Víkurfréttir - 03.02.2000, Blaðsíða 29
Grindvíkingar eru
ekki óvanirað
hampa bikarnum.
Hér sjáum við
Pátur fyririiða
fyrir tveimur
árum, með
bikarinn á lofti.
„Meðhlaupararnir”
hættulegir
Þrátt fyrir Brenton
Birmingham fái mikla athygli
fjölmiðla og sé þar oftast þökk-
uð velgengni Grindavíkur-
liðsins er það vamarleikurinn
sem hefur verið að vinna flesta
leikina. Styrkur Grindvíkinga
felst í þvf að þeir hafa á afar
harðskeyttu byrjunarliði að
skipa, allir leika vörn af
ákveðni og hörku. Sóknar-
megin er þetta aðeins spuming
unt hlutverkaskipti og séu
leikir liðsins skoðaðir kemur í
ljós að alltaf á einhver
meðhlauparanna” sprettsóknar-
megin sem gerir út um leikina.
I síðasta leik var það Bjami
Magnússon, Guðlaugur
Eyjólfsson fyrir það, Bergur
Hinriks þar á undan.
Gamli maðurinn mikilvægur
Alexandre Ermoslinskij, sem
kominn er á fimmtugsaldurinn,
er Grindvíkingum gríðarlega
mikilvægur. Þótt hreyfanleik-
inn sé orðinn lítill er karl enn-
grjótharður varnarmaður,
hættuleg skytta og líklegast
best gefandi(stoðsendingakón-
gur risanna) stóri maðurinn í
íslenskum körfuknattleik frá
upphafi. Blnt. VF minnist
aðeins eins sem slær honum
við, Rússans Kouvtoum sem
leiddi KR-inga til eina
Islandsmeistaratitilsins síðan
Einar Bolