Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.11.1999, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 05.11.1999, Blaðsíða 21
^ L JÓHANHS ER EKKI BARA, FISKINN:^ Fannuglu við4.flötí ólíklegt að hún hafi flogið á vír í nágrenninu. Dýra- og fuglalíf er mikið í Leirunni sem kylfingar þekkja af góðri raun. Þeir njóta fuglasöngs á sumrin þegar þeir sveifla kylf- unum en þarna eru líka óskemmtilegri dýr eins og minnkurinn í talsverðu magni. „Ég hef séð mikið af minki þama. Hann er á vappi í og við fjöruna en þama eru líka nokkur tófugreni, m.a. eitt í hlíðinni hægra megin við 2. braut. „Tófan finnst mér skemmtilegra dýr og hana myndi ég aldrei til dæmis skjóta en þegar ég hef verið annars staðar í rjúpuveiði hefur maður oft rekist á fallegar tófur.“ Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun eru örfá hundruð uglupara hér á landi. Jón lét stoppa Brandugluna upp fyrir sig og hún prýðir nú skrif- stofu Jóns á heimili hans í Keflavík og gamii marka- hrókurinn lítur oft upp til þessa fallega ránfugls þegar hann situr og hnýtir flugur. Leirunni „Ég var á vetrargöngu í Leirunni sem oftar þegar ég rakst á dauða uglu við 4. flötina. Mér fannst ómögulegt að skilja hana eftir þarna og tók hana með mér heim. Eftir eitt símtal til Náttúrufræðistofnunar um það hvort mér væri leyfi- legt að láta stoppa fuglinn upp ákvað ég að gera það“, sagði Jón Jóhannsson en í síðasta helgarblaði sögðum við frá mikilli veiði þessa fyrrum markahróks í knattspym- unni og breyttum viðumefni hans strax í „fiski-Jón“. Þegar við heimsóttum Jón heim til að spyrja hann út í bleikjuveiðina á fyrsta vetrardegi sáum við þenn- an myndarlega fugl en hann var nýkominn úr uppstoppun. Uglan var ekki búin að vera lengi dauð þegar Jón fann hana í janúar síðastliðinn. Hún var ekki freðin, nánast ósködduð og Jón sagði að enginn vargfugl eða minkur hafði komist í hræið. Hún hafi þó verið eilítið sködduð á hálsi og ekki HELGARBLAÐ VF nuLirtiJ vr ___ m Ml annlii SIMINN ER 898 2222 FJÁRMÁLIN FYRIR HELGINA UNA STEINSDÓTTIR SKRIFAR Hvað á að gera við lottóvinninginn? Að mörgu þarf að huga þegar ávaxta á peninga og mikil- vægt er að fara vel yfir þau atriði sem hafa áhrif á valið. Hér er t.d. mikilvægt að líta á alla starfsævina og efir- launaárin sem eina heild. Það á auðvitað við um fjármál eins og annað í lífinu að gerðirnar á einum tímapunkti hafa áhrif á stöðuna á þeim næsta. Æviskeiða kenningin er ein af mörgunr viðurkenndum að- ferðum sem notuð hefur verið við ákvörðun á ávöxtun- arleiðum einstaklinga. Talað er um að æviskeiðin séu þrjú, fyrsta æviskeið nær frá 25-40 ára. Á þessu æviskeiði er að öðru jöfnu óhætt að taka held- ur meiri áhættu við ávöxtun sparifjár senr hugsað er til langs tíma en síðar á ævinni. Langur tími er til stefnu til að vinna upp hugsanlegt tap vegna sveiflna í t.d. gengi hlutabréfa og skuldabréfa. Á öðru æviskeiðinu, 40-67 ára, er hyggilegt að draga heldur úr áhættu við ávöxtun spari- fjárins en það merki oftast að lækka hlutfall hlutabréfa og lengstu skuldabréfa, einkum þegar Iíða tekur að starfs- lokum. Sparifé er þá oft orð- ið hátt hlutfall af árstekjum og ástæða til þess að gæta fyllsta öryggis við ávöxtun þess. Æviskeið 3 eru eftirlaunaárin, þá er skynsamlegt að taka sem minnsta áhættu við ávöxtun sparifjár. Á þeirn árum lifir eigandinn oftast eingöngu af eignum sínum og af eftir- launum ffá lífeyrissjóðum. Hvar er þessi aðili sem vinnur 2 millj. kr. í lottó staddur í æviskeiðaskiptingunni? Við ættum að hafa það í huga þegar við veitum honum ráðgjöf urn ávöxtun ef vel á að vera og ráðgöfm geti verið sem réttust. En það er margt annað sem skiptir máli í ráðgjöfinni, ætlar að hann í að nota þessa peninga á næst- unni, er hann ntjög áhættu- fælinn og vill alls ekki taka neina áhættu? Meiri ávöxtun þýðir meiri áhætta. Ráðgjöf til einstaklinga getur aldrei verið sú sama, aðstæður og markmið hvers og eins getur verið svo mismunandi. Ég myndi rnæla með því að þessi aðili með 2 milljónir í vasanum keypti sér a.m.k. hlutabréf fyrir þá fjárhæð sem skattaafsláttur miðast við, í fyrra var hámarksfjárhæð einstaklings 129.900,- og endurgreiðslan kr. 31.216,-. Þetta er mjög einföld og góð ávöxtunarleið. Hlutabréf í Islandsbanka er t.d. mjög vin- sæll og áreiðanlegur kostur, en til að lágmarka áhættuna sem mest gæti kaup í Hluta- bréfasjóði verið enn betri kostur. Ef hann vill hafa fé laust, sem hann gæti hlaupið í, þá er Verðbréfareikningur Islandsbanka mjög góður kostur ( lágmark 250 þús. kr. innistæða, hvert innlegg bundið í 10 daga, þessi reikn- ingur er óverðtryggður og ber nú 8,89% vexti). Ef hann vill síðan ávaxta restina af pen- ingunum til lengri tíma mæli Víkurfréttir hafa fengið bankafólk á Suðurnesjum til að skrifa um fjármál fjölskyldunnar. Una Steinsdóttir í íslandsbanka varfengin til að svara spurningunni: Hvernig ver ég best tveggja milljóna lottóvinning. ég með Sparileið 48 eða Sparileið 60. Fyrri reikning- urinn er bundinn í 48 mán. en sá síðari til 60. Þetta eru verðtryggðir reikningar sem bera nú 5,2% vexti sá fyrri og sá síðari 5,3%. Sem dæmi var Sparileið 60 að gefa 11,45% í nafnávöxtun fyrstu 9 mánuði ársins. Að lokum vildi ég segja það að einstaklingar sem eiga 750 þús. eða meira í innlánum í Islandsbanka geta gengið inn í Vildarþjónustu Islandsbanka. Hér þjóðum við viðskip- tavinum okkar t.d. hærri innlánsvexti á tékkareikn- ingum, og lækkum þjón- ustugjöld, t.a.m. ókeypis tékkhefti, frítt árgjald af gulldebekorti, frí greiðslu- þjónusta, frí innheimtu- þjónusta, frítt geymsluhólf og frítt árgjald af almennu kredit- korti svo e-h sé nefnt. Það er því mikils til að vinna að vera Vildarvinur Islandsbanka.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.