Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.11.1999, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 05.11.1999, Blaðsíða 15
HELGARBLAE VF IlJ l UUi IU VA svarí OG SYKURLAUST Súlubyggð Fjölmiðlar lands- ins eru nú farnir að tala um „súlu- menninguna”. Þetta skemmti- lega hugtak á sennilega rætur sínar að rekja til höfuðvígis súlunnar, Reykjanes- bæjar, sem gárungar eru farnir að nefna Súlubyggð. Markaðs- setning súlunnar hefur farið vel af stað og spurning hvort ekki borgaði sig að halda henni áfram á alþjóðavettvangi. Súlan hér og þar og alls staðar Súlan hefur verið vinsælt umræðu- efni á bæjar- stjórnarfundum Reykjanesbæjar undanfarið og virðist þá ekki skipta máli hvort sé Reykjaneshöll- in, menningarverðlaun Reykja- nesbæjar eða nektardansstaður- inn í Grófinni. Á síðasta bæjar- stjórnarfúndi nefndi Jónína Sanders (D) að hugmyndin væri að nota súluna í merki Reykja- neshallarinnar. Ólafur Thorder- sen (J) leit þá glettnislega á Jón- ínu og hún bætti þá við að hún ætti að sjálfsögðu við fuglinn súluna. Vakti þetta mikla kátínu á meðal bæjarfulltrúa. Menningarverðlaunin og súlan sívinsæla Ákveðið hefur verið að veita Rúnar Júlíussyni menningarverð- laun Reykjanes- bæjar. Menning- arverðlaunin heita að sjálf- sögðu „Súlan”. Ætli Jón „súlu- bóndi” verði fengin til að af- henda Rúnari verðlaunin á skemmtistaðnum Casino í Gróf- inni? Gróf mismunun Porsteini Árna- syni (B) var þó ekki hlátur í huga þegar hann stóð upp á bæjar- stjórnarfundinum og lagði orð í belg varðandi súlumálið. Hann lagði fram bók- un þess efnis að afgreiðslu á áfengisveitingaleyfi fyrir Ásbjörn Pálsson, eiganda Glóarinnar, yrði frestað þar sem beiðni um samskonar leyfi frá Jóni M. Harðarsyni liggur þegar fyrir. Þorsteinn sagði að það væri ekki hægt að afgreiða einn og hafna öðrum því það væri ekkert ann- að en gróf mismunun. Ólafur Thordersen (J) tók undir með Þorsteini en allt kom fyrir ekki og tillaga Þorsteins var felld 4:2 og þrír sátu hjá. Það ætti ekki aö koma neinum á óvart að þeir sem sátu hjá voru fulltrúar J- listans. Allt í hassi hjá Framsókn Þorsteinn Árna- son (B) er höf- undur merkis Hafnarsamlags Suðurnesja, H.A.S.S. Á fundi bæjarstjórnar fyrir tveimur vikum var samþykkt að fara fram á að skammstöfun samlagsins yrði breytt og netfanginu einnig sem er hass@hass.is. Þessi tillaga fór fyrir brjóstið á Þorsteini en það var enginn annar en aðal- fulltrúi Framsóknarflokksins Kjartan Már Kjartansson sem flutti hana á sínum tíma. Þor- steinn sagði að hann myndi frekar henda merkinu en breyta því. „Ég er höfundur merkisins og ég vil hafa það svona”, sagði Þorsteinn. Kristján óhræddur Bæjarfulltrúar þorðu sig hvergi að hreyfa eftir þessa yfirlýsingu Þorsteins og gerðu sér fulla grein fyrir að stolt listamannsins hafði verið sært. Kristján Gunn- arsson (J) lét þó engan bilbug á sér finna og lýsti því yfir að hann gerði það hér með að til- lögu sinni að „hassmálinu” yrði vísað til Framsóknarflokksins. Strengjabrúða hvers? Jóhann Geirdal (J) efldist allur eftir þessa yfirlýs- ingu flokksbróður síns og bað um orðið. Hann beindi þeirri spurningu þá til Þorsteins hvers strengjabrúða Kjartan væri. Skúli Þ. Skúlason (B) tók þessa spurningu per- sónulega og sté næstu í pontu. Hann sagði að honum findist þessa umræða fíflaleg og að hann væri hvorki með Kjartan né Steina í böndum. „í okkar flokki er leyfilegt að vera með sjálfstæðar skoðanir”, sagði Skúli. Börnum boðið á bílasýningu hjá Toyota Um helgina verður frum- sýndur á Suðurnesjum nýr Toyota Celica sportbill hjá Toyotasalnum í Njarðvík. í tilefni að sýningunni var sent út kynningarefni í máli og fallegum myndum. Þaö vakti hins vegar athygli að fólki á öllum aldri var boðið að koma og reynsluaka bíln- um. Við höfum heyrt af boðskortum til barna allt niður í 12 ára aldur. GSM símar eru greinilega ekki nóg fyrir unga fólkið í dag... og hugmyndum um jólafjör í desembermánuði. Tónlistarfolk/ jólasveinar og aðrir! Sendið hugmyndir ykkar í umslagi merkt: wk //Jól 1999'tilVíkurfrétta sem allra allra fyrst... GRINDAVIKURBÆR ÚTBOÐ Grindavíkurbær óskar hér með eftir tilboðum í gatna- og holræsagerð við Arnarhraun - vesturhluta. Helstu verkþættir eru gröftur og fylling, lagning lagna, malbikun og annar frágangur. Verkinu verður skipt í tvo áfanga, verklok 7. áfanga er 75 des n.k. og seinni áfangi íjúní 2000. Útboðsgögn verða afhent á skrif- stofu bæjartæknifræðings þar sem þau verða síðan opnuð á sama stað 75. nóvember n.k. kl. 7 7. Bæjartæknifræðingurinn í Grindavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.