Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 29.10.1999, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 29.10.1999, Blaðsíða 5
 KEFLAVÍKURVERKTAKAR KEFUWÍKURV SloinfuniJur „Það verða að sjálfsögðu ein- hverjar breytingar eins og eðlilegt er þegar ný stjórn tekur við nýju sameinuðu fyrirtæki“, sagði Bragi Pálsson, stjórnarformaður Keflavíkurverktaka hf. Stofnfundur hins nýja félags var í Stapa í síðustu viku og mættu 96% hluthafa á fundinn sem hlýtur að teljast met. Fyrir fundinn hafði verið verulegur titringur vegna kjörs í nýja stjórn. Tvær fylkingar buðu fram. Önnur undir forystu Braga Pálssonar en hin með Jón H. Jónsson í fararbroddi en Jón hefur verið forstjóri Keflavíkurverktaka sf. sem var „skrifstofu-bákn“ aðildarfé- laganna. Svo fór að Bragi og félagar fóru með sigur af hólmi í baráttunni um þetta risavaxna verk- takafyrirtæki sem verður það þriðja stærsta hér á landi eftir sameininguna. Með Braga í stjóm vom kjörin Sigurður Guðmundsson, Éinar Bjömsson, Guðrún Jakobsdóttir og Jóhann Benediktsson. Samkvæmt heimildum helgar- blaðs munu vera veruleg sær- indi hjá þeim hópi sem varð undir f kosningunni. Jón H. Jónsson sem hafði nýlega ákveðið að hætta og fengið við þau tímamót myndarlegan starfslokasamning kom mörg- Bragi Pálsson, nýr stjórnarformaöur Keflavíkurverktaka var á hressingargöngu um síðustu helgi. Hans og nýrrar stjórnar bíður nú stórt verkefni; að stýra sameinuðum Kefiavíkurverktökum ht. sem eru þriðja stærsta verktakafyrirtæki landsins. Jón H. Jónsson sem hafði nýiega ákveðið að hætta og fengið við þau tímamót myndarlegan starfs- lokasamning kom mörgum á óvart þegar hann ákvað að bjóða sig fram til stjórnarformanns í nýju fyrirtæki. um á óvart þegar hann ákvað að bjóða sig fram til stjómarfor- manns í nýju fyrirtæki. Bragi sagðist í samtali við helg- arblaðið ekki vilja koma í við- tal vegna þessara stóru tíma- móta 1 atvinnusögu Suðumesja. „Keflavíkurverktakar hafa reynt að forðast fjölmiðla í gegnum tíðina og ég ætla ekki að byrja á þvf að breyta því. Þetta er heldur ekki rétti tíminn til að fara ræða mörg mál sem engin ákvörðun hefur verið tekin um“. Nú eru mjög margir Suður- nesjamenn sem tengjast fyrír- tœkinu þar á rneðal tœplega 200 hluthafar, fjölskyldur þeirra sem og starfsmenn. Finnst þér ekki rétt að rœða við fjölmiðla um álierslur hjá nýrri stjórn í nýju fyrirtœki? „Ný stjóm er bara búin að hitt- ast einu sinni. Það verða engar kollsteypur til að byrja með þó svo Ijóst sé að skoða þarf ýmis mál“. Meðal breytinga sem heyrst hefur um er lagermál og launa- mál á skrifstofu. Þetta verði meðal fyrstu mála sem tekið verði á. Það hefur ekki dulist mörgum starfsmönnum, ann- arra en þeirra sem eru á skrif- stofunni, að launakostnaður þar hefur þótt mjög hár. Samkvæmt heimildum blaðsins verða launamálin tekin til skoðunar „án þess þó að menn verði settir á einhver hungurlaun“. í umræðu um íyrirtækið á þess- um tímamótum þykir mörgum skrýtið að menn sem hafa verið lengi tendir fyrirtækinu, jafnvel frá upphafi og margir komnir á sjötugsaldur eða yfir það séu kosnir í stjóm í fyrirtæki sem er að ganga inn í nýja öld. Einokun á vinnu fyrir banda- ríska herinn er að ljúka. Nú þarf að hafa fyrir hlutunum á „útboðsöld“. Því hafi það komið á óvart að enginn „spút- nikk" hafi átt að vera í fyrstu stjórn sameinaðra verktaka. Svarið við því er reyndar aug- ljóst. Stærstu hluthafamir vildu vera í henni og ónefndur hlut- hafi sagði að breyting gæti orð- ið strax í næstu stjóm. Þelta sé aðeins byrjunin og eðlilegt sé að stærstu hluthafarnir séu í fyrstu stjóminni. Suðumesjamenn binda miklar vonir við „nýja“ Keflavíkur- verktaka enda eiga margir allt sitt undir þeim, góð laun og trygga atvinnu. Það er spuming hvort þessi tvö atriði verði jafn áþreifanleg í náinni framtíð og þau hafa verið. Vonandi mun það þó verða.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.