Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 29.10.1999, Page 17

Víkurfréttir - 29.10.1999, Page 17
BARA I HELGARBLAÐIVF sjúkraflutningsmennina að kom- ast á staðinn. Þá man ég að það kom maður með teppi og breiddi yfir mig allan, hélt mig augljóslega dauðann. Ég þurfti að hafa mikið fyrir því að ýta því af mér,“ sagði Vignir. Gífurlegt blóötap og miklir áverkar Vignir og Eyjólfur voru fluttur, með þyrlu Landhelgisgæslunnar, frá sjúkrahúsinu á Akranesi á Borgarspítalann þar sem skurð- læknamir Brynjólfur Jónsson og Jón Níelsson ásamt æðaskurð- lækninum Gunnari Gunnlaugssyni, framkvæmdu aðgerðir á honum alla nóttina. í vottorði Brynjólfs, skurðlæknis, þann 11. júlí 1996 segir orðrétt. „Hann var augljós- lega mikið slasaður með opin brot á fótlegg og lærlegg vinstra megin. Hann var með meðvitund en blæddi mjög mikið úr sárunum." Skömmu seinna f sama vottorði segir orðrétt „Skera þurfti inn í nárann til þess að stöðva blóðrás meðan leitað var eftir blæðandi æðum. Öll sárin á kálfum, læri og nára vom skilin eftir opin. Vigni blæddi gífurlega og fékk hann sam- tals 74 einingar (37 lítra innskot blm.jaf blóði fyrstu nóttina.“ Andlega erfitt að geta ekki gert neitt sjálfur „Ég var u.þ.b. viku á gjörgæslu, rúmliggjandi í mánuð og flmm mánuði samtals á sjúkrahúsi, stöðugt í aðgerðum og á lyfjum. Fyrsta mánuðinn var ég sem lamaður og varð eitt flakandi legusár á öllum stöðum sem snertu dýnuna. Eðlilega lfkam- lega starfssemi gat ég aðeins framkvæmt með aðstoð hjúkrun- arfólksins. Það var bæði líkam- lega erfitt og andlega að geta ekki gert neitt sjálfur." Áfallahjálpin og þroskinn „Áfallahjálpin á sjúkrahúsinu hjálpaði mér mikið. Ég get stutt fólk án þess að taka vandamál þess inn á mig. Ég get gefið ífá mér vegna þess hve ég trúi mikið á sjálfan mig. Mér fínnst mér ég hafa fuila stjóm á lífi mínu, vil láta gott af mér leiða og finnst hrein- Lá gpafkypp me fóflnn undip bakinu hælinn undip höfðinu skilda m t n skila einhverju til lífsins - sem ákváð að leyfa mér að halda áfram þessu lífi. Ég held ég sé aðeins eldri en árin 23 segja til um.“ Grensásdeildin bæöi dásamleg og hræöileg „Það var stórt framfaraskref að vera fluttur á endurhæfingadeild- ina, Grensásdeildinni. Þar tók við ströng og kvalarfull endur- hæfing innan um frábært starfs- fólk og aðra sjúklinga, marga hvetja í enn verri aðstöðu en ég. Eitt það sáraukafyllsta sem ég upplifði var að reyna að standa upp og reyna að ganga að nýju. Gífurlegur sársauki, æpandi sárs- auki. Það tók gríðarlangan tíma bara að geta staðið upp án þess að vilja æpa og gráta af sárs- auka.“ FRAMHALD í NÆSTU OPNU

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.