilið. 1988 tók ég landsdómarapróf og var út- nefndur haustið 1989 til dóm- gæslu í efstu deild. I efstu deild dæmdi ég tímabilin 1990, 1991 og 1992 en eftir það hef ég einungis verið línuvörður í efstu deild og dæmt í næstefstu deild. Það vill svo til að í kjölfar Heims- meistarakeppninnar 1990 urðu miklar umræður um að sérhæfa dómarastörfm í aðal- dómara og línuverði því þar kom í ljós að langflestir aðal- dómaramir voru slakir á lín- unni. KSÍ tilnefndi mig til FIFA 1993 sem línuvörð á al- þjóðavettvangi og ári síðar var staðan skilgreind sem aðstoð- ardómari." Eftirlaunaaldur dómara 45 ár „Frá 1993 hef ég dæmt meira en þrjátíu alþjóðlega leiki í líklegast milli 15-20 þjóð- löndum auk vináttulandsleikja hér heima. Hjá FIFA gildir sú regla að dómarar og aðstoðar- dómarar hætta störfum 45 ára gamlir og þar sem ég næ þeim áfanga í nóvember ákváð ég síðastliðið vor að þetta tímabil yrði einnig mitt síðasta í efstu deild hérlendis. Þetta tilkynnti ég á dómaraþinginu í vor og var mjög ánægjulegt að fá að ljúka ferlinum á bikarúrslita- leik á Laugardalsvellinum, hápunkti tímabilsins." Deildarstjóri fíknefna- deildarinnar í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar Það eru ekki aðeins í knatt- spymunni sem hlutimir eru að breytast hjá Kára því 1. sept- ember síðstliðinn tók hann við sem deildarstjóri fíkniefna- deildar Tollgæslunnar í Kefla- víkurflugvelli en hjá tollinum hefur Kári starfað síðan 1977. „Eg hóf störf í afleysingum 1977 og urðu starfsárin 22 samtals þann 1. júlí síðastlið- inn. Það er mjög ánægjulegt að geta tekið þátt í að efla fíknefnaeftirlitið á þessum tímapunkti. I deildinni em nú 7 starfsmenn þar af tveir sér- hæfðir með fíkniefnaleitar- hunda og vonir standa til að hægt verði að efla eftirlitið enn frekar. Þá hefur gott sam- starf við aðrar stofnanir hér- lendis sem erlendis verið auk- ið og vonir standa til að Schengen samstarfið gefi auk- in tækifæri til alþjóðlegrar samvinnu í baráttunni gegn fíkniefnunum." Hve gott er fíkniefnaeftirlitiö í Flugstöðinni? „Það er alltaf erfitt að meta svona störf og oft talað um að við náum aðeins um 5% þeir- ra fíkniefna sem til landsins berast. Almenningur hengir sig oftast á það sem sjáanlegt er og gleymir því að stærstur hluti starfsins er unnin á bak- við tjöldin. Við em á vaktinni 24 klst. á sólarhring, 365 daga á ári og að baki einu fíkni- efnamáli liggur oft margra mánaða vinna. Flutningsleiðimar til íslands eru margar en samvinnan á milli eftirlitsaðila hérlendis mjög góð. Eg vona að ráða- menn þjóðarinnar geri alvöm úr loforðum sínum um aukið fjármagn og herta baráttu gegn fíkniefnadraugnum. Nýtilkomin stórfundir fíkni- efna hljóta að sýna öllum hve mikil alvara er á ferðinni í vímuvandanum." Mikill Keflvíkingur í mér Er Kári Gunnlaugsson þá að hverfa af vettvangi íþróttanna fyrir fullt og allt? „Dómaraskírteinið er þó enn gott og gilt og aldrei að vita hvað ég geri fyrir félag mitt. Eg er mikill Keflvíkingur í mér, meiri en margur inn- fæddur, og finnst alltof fáir fyrrverandi leikmenn leggja sig fram fyrir félagið eftir að ferlinum lýkur. Eg er stoltur af því að hafa verið formaður KFK við sameiningu íþrótta- félaganna sex í Keflavík 30. júnf 1994 og að hafa verið í aðalstjórn Keflavíkur síðan, sem ritari, gjaldkeri og nú sem varaformaður." Viðtal: JAK Myndir: JAK o úr einkasafni „Eins og hjá mörgum knattspyrnumönnum hófst ferillinn í fremstu víglínu og endaði í þeirri öftustu.„“ 7 6 liða úrslit Keflavik - Stjarnan íþróttahúsinu Keflavík sunnudaginn lO. okt. kl. 20 fEvrópukeppni félagsliða Korac-cup ÍRB - Huima (Finnland) midvikudaginn 13. október. kl. 20 I íþróttahúsinu í Keflavík. Lichtenstein i mars 99. Þama má sjá marga fræga kappa ú portugalska landsliðinu, t.d. Viktor Baija markvörð. Cuto, Figo, Rui Costa, Pintoogfl,. V íkuifréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.