Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 03.02.2000, Page 19

Víkurfréttir - 03.02.2000, Page 19
Dpppennandi söngkona www.vf.is Berta Dröfn Ómarsdóttir er ung og efnileg söngkona úr Grindavík. Hún gerði sér lít- ið fyrir og vann söngvakepp- ni félagsmiðstöðva á Suður- nesjum, Samsuð, sem haldin var í Stapa fyrir skömmu. Berta Dröfn er nemandi í 10. bekk í Grunnskóla Grinda- víkur og er dóttir hjónanna Jónu Kristínar Þorvaldsdótt- ur, sóknarprests og Ómars Asgeirssonar, framkvæmda- stjóra Martaks. Hún er nú í söngnámi hjá Guðmundi Emilssyni og hefur jafnvel hug á að leggja sönginn fyrir sig þegar fram líða stundir. Lið Grindavíkur heillaði lýðinn Mikil stemming ríkti í Stapa þegar lið félagsmiðstöðvanna reiddu fram hesta sína en þátt- takendur voru á aldrinum 13- 16 ára. Keppnin var tvískipt, liða- og einstaklingskeppni. Svo skemmtilega vildi til að fulltrúar Grindavíkur unnu bæði liðakeppnina og einstak- lingskeppnina að þessu sinni. Gígja og Rannveig sungu lagið No Scrubs, sem tríóið TLC gerði vinsælt, og heilluðu alla upp úr skónum með góðum söng og líflegri sviðsfram- komu. Nýtursín á sviðinu Berta Dröfn söng lag Withney Houston, Greatest Love of All og hreppti fyrsta sæti í einstak- lingskeppninni. Þetta er í þriðja sinn sem Berta tekur þátt í söngvakeppni Samsuðs en hún vann einnig keppnina í fyrra með lagi Brians Adams, Ev- erything I Do. Berta segist hafa verið hálfslöpp fyrir keppnina í Stapa en hún haft bara hellt í sig te áður en hún fór á svið og það hafi aðeins hjálpað. „Mér fannst mjög gaman að taka þátt en ég verð að viðurkenna að ég er alltaf svolítið stressuð áður en ég fer upp á svið. Þegar ég er komin á sviðið er allt í lagi, þá langar mig helst ekki að fara niður aftur“, segir Berta og hlær. Langar til að verða söngkona Berta fór einnig sem fulltrúi Grindavíkur á úrslitakeppnina sem haldin var í Garðabæ s.l. helgi og stóð sig prýðilega þrátt fyrir hálsbólgu og kvef. „Ég söng sama lagið aftur og það gekk ágætlega", segir Berta Dröfn en hún hefur verið í söngnámi hjá Guðmundi Em- ilssyni í Tónlistarskóla Grinda- víkur síðan í vetur. „Mig hefur alltaf langað til að verða söng- kona en ég held að það sé mjög erfitt að koma sér áfram í þess- um bransa“, segir Berta Dröfn. New York, New York Líkur eru á að Berta Dröfn sé á leið í stóra hæfileikakeppni sem haldin verður í New York nú í lok apríl. Þátttakendur koma frá öllum heimshomum en það er John Casablanca sem stendur fyrir henni. „Keppnin er reyndar á sama tíma og sam- ræmdu prófm, svo ég veit ekki enn hvort ég fari, en ég fer þá bara á næsta ári ef ég kemst ekki núna“, segir Berta Dröfn. „Keppendur þurfa bæði að taka þátt í skyldu- og aukagreinum og á meðal skyldugreina eru módelmyndatökur, framkoma, tískusýningar, leikur í sápuóp- eru o.fl. Síðan mega þátttak- endur velja sér aukagrein eins og dans, förðun, söng o.fl.“, segir Berta Dröfn. Þetta hljóm- ar spennandi og það er aldrei að vita nema stjama Grinda- víkur eigi eftir að rísa enn hærra í framtíðinni. TÍHARIT VÍKURFRÉTTA Á öllum helstu blaðsölu- stöóum á morgunl Byltingarkennd nýjung í VERKJAMEÐFERÐ BlOflex KYNNING Dæmi þar sem BlOflex segulþynnan hefur sýnt frábær áhrif • Höfuðverkur • Hnakki • Axlir • Tennisolnbogi • Bakverkir • Liðaverkir • Þursabit • Hné • Æðahnútar • ökklar föstudaginn 4. febrúar í Apóteki Keflavíkur kl. 13-18 BlOflex segulmeðferð hefúr slegið í gegn á íslandi. Um er að ræða segulþynnur í 5 stærðum sem festar eru á líkamann með húðvænum plástri. Fagmennska í fyrirrúmi Apótek Keflavíkur S(mi: 421 3200 og Helga kynna vor- og sumarlitina 2000 nýju ilmvatni d Amor í Apóteki Keflavíkur föstudaginn kl. 13-18 Fagmennska í fyrirrúmi Apótek Keflavíkur i ^ Snyrtivörudeild Sími: 421 3200 asamt Guerlain PARIS

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.