Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 29.10.1999, Síða 6

Víkurfréttir - 29.10.1999, Síða 6
SUÐURNES 250.000 gestir í ár! Aðsókn að Bláa lóninu liefur aukist um 50%, frá því í fyrra. Gert er ráð fyrir 240- 250 þúsund gestum í ár en þeir vom um 170 þúsund allt árið í fyrra. Veruleg veltuaukning Veltan hefur einnig aukist allvemlega. Hún var um 120 milljónir á síðasta ári en fer líklega yfir 200 milljónir á þessu ári. Hagnaður af starf- seminni á þessu ári verður sennilega enginn vegna mik- ils kostnaðar við uppbygg- ingu staðarins. íslendingum fjölgar íslendingum, sem venja komur sínar í Bláa lónið, hef- ur fjölgað eftir að baðstaður- inn var færður. I fyrra voru Islendingar aðeins fjórðung- ur gesta sem heimsóttu Bláa lónið en í ár em jreir um 40% gesta. Heilsuhótel Nú fer fram hagkvæmnisat- hugun á uppbyggingu og rekstri heilsulindarhótels í tengslum við Bláa lónið. Einnig er gert ráð fyrir að Bláa lónið verði miðstöð skoðunarferða á Suðumesj- um, þar sem jarðhitinn og nýting hans verður í for- gmnni. í dagl GRINDAVÍK Ásmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík: Tengsl vio Vitisengla könnuð Félagar úr liinuni þekktu skandinavísku vélhjólasani- tökuni Hells Angels eða Vítis- englum voru í Grindavík í sumar. Þar heimsóttu þeir télaga í MC FAFNER, sem er ísienskur vélltjólaklúhbur. Greint er frá heimsókninni í skandinavíska vélhjóla- blaðinu, ScanBike. A sama tíma og Vítisenglar voru í Grindavík kom upp fíkniefnamál í aðsetri Fáfnis- manna. Málið tengdist aðila sem bjó í húsi félagsins með tveimur bömum sínum. Sá aðili hefur yfirgefið svæðið. Talað var um tengls Vítisengla við málið en hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að svo væri ekki. Aðrar heimildir herma hins vegar að íbúar í Grindavík haft áhyggjur af starfsemi MC FAFNERS í bænum. A sjónvarpsstöðinni Skjá 1 í síðustu viku var greint frá heirn- sókn Vítisengla til Fáfnismanna og viðtal við Ingimund Magnússon upplýsingafulltrúa MC FAFNER. Hann vildi lítið tjá sig um heimsókn Vítis- englanna og þegar hann var spurður um hvernig fólk Vítisenglar væru, vísaði hann til kvikmynda þar sem mótorhjóla- maðurinn væri alltaf vondi kallinn. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að Ríkislögreglu- stjóri væri með til rannsóknar tengsl vélhjólaklúbbsins FC FAFNER í Grindavík og Hells Angels eða vítisengla á Norðurlöndunum. MC FAFNER í GRINDAVÍK Háhýsi ekkert vandamál Jónas I. Ragnarsson hefur sótt um byggingarleyfi til að reisa allt að 9 metra hátt stórhýsi í Grindavík með 20 íbúðum. Asmundur Jónsson, slökkvi- liðsstjóri Slökkviliðs Grinda- víkur, hefur ekki áhyggjur af því þó svo há bygging rísi í bænum með tilliti til hugsanlegra slökkvistarfa. „Eg sit í bygginganefnd Grindavíkur og tók þátt í að afgreiða umsóknina. Svona byggingar eru ekki byggðar í dag nema að uppfylltum mjög ströngum skilyrðum um eld- vamir. Á hverri hæð eru t.a.m. stútar fyrir brunaslöngur," sagði Ásmundur Jónsson í samtali við helgarblað Víkurfrétta. Ef að byggingu háhýsis verður í Grindavík er fyrirhugað að byggja húsið á lóð sem staðsett er í námunda við stjómsýsluhús Grindavíkur og yrði húsið staðsett milli Grindavíkurvegar og efra homs knattspymuvallar- ins í Grindavík. VF-MYND: HILMAR BRAGI

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.