Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.11.1999, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 05.11.1999, Blaðsíða 4
HELGARBLAE VF fréttir SJÁVARÚTVEGUR • FISKVINNSLA Fimm mánuöirfrá stóru sprengingunni í Garði: TJÓNH) METID Á 28 MILLJÓNIR Fimm mánuðir eru liðnir frá sprengingunni miklu að Skálareykjum í Garði þegar gaskútur í lyftarageymslu Fiskþurrkunar ehf. sprakk með þeim afleiðingum að stór hluti húsnæðis fyrirtæk- isins varð rústir einar. Sprengingin í sumar var það öflug að íbúar í mörg hundr- uð metra fjarlægð frá húsinu vöknuðu við háan hvell og rúður nötruðu. I dag, fimm mánuðum eftir sprenginguna, stendur endur- bygging ennþá yfir og er á lokastigi. Unnið er að því að einangra loft og veggi en nýtt hús var byggt í stað þess sem eyðilagðist í sprengingunni. Þegar sprengingin varð var að hefjast viðbygging við húnæði Fiskþurrkunar og hefur hún nú verið tekin í notkun. Jens Sævar Guðbergsson hjá Fisk- þurrkun ehf. sagði í samtali við Flelgarblað Víkurfrétta að tjónið af sprengingunni hafi verið metið á 28 milljónir króna hjá Fiskþurrkun, en einnig hafi orðið umtalsvert tjón í samliggjandi fyrirtæki, Marvík ehf. Þá hafi orðið tjón á tækjum og búnaði sem ekki eru inni í þessari tjónsupphæð. Hjá Fiskþurrkun er í dag unnið myrkranna á milli í saltfisk- vinnslu og fiskur saltaður á Evrópumarkað. Sunnutindur landar í Grindavík: Stór og falleg síld til bræðslu Sunnutindur SU 59 landaði um 900 tonnum af fallegri síld í Grindavík á þriðjudaginn. Síldin fór öll til bræðslu hjá Samherja í Grindavík. Það er útgerðarfyrirtækið Vísir í Grindavík sem á Sunnutind SU en Samherji hefur skipið á leigu. Sunnutindur er kunnu- glegt skip að sjá en það hét áður Víkurberg og var gert út frá Grindavík. Annað fyrrum Grindavíkurskip, Oddeyrin EA, fyrrum Albert GK, landaði einnig á þriðjudag 750 tonnum af síld til bræðslu í Grindavík. Lélegar gæftir hjá flotanum: Ekki einu siraii pokafiskur! (íæftir hjá fiskiskipuflotu „Það er ekki einu sinni segja. Þar hel'ur leiðinda Suðurnesja voru lclegar í pokal'isk uð hal'a," sagði tíðarfar sett slrik í reikninginn upphutí vikuunur. Þnnnig ónefndur sjómaður í samtali hjá sjómönnum en það eru koniu menn tómhentir úr við blaðið og vísaði þar til helst útilegubátamir sem gera róðri á Osk KK 5 í nýlegrar uppákomu þar sem út á línu sem hal'a l'ært |)á Sundgerði á mánudaginn, menn voru gripnir við það að björg í bú sem þurft hefur til tíu þorskur í kari er ekki l'ara heim með fisk í soðið. að halda fiskvinnslunni. ofsugt og veðurbarin undlit. í Grindavík er sömu siigu að

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.