Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 29.10.1999, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 29.10.1999, Blaðsíða 11
Leikarar Hafnarfjarðar- leikhússins tóku æiingu í saltflskvinnu fyrir undirbúning á verkinu Salka ástarsaga en það er ný leikgerð á Sölku Völku eftir Halldór Laxness. Leikararnir fengu að kynnast saltfisklífl í Vísi hf. í Grindavík. Hilmar Bragi ljósmyndari tók þessar myndir af Maríu Ellingsen og félögum hennar í verk- inu en hún fer með titil- hlutverkið. Salkan var frumsýnd um síðustu helgi. Lífogfjör í vinnslusal Vísis hf Leikarar í saltfiski! Oliver Twist frumsýndur á morgun Leikfélag Keflavíkur frum- sýnir laugardaginn 30. október söngleikinn Oliver eftir Lionel Bart. Hann er sem kunnugt er byggður á hinni þekktu sögu Charles Dickens um munaðarleys- ingjann Oliver Twist. Leik- stjóri er Þröstur Guð- bjartsson en tónlistarstjóri er Einar Örn Einarsson. Leikarar er 35 en alls koma hátt í 60 manns aö uppsetn- ingunni á einn eða annan hátt. Þetta er ein viðamesta sýning sem leikfélagið hefur sett upp. Með hlutverk Oli- vers fer Tinna Kristjánsdóttir, 15 ára Keflavíkurmær. Nú þegar er löngu uppselt á frumsýninguna, sem verður 30. október, en næstu sýning- ar verða sunnudaginn 31. október kl. 17:00, miðviku- daginn 3.nóvemberk kl.20:00 og fimmtudaginn 4. nóvem- ber kl. 20:00. Sýnt er í Frum- leikhúsinu Vesturbraut 17 Keflavík. -------------------------- Verðimrtín á öruggum slað Oryggisskápar fyrir heimili og fyrirtæki Margar gerðir Verðfrá kr. 26.500 Kaplahraun 1 • 220 Hafnarfjörður • sími 555 6600 • fax 555 6606 • e-mail: hob@hob.is • www.hob.is V________________________________________________________________________________________________________________ J

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.