Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 03.02.2000, Page 8

Víkurfréttir - 03.02.2000, Page 8
Ólöf Þóra Sveinbjörnsdóttir og Auöur Jónsdóttir hjúkrunarfræöingar skrifa Ungbarnavernd María EUiiigsen og Salka Valka í Keflavík í janúar var gerð breyting á bólusetningu bama á Islandi. Helstu breytingar eru þær að sprautum mun fækka og tekið verður í notkun nýtt svokallað frumulaust kikhóstabóluefni sem hefur mun minni auka- verkanir í för með sér en það sem hingað til hefur verið not- að. Þá hefur verið ákveðið að bæta við kikhóstabólusetningu við 5 ára aldur með það að markmiði að draga enn frekar úr fjölda sjúkdómstilfella af völdum kikhósta. Astæðan fyr- ir því að 5 ára börn verða nú bólusett gegn kikhósta er að rannsóknir hafa leitt í ljós að böm 5 ára og eldri geta smitast af kikhósta án þess þó að verða mikið veik. Hins vegar geta þau smitað yngstu bömin undir 3 mánaða aldri sem eru óvarin. Kikhóstinn er einmitt hættuleg- ur þessum yngstu bömum. Þar sem nýja bóluefnið gegn kikhósta veldur litlum auka- verkunum er nú mögulegt að bólusetja 5 ára böm. Hvers vegna bólusetning? Allir þessir sjúkdómar sem bólusett er gegn, hafa valdið miklum vanda. Þeir valda þó misalvarlegum veikindum. Margir þeirra eins og rauðir hundar, lömunarveiki og sjúk- dómar af völdum Haemofilus influenzae bakteríu (Hib), hafa valdið alvarlegum fylgikvillum eins og fósturskemmdum, löm- unum og skemmdum á mið- taugakerfi. Hettusótt getur valdið heilahimnubólgu, heym- arskemmdum og bólgum í eist- um sem getur haft ófrjósemi í för með sér. Sumir þessara sjúkdóma áttu stóran þátt í ungbamadauða fyrr á 20. öld- inni einnig bamaveiki, misling- ar og kikhósti. Arangur Islendinga af bólu- setningum er með miklum ágætum og má þakka það al- mennri þátttöku nánast allra bama í þeim. Með samstilltu átaki Alþjóða- heilsustofnunarinnar er sá merki áfangi að nást, með bólusetningum allra barna heimsins, að mænusótt eða lömunarveiki verði útrýmt með öllu úr heiminum innan örfárra ára. Þá verður að hætta bólu- setningum gegn mænusótt líkt og hægt var að gera með bólu- sóttina, en henni var útrýmt með bólusetningum fyrir 20 ámm. Ólöf Þóra Sveinbjömsdóttir Auður Jónsdóttir hjúkrunarfrœðingar í Ungbarnavernd María Ellingsen, leikkona kom á bókasafnið í Keflavík 25. janúar s.l. og fjallaði um bókina Sölku Völku eftir nóbelsskáldið Halldór Lax- ness og tilurð samnefndrar leikrits sem Hafnarfjarðar- leikhúsið sýnir um þessar rnundir með Maríu í aðalhlut- verki. Islenskufræðingarnir Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Þorvaldur Sigurðsson og María Björk Kristjánsdóttir lögðu einnig ýmislegt til mál- anna og röktu garnirnar úr Maríu um leikgerðina og söguna af henni Sölku Völku. Heimsókn Maríu var hluti af bókmenntakynningaverkefni sem Miðstöð símennntunar á Suðurnesjum vinnur að ásamt bókasafninu og Menn- ingar- og safnaráði. Kvöldið þótti heppnast afar vel og full ástæða til að bjóða upp á fleiri slík kvöld. I lok febrúar mun Marja Baldursdóttir rit- höfundur því heimsækja bókasafnið og Guðbergur Bergsson kemur í mars. Þeir sjúkdómar sem bólusett er gegn og aldur bamanna: Aldur bams Sjúkdómar sem bólusett er gegn 3 mánaða Kikhósti, bamaveiki, stífkrampi, Hib sjúkdómi, mænusótt (ein sprauta) 5 mánaða Kikhósti, bamaveiki, stífkrampi, Hib sjúkdómi, mænusótt (ein sprauta) 12 mánaða Kikhósti, bamaveiki, stífkrampi. Hib sjúkdómi, mænusótt (ein sprauta) 18 mánaða Rauðir hundar, mislingar, hettusótt (ein sprauta) 5 ára Kikhósti, bamaveiki, stffkrampi (ein sprauta) 9 ára Rauðir hundar, mislingar, hettusótt (ein sprauta) 14 ára Mænusótt (ein sprauta) og stífkrampi ásamt bamaveiki (ein sprauta) Hafnargata 541 Keflavík • S: 4214800 * Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 10-14

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.