Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.11.1999, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 05.11.1999, Blaðsíða 17
í KEFLAVÍK OG KARABÍSKA HAFINU Bræöurnir Almar og Steini á ströndinni í Púrtó Ríkó. um New York borg með strák- ana um hánótt og villtist. Þetta var rosalegt.” Fékk vinnu á ítölskum veitingastað „Dagamir voru erfiðir. Strák- arnir voru í skólanum og ég fiktaði bara í sjónvarpinu því ég gat ekki farið út því það var svo heitt. Stundum rúntaði ég um hverfið, kíkti í búðir og villtist en stönglaðist ein- hvemveginn alltaf aftur heim. Eg tók mig til eitt kvöldið, keypti mér sex bjóra og götu- kort, settist á stofugólfið, dreifði úr kortinu og lærði það utanbókar. Eg villtist aldrei eftir það. Eftir nokkurra mán- aða dvöl fékk ég vinnu á ítölskum veitingastað, en vissi ekki einu sinni hvað lasagne var. Það var æðislega gaman að vinna á þessum veitinga- stað.” Les fór í stríð og ég tærðist upp „Síðara árið okkar í Virginíu fór Les út á sjó í ágúst og lenti í stríði. Hann var sendur til Júgóslavíu og Sómalíu. Maður ætlaði ekki að komast heim fyrir blaðamönnum sem voru við hliðið á herstöðinni sem við bjuggum á. Eg sat bara og fylgdist með fréttum CNN af stríðinu, og beið. Eg tærðist upp og hringdi grenjandi heim í mömmu. Hún sagði að ég myndi þrauka. Eg lái þeim stúlkum því ekki sem gefast uppá að búa með hermönnum. A þessu tímabili var ég öxlin fyrir hinar konumar á herstöð- inni. Mér fannst samt svo skrýtið að þær skyldu hringja í mig. Loksins fékk ég sím- hringingu og sagt að maðurinn minn væri komin heim úr stríðinu.” Strákarnir fengu verölaun frá Bill Clinton forseta „Eftir að við fluttum út byrj- uðu strákarnir mínir í sér- kennslu og lærðu enskuna bet- ur. Fljótlega hættu þeir algjör- lega að tala íslensku. Eg reyndi að tala við þá á íslensku en þeir vildu ekki svara mér. Ef einhver vinur þeirra var með þeim þá skömmuðust þeir sín. Eg talaði við kennar- það ekki halda að makinn búi til líf fyrir sig, maður verður að gera það sjálfur.” Ein í ókunnugu landi „Það var fínt að búa í Virgin- íu eftir að ég sætti mig við það, en það tók tíma. Þegar við komum út í apríl var 40 stiga hiti og strákamir töluðu litla ensku. Við bjuggum fyrstu 6 mánuðina í ferðatösk- um, höfðum ekki búslóð né bíl og ég var atvinnulaus og ein í ókunnugu landi. Les fór á sjó- inn fljótlega eftir að við kom- um og var á sjó í 4 mánuði samfellt. Ég var að bilast þarna. Mér gekk illa að fá vinnu því ég talaði svo bjag- aða ensku. Ég var ein og ég þekkti engan. Hann var á sjón- um svo ég þurfti að læra að borga reikninga, fara með strákana í skólann, fara með þá til læknis; það var bara að duga eða drepast. Mamma hafði reyndar slysast til að láta mig hafa númer hjá íslenskri konu sem bjó í Virginíu. Einn daginn hringdi ég í hana Möggu og við urðum óaðskilj- anlegar. Ég átti líka aðra vin- konu sem bjó í Connecticut. Á kortinu leit þetta út fyrir að vera svo stutt, þ.e. frá Virginía til Connecticut. Ég lagði af stað til hennar, keyrði í gegn- blokk, í hermanna- gallanum, og sagði mér að hann væri að fara. Ég sagði honum að hann yrði þá bara að fara því ég vildi ekkert milli- landasamband. Þá fór minn á hnén og bað mín, en ég sagði nei. Hann sagðist þá ætla að koma til mín um kvöldið til að ræða málin. Ég var í algjöru sjokki. Þetta var svo stór ákvörðun, sérstaklega hvað böm- in mín varðaði. Svo kom hann aftur um kvöldið og við ræddum um þetta. Ég sagði hon- um að ég færi aldrei frá Islandi og hann sagði að það væri allt í lagi, við yrðum samt að fara í tvö ár og svo kæmum við til baka. Ég sætti mig við það því ég vissi ekki bet- ur. Við giftum okkur svo 27.apríl 1991 og hann fór út mánuði seinna. Ég beið heima á Islandi. Ég flutti svo út til Virginíu l.apríl 1992.” Erfitt að hafa roð í íslenskar konur „Við hjónin erum ofsalega ólík. Les er frá Kentucky, ætt- aður frá Þýskalandi og ég ís- lensk víkingakona. Það er stundum stormasamt. Hann segir að íslenskar konur séu mjög ákveðnar og skapmiklar og að það sé ekki fýrir hvaða mann sem er að hafa roð í þær. Mér finnst það bara soldið sætt. Þegar fólk giftir sig má

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.