Víkurfréttir - 05.11.1999, Blaðsíða 27
Aí.iau.ur úií
Reykjanesbær tapaði fyrir Lugano frá Sviss 72-78
Evrópudraumur ÍRB rann
út í sandinn í íþróttahúsinu í
Keflavík síðastamiðvikudag
er liðið tapaði fyrir Lugano
frá Sviss 72-78.
Leikurinn var slakur þó ein-
staka leikmenn sýndu ágætis
takta. Svisslendingar spiluðu
fasta vöm og höfðu yfirburði í
líkamlegum styrk og án nokk-
urs stuðnings áhorfenda, sem
vom ótrúlega fáir, náðu þreyttir
leikmenn ÍRB ekki neinum
neista. Það var aðeins á loka-
sekúndunum að tókst að ná
spennu í leikinn en það reynd-
ist of lítið, of seint. Gunnar
Einarsson (23 stig, 7 þriggja
stiga), Chianti Roberts (13 frá-
köst, 6 stoðsend), Friðrik Stef-
ánsson(13 fráköst, 3 varin skot)
og Örlygur Sturluson (18 stig,
6 fráköst) voru bestir okkar
manna en aðrir voru slakir
ásamt dómurum leiksins, sem
hreinlega voru úti á þekju lang-
tímum saman í seinni hálfleik.
Leikstjórnandavandi hjá ÍRB
Af liðsuppstillingu virtist sem
þjálfarar liðsins væm búnir að
gefast upp fyrirfram því leik-
stjórnendurnir og landsliðs-
mennirnir Hjörtur Harðarson
og Friðrik Ragnarsson voru
báðir hvíldir og í þeirra stað
valdir Örlygur Sturluson og El-
entínus Margeirsson, landsliðs-
menn út og nýliðar í alþjóða-
keppni inn. Piltamir stóðu vel
fyrir sínu þótt byrjendamistök-
in hafi verið mörg. sérstaklega í
sendingunum. Örlygur átti
vissulega inni að fá möguleika
með IRB en það er vafasöm
ákvörðun að hvíla bæði Hjört
og Friðrik á sama tíma.
Sóknin brást
Sigurður Ingimundarson.annar
tveggja þjálfaraliðsins sagði að
nokkrir afar slakir kaflar hefðu
gert út um vonir liðsins um að
sigra. Við höfum ekki leikið
nógu góðan sóknarleik síðan í
leiknum við Lonon Leopards.
Þegar skytturnar okkar fóru
loks í gang í lokin þá fóm hlu-
timir að snúast okkur í hag.
Finnst þér Evrópukeppnin hafa
komið niður á keppninni hér
heima?
„Því er ekki að neita að slíkt
hefur gerst en það vissum við.
Þetta er ævintýri sem við emm
að taka þátt í, í fyrsta skipti í
sögu þessara félaga sem þetta
er gert. Við höfum lært ntikið
og sjáum ekki eftir að hafa gert
þetta“, sagði Sigurður.
31 STIG
í Big Apple
Classic
Njarðvíkingurinn Logi
Gunnarsson heldur áfram að
gera það gott í New York.
Lið hans sigraði í 3 leikjum
af fjórum í Big Apple Classic
mótinu en í mótinu keppa
mörg sterk lið frá New York
og fylkjunum þar í kring.
Hitinn í Loga hefur ekkert
minnkað frá fyrri fréttum og
var hann með 31 stig að með-
altali í mótinu.
Sendið úrklippuna hér að neðan til
Víkurfrátta, Grundarvegi 23,
260 Njarðvík.
Dregið verður úr ráttum svörum.
Tíu heppnir lesendur frá nýju bókina:
Rauðu djöfiarnir-Saga Man.Utd.
1878-1999.
Hvað heitir aðalmarkvörðurinn sem lék með
Man. Utd. þegar liðið varð meistari vorið
1999 en hætti síðan með liðinu?
svar:
Nafn:
Tíu Man.Utd.
bækur í boði! »
L
J