Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 29.10.1999, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 29.10.1999, Blaðsíða 28
VIÐTALIÐ sport Ætla að enda íerílinn átoppnum! Körfuknattleikskonan Anna María Sveinsdóttir er þjóð- sagnapersóna í íslenskum körfuknattlcik þrátt fyrir að vera ekki orðin þrítug. Hún varð nýlega fyrsta íslenskra konan til að skora 4000 stig á ferlinum. í viðtali við VF sagði Anna María að þetta yrði að öllum líkindum síðasta tíma- bilið. Eiginmaðurinn Brynjar og sonurinn Hafliði yrðu settir á oddinn. Wiit Chamberlain 0G Bill Russel kvennaboltans Anna María er stigahæst, leik- jahæst, landsleikjahæst, á fleiri einstaklings-, íslands- og bikar- meistaratitla en nokkur annar leikmaður í sögu kvennakörfu- knattleiksins á Islandi. Hún náði nýverið 200 sigrinum í efstu deild kvenna og er með vinn- ingshlutfallið 84%. Hún hefur einu sinni verið valin körfuknatt- leiksmaður ársins (1994) og einu sinni körfuknattleikskona ársins (1998), Sex sinnum besti leik- maður deildarinnar, 5 sinnum orðið stigahæst, 5 sinnum verið með bestu vítanýtinguna og tíu sinnum verið valin í úrvalslið deildarinnar (NIKE-liðið). Auk þessa hefur hún tvisvar verið valin íþróttamaður Keflavíkur og einu sinni íþróttamaður Reykja- nesbæjar. Vinnslu er ekki lokið hjá KKÍ varðandi fráköst, stoð- sendingar, stolna bolta og varin skor hjá stelpunum en gera má ráð fyrir að Anna María verði ofarlega í öllum þessum flokkum ef ekki efst. Óskilgreinanlegur leikmaður Anna María er hávaxin, 179 cm, og leikur því oftast nálægt körf- unni en það er ekki hægt að skil- greina hana í ákveðna stöðu á vellinum. Hún er ekki stærsti leikmaðurinn, ekki fljótust, stekkur ekki hæst allra, ekki mesta skyttan og ekki með bestu boltameðferðina - hún er bara því-sem-næst ósigrandi eins og vinningshlutfallið hér að ofan gefur til kynna. Metnaður lykillinn að velgengninni Sæl Anna María, ertu stjarna frá náttúrunnar hendi eða býr eitthvað annað að baki þessum ótrúlega árangri þínum? „Þú ætlast ekki til að fá svar við þessari spumingu er það. Eg held að metnaður sé lykillinn að öllum árangri og af honum hef ég nóg. í gegnum árin hef ég æft gríðarlega vel og það ej hending ef ég missi úr æfingu. Eg er ekki að eyða tíma frá fjölskyldu og vinnu til að vera með eitthvað hálfkák, þá get ég alveg verið heima. Að verða góður og halda sér góðum er ekki auðvelt og maður mætir ekkert bara á æfingar í septemberbyrjun og ætlar að vera góður. Iþróttahúsið í Keflavík hefur um árabil verið mitt annað heimili. Þá eru liðs- félagamir mér mikilvægir og ég væri að bregðast þeim ef ég legði mig ekki 100% fram.“ Hvenær byrjaði feriilinn og eru einhverjir ieikmenn enn að sem hófu ferilinn á sama tíma? „Þær eru orðnar fáar eftir sem voru að spila þegar ég steig mín fyrstu skref 1985. Ef ég man rétt eru það aðeins þær Hafdís Helgadóttir og María Leifsdóttir úr ÍS og Grindvíkingarnir Svanhildur Káradóttir og Man'a Jóhannesdóttir sem eru enn að spila, flestar með einhver hlé að baki.” Alltaf í Keflavík Þú hefur alltaf leikið með sama liðinu, ert Keflvíkingur út í gegn? “Já, ég er eiginlega afar stolt af því dag að hafa leikið allan feril- inn hjá sama félaginu. Eg reyndi þó tvisvar að skipta um lið, ákváð að þjálfa og spila með Breiðablik einu sinni en það datt upp fyrir áður en ég náði að spila leik. Þá bauðst mér tvítugri að fara til Cork á írlandi og spila þar sem hálf-atvinnumaður. Eg entist í nokkar vikur, lék einn leik áður en ég dreif mig heim. Ahorf- endur sátu fyrir aftan