Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 03.02.2000, Page 25

Víkurfréttir - 03.02.2000, Page 25
Víkurfréttir hafa kosið mann ársins á Suðurnesjum undanfarin tíu ár. Sérstök dóm- nefnd skipuð valinkunnum einstaklingum á Suðurnesjum sér um valið. Séra Sigfús Ingvason hlaut útnefninguna að þessu sinni. „Maður fólksins" var meðal þess sem dómnefndin sagði um Sigfús en hann hefur jafnt og þétt aukið hróður sinn sem sóknarprestur í Keflavíkursókn undanfarin sjö ár. Sigfús kom til Keflavíkur eftir veruleg átök sem urðu í kringum sóknina. Margir þakka Sigfúsi fjölbreytt og skemmtilegt sóknarstarf sem fer fram í dag. sem fyrirtæki ársins. Enn og aftur stóðu menn á merkum tímamótum. Logi hafði rekið eigið fyrirtæki í tvo áratugi og ftskmarkaðurin var að sigla inn í tíunda starfsárið. Logi sagði skemmtilega sögu um tilurð skímamafns síns. Hann byrjaði á að segja frá því að hann væri fæddur í Skagafirði og komið undir í Málmey. „Eg fæddist 14. mars 1951 uppi í Litlu- Brekku og var sendur strax út í eyju í kommóðuskúffu í opnum bát. A Þorláksmessu brann bærinn okkar. Ég var lagður í jötu 24. desember og svaf í fjárhúsunum yfir jólin“. 1997 / Steinþór Jónsson Hótelstjórinn og ffamkvæmda- maðurinn Steinþór Jónsson, kenndur við Hótel Keflavík, var kjörinn maður ársins 1997. Enn og aftur var það valinkunn dómnefnd Víkurfrétta, skipuð fulltrúum víðsvegar úr þjóðlífinu á Suðurnesjum og blaðamönnum Víkurfrétta sem stóðu að valinu. Hótelið hafði vaxið hratt og Steinþór var áberandi í ferðaþjónustu á svæðinu. Steinþór kemur einnig að rekstri Ofnasmiðju Suðurnesja sem er markaðs- ráðandi fyrirtæki og selur framleiðslu sína um allt land. Þegar Steinþór hlaut nafnbótina voru frekari breytingar að verða á rekstri hótelsins og m.a. nýir veitingastaðir að opna þar innandyra. Þá hafði líkams- ræktarstöð einnig hreiðrað um sig í kjallara hótelsins. Steinþór hafði sig einnig mikið í frammi í tenglsum við „nafnamálið“ svokallaða en Steinþór er ekki stuðningsmaður nr. 1 þegar nafnið Reykjanesbær er nefnt til leiks. Eftir útnefningu Víkurfrétta skellti Steinþór sér í framboð til bæjarstjómar og náði góðum árangri. Fyrirtækin sem hann kemur að hafa einnig haldið áfram að blómstra. 1998 / Aðalheiður Héðinsdóttir Aðalheiður var fyrst kvenna til að hljóta titilinn eftirsótta. Hún var með eiginmanni sínum sem var við nám í útlöndum þegar hún fékk kaffibakteríuna. Upphaflega ætlaði hún síðan að opna litla kaffibúð. Hugsunin um iðnrekstur var þá ekki uppi á pallborðinu hjá Addý. „Það er ekkert voða mikið um kaffi sem við vitum ekki um og það held ég að sé styrkur fyrirtækisins, nefnilega þekkingin á á vörunni sjálfri. I dag er Kaffitárið orðið eitt þekktasta kaffi á Islandi. Auk þess rekur fyrirtækið kaffistaði í Reykjavík og það báða reyk- lausal. Aðalheiði þykir þó skemmtilegast að kenna fólki að drekka kaffi. Kannski er hægt að líkja kaffi- ævintýri Addýar við ameríska drauminn. Hugmynd fæddist og varð að veruleika! Séra Sigfús Ingvason maðnr ársins 1999 „Hvað segirðu?" (hljóð í smástund), „maður ársins? Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja, nema þakka kærlega fyrir, Þetta er mikill heiður", sagði Séra Sigfús Ingavason, sóknarprestur í Keflavík þegar ritstjóri Víkurfrétta hringdi í hann til Akureyrar á dögunum til að tilkynna honum útnefninguna, Sigfús var í heimsókn hjá foreldrum sínum fyrir norðan. Sigfús er vel að þessu kominn. Kirkjustarf í Keflavík hefur verið með miklum blóma á undanfömum árum og séra Sigfús á stóran þátt í því. Hann hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í kirkjustarfinu og hressilegt viðmót. Sigfús er borinn og bamfæddur Akureyringur og bjó þar til 24 ára aldurs. Hann kom víða við áður en hann tók þá ákvörðun að verða prestur um tíma leit út fyrir að hann yrði pípulagningamaður. Sigfús komst hins vegar fljótlega að þvi að hann hefði tiu þumalfingur og lagði þá iðnnámið á hilluna. Hann innritaði sig í guð- fræðideild Háskóla íslands og tók við embætti í Keflavík haustið árið 1993. Sigfús segir að samstarf sitt við það fólk sem unnið hefur að málefnum kirkjunnar, hafi gengið glimrandi vel og aó þau séu alltaf að þróa starfið. „Vió höfum verió að byrja með aLLs konar námskeió, t.d. biblíulestrarnámskeið og bænanámskeió. Hópurinn sem byijaói aó myndast i kringum þetta starf var upphafió að Atfa námskeiðunum. Þetta gerðist því ekki á einum degi", segir Sigfús. ALfa nám- skeióin njóta vaxandi vin- sælda og því er kannski ekki úr vegi að útskýra fyrir þeim, sem ekki til þekkja, i hverju þau felast. „Námskeiðið snýst um aó útskýra grundvallarat- riði kristinnar trúar á skemmtilegan hátt. Það hefst meó borðhaldi klukkan sjö og eftir það er tónlist. KLukkan átta hefst fyrirLestur, siðan er fóLki skipt í umræðuhópa og að Lokum fara aLlir saman á heLgistund í kirkjunni. Eina helgi fer hópurinn saman tiL áframhaLdandi fræðslu og samfélags", segir Sigfús og bætir vió aó honum finnist námskeiðin hafa skiLað sér inn í kirkjustarfið. „FóLk fer aó rækta trú sína og ég teL að fóLk sé betur undirbúið tiL að takast á við hió dagLega Líf. Þessi námskeió eru vaxta- broddur í kirkjustarfinu", segir Sigfús. Á þessu ári verða mikiL há- tiðahöLd á ísLandi og tiLefnið er þúsund ára afmæLi kristni- töku. í Reykjanesbæ verður mikió um dýróir. 2. apriL verða hátiðahöLd i Reykjanes- hölLinni og einnig veróur sér- stök hátíð í KefLavíkurkirkju. „Við ætLum aó bjóða skóLun- um tiL okkar svo þaó veróur Líf og fjör. Kristnihátíðin er að mínu mati ekki bara einhver hátíð heLdur eitthvað sem við eigum að haLda áfram", segir Sigfús. Án iólks bt engin kirkja Sigfús segir aó bæói hann og séra ÓLafur Oddur, sóknar- prestur í Keflavík, séu mjög meóvitaðirum að kirkjan er fóLkið og án fóLks sé engin kirkja. „Við ÓLafur Oddur ætL- um okkur ekki að Leika neinn einLeik og við erum mjög samstíga í að virkja fóLkið meira. Vió gerum okkur einnig grein fyrir því að við getum ekki aLLtaf verið að biðja fóLk að koma i kirkju ef við förum ekki tiL fóLksins", segir Sigfús. Hann segist sjá framtíó kirkj- unnar bjarta með nýju safn- aðarheimiLi, fleiri tækifærum og meiri starfsemi. „Við höf- um Lagt okkur fram við byggga upp gott starf og höfum haft mikið af hæfiLeikaríkum ein- stakLingum í kringum okkur og á þeim hefur þetta byggst", segir Sigfús aó Lok- um. ítarlegt viðtal við séra Sigfús í Tímariti Víkurfrétta á morgun. 'i

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.