Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 29.10.1999, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 29.10.1999, Blaðsíða 30
bíla FORMULA OFF ROAD mate\F.r hafa í farteskinu? „Þetta er allt öðru vísi en annar akstur, svona nokkurs konar ökuleikniskeppni í ófærð. Tor- færubflstjóri þarf að vera ákveðinn og dálítið kaldur, útsjónarsamur og fljótur að lesa brautimar. Svo þarf hann að þekkja bflinn sinn út í gegn og vita hvað má bjóða honum.“ Er mikil keppni og rígur á milli öku- mannanna? „Það er mikil keppni um sigur í hverju móti en ökumennimir samt yftrleitt mjög góðir félagar.“ Er stefnan sett á að hirða alla titlana á næsta tímabili? „Fyrst verður bflnum pússlað saman og hann snyrtur og snurfusaður. Þá hefst leitin að kostendum fyrir næsta sumar því án þeirra er þetta ekki hægt. Arrnars má ég alls ekki gleyma að þakka þeim sem standa mér næst. „Strákunum mínum“ í viðgerðarliðinu og mömmu og pabba sem hýsa torfæruskrímslið í skúmum hjá sér og eru mér stoð og stytta í þessum slag. Má í raun segja að þessir aðilar séu jafn- miklir keppendur í hverju móti og ég sjálfur." Ahugamönnum um torfæmr má benda á heimasíðu Gunnars sem Gjörby marg- miðlun á veg og vanda að. Slóðin er http ://www.trudur.com. Keflvíkingurinn Gunnar Gunnarsson varð á dögunum Heimsbikarmeistari í Formula Off-Road torfærukeppn- inni og er efstur í Islandsmótinu í sandspyrnu þegar ein umferð er eftir. Tímabilið var skemmtilegt en ekki ódýrt og Trúðurinn, eins og torfærubifreið Gunnars er jafnan köliuð, kostar sitt. , J>essi íþrótt væri ekki til án kostenda því eitt svona sumar kostar á milli 2-4 milljónir ef maður er heppinn, fer ekki margar veltur, brýtur ekki marga öxla og rústar ekki vélinni. Ef ekki væri fyrir BK-blikk í Sandgerði, Bílasprautun Suðurnesja, Einar og Merkiprent, Ingó í Langbest, Ásgeir í Aukaraf, Bílabúð Benna Vélsmiðju Suðumesja, Orku í Reykjavík, Samkaup og Hársnyrtistofuna Okkar, sem sá til þess að rauða strýið var alltaf vel til haft, þá hefði ég ekki getað tekið þátt í þessu ævintýri í sumar.“ Hvers vegna varstu á annað borð að leggja limina, iítið og budduna í þetta? ,J>etta var búið að vera draumur í mörg ár. Ég hef fylgst með torfæmnni næstum öll þau 23 ár sem keppt hefur verið. Vann við að útbúa brautimar sem strákur og var svo dómari í 2 ár. Fyrir síðasta tímabil bauðst mér góður bfll frá Akureyri, á viðráðan- legu verði, og mat það þannig að það væri nú eða aldrei að taka þátt.“ Hvað þarf góður torfærubílstjóri að Sendu okkur myndir og við sýnum þær heiminum! ISLAND X Á heimssýningunni í Hannover árið 2000 verður myndum af Islendingum varpað á vegg í íslenska sýningarskálanum. Vertu með! Þú setur þær myndir sem þú vilt leggja fram i umslagið sem þú fékkst sent heim, leggur það i næsta póstkassa og íslandspóstur sér um að koma því á áfangastað. Auka umslög eru á afgreiðslustöðum Islandspósts og Kodak Express um allt land. Ef þú vilt síður missa myndirnar getur þú fengið afritun af filmunum þinum hjá framköllunarþjónustu Kodak Express þér að kostnaðarlausu. Lukkuleikur! Allar merktar myndir fara í sérstakan verðlaunapott þar sem sendandinn á kost á því að vinna tvo miða á Expo 2000 i boði Flugleiða. Expo 2000 - heimsmynd í aldarlok Freyr fær styrk frá KSÍ Freyr Sverrisson, knattspyrnu- þjálfari yngri flokka hjá Ungmennafélagi Njarðvíkur fékk styrk að upphæð kr. 50 þús. úr Verkefnasjóði ISI. Freyr fær styrkinn til að kynna sér þjálfun barna og unginga í knattspymu á Bretlandseyjum og sagði hann að ferðinni væri heitið til þriggja liða, stórliðanna Liverpool og Celtic og síðan til enska smáliðsins Reading en það er styrkt af enska knattspyrnu- sambandinu til að sinna sérstak- lega unglingaþjálfun. Freyr hefur sinnt bama- og unglingaþjálfun hjá UMFN síðustu átta ár og var á síðasta ári kosinn einn af bestu þjálfurum landsins hjá KSÍ. Undir hans stjóm em 140 strákar með boltann á fleygiferð jafnt inni sem úti í Njarðvík. „Mig langar að fræðast meira og ná mér í meiri þekkingu. Bretar lifa og hrærast í fótbolta svo mér fannst tilvalið að kíkja á námskeið hjá þeim“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.