bekkinn og púuðu sígarettur þannig að bekkurinn var í miðjum mökkn- um. Liðið var síst betra en Keflavík og aðstæður alls ekki jafn góðar. Kannski er það lykillinn, það hefur alltaf verið vel hugsað um kvennakörfu- boltann í Keflavík.” Tókum vlð af gullaldarliði KR „Við komust í bikarúrslit 1987 og lékum þar gegn KR sem hafði einokað titlana í mörg ár. Við töpuðum þeim leik naumlega en einhverjum blaðamanninum varð þá að orði að þess væri ekki langt að bíða að Keflavík færi að eignast meistara. Síðan eru íslandsmeistaratitlamir orðnir 8 og bikartitlamir 9 og liðið alltaf verið í úrslitum.” Ekki ertu ein ábyrg fyrir öllum þessum titlum? „Nei, langt því frá. Það var og er sterkur kjami góðra leikmanna héma í Keflavík og við höfum verið mjög heppnar í þjálf- aramálum, alltaf haft góða þjálf- ara. Þá held ég að það skipti miklu máli að við höfum alltaf byggt liðið á heimamönnum og félagsskapurinn nær út fyrir íþróttahúsið því við erum allar vinkonur.” Er einhver einn leikmaður þér mikilvægari en aðrir? „Ég og Björg Hafsteinsdóttir áttum alveg einstaklega vel saman, vomm eins og einn leik- maður á vellinum og vissum alltaf hvað hin vildi gera en í mínum augum em allir leikmenn liðsins mikilvægir, hvort sem þeir spila 40 mínútur í leik eða sitja lengstum á bekknum. Þá hef ég alltaf átt stuðning fjölskyldun- nar vísan og án hennar væru engin verðlaun í safhinu.” Hvaða máli skipta öll metin og titlarnir þig? „Titlamir em náttúmlega mikil- vægastir. Mér finnst gaman að vera eina konan sem skorað hefur 4000 stig og ég er stolt af því að hafa unnið 84% af leikjum mínum í Islandsmótinu og geri ráð fyrir að ekki sé prósentan verri í bikamum. Þetta eru í.þ.m. níu ósigruð ár. Hin verðlaunin em bara eitthvað sem varð til á leiðinni að titlunum og liðsfélagar mínir í Keflavík eiga talsvert í öllum einstaklings- verðlaununum.” Öfunda ungu stelpurnar af tækifærunum „Þegar ég var að byrja í körfunni voru mínar fyrirmyndir strák- arnir, Nonni Kr., Axel Niku- lásson og fleiri vegna þess að það voru engar stelpur til að fylgjast með. I dag er bandaríska atvinnumannadeildin WNBA fyrir allra augum og góðir möguleikar fyrir duglegar, efni- legar stúlkur að komast í nám og körfubolta til Bandaríkjanna. Ég verð að segja eins og er að ég dauðöfunda þær af öllum mögu- leikunum sem em í boði í dag.” Hvers vegna að spá í að hætta núna, ekki orðin þrítug? „Það er orðinn talsverður aldursmunur á mér og hinum stelpunum og ég t.d eini leik- maðurinn með fjölskyldu og heimili. Við emm að æfa 5 sinn- um í viku og erfitt að réttlæta að skella sér á ball með stelpunum sjötta kvöldið. En það er ekkert ákveðið í þessum efnum” Hvað tæki þá við? „Ég hreinlega veit það ekki, ég þekki ekkert annað en að fara á æfingar á hverju kvöldi. Ég skellti mér í nám í fyrra og byrj- aði í nýju starfi í apríl hjá TM og Tryggingu hf og einbeiti mér bara enn betur að því og fjölskyldunni ég held að feðgam- ir eigi það nú alveg inni hjá mér.” Þú ætlar þó að klára þetta með ponipi og pragt? ,Ég legg mikið í þetta tímabil og það kemur ekkert annað til greina en að enda ferilinn á toppnum. Við emm með gott lið sem á það eitt skilið að vinna alla titlana. Þetta verður mjög líklega einvígi við KR, án þess þó að ég vilji vanmeta hin liðin. Mér finnst körfuboltinn á Islandi vera á hættuslóðum. Bestu leikmenn- imir hafa safnast í of fá lið og ef ekkert verður að gert gæti boltinn hreinlega lognast út af á einum áratug.” Viðtal: Jóhannes A. Kristbjörnsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.