Víkurfréttir - 05.11.1999, Blaðsíða 2
LESENDALEIKUR VF
TíuMan.Utd.
bækur!
1 helgarblaðinu er að finna
getraunaleik lengdan nýútkom-
inni bók um sögu cnska knatt-
spyrnustórveldisins Man. Utd.
Tíu bækur eru í verðlaun fyrir
jafn marga heppna lesendur
blaðsins sem senda okkur rctta
lausn við einni léttri spumingu.
Bókaútgáfan Hólar á Akureyri
gefur bókina út. Rauðu djöllamir
- saga Manchester United, Ijallar
um jtetta merka knattspymufélag,
alll frá stofnun þess 1878 til 1999.
Margt hefur á daga Man. Utd. dri-
fið. Saga þess er hvort tveggja í
senn, sveipuð sorg og sigrurn
hlaðin. Bókin er 150 blaðsíður,
skreytt með ljölda mynda.
Leikfélag Keflavíkur:
Leikfélag Keflavíkur frum-
sýndi leikritið Oliver þann
30.október s.l. Leikarar stóðu
sig með afbrigðum vel og
gaman var að fylgjast með
krökkunum sem voru mörg
hver að stíga sín fyrstu skref
á fjölunum. Ljósmyndari
Helgarblaðs Víkurfrétta var á
frumsýningunni og festi á
filmu fagnaðarlæti í lokin og
nokkra skrautlega karaktera
úr sýningunn sem er mjög
lífleg og skemmtileg og Éin-
ar Orn, tónlistarstjóri, og
Þröstur Guðbjartsson, leik-
stjóri, eiga heiður skilinn fyr-
ir einstaklega góða framsetn-
ingu. Það var gaman að sjá
og heyra hvað þeim hefur
tekist að virkja þennan leik-
hóp vel og augljóst að
Reyknesbæingar geta státað
af mörgu hæfileikafólki á
þessu sviði.
Næstu sýningar leikfélagsins
eru sunnudaginn 7.nóv.
kl.17:00 og á fimmtudaginn
ll.nóv. kl. 20:00. Sýningar
eru í Frumleikhúsinu Vestur-
braut 17 og sími í miðasölu
er 421-2540.
Gleði á Oliver Twist
50 lesendur
fá frítt í bíó
Nýja bíó í Keflavík býður fímmtíu
snöggum lesendum Helgarblaðs
Víkurfrétta ókeypis í bíó á myndina
„BLUE STREÁK“ en hún verður
frumsýnd í kvöld, fóstudagskvöldið
5. nóvember.
Fimmtíu fyrstu sem mæta með úrklippu
úr blaðinu fá afhentan bíómiða sem þeir
geta notað á þessa mynd en miðinn
gildir til næsta föstudags, eða í eina
viku.
Hér er á ferðinni gamansöm hasarmynd
með einum geggjaðasta gamanleikara
samtímans, Martin Lawrence en hann
fór hreinlega á kostum í „Bad boys“ og
„Notting to loose“. Fyrir þá sem unna
vel gamansömum hasarmyndum á borð
við „Rush hour“, „Lethal weapon“, „48
hours“, ættu ekki að vera fyrir von-
brigðum með „Blue streak". Myndin
hefur að geyma frá áhættu og gamana-
triði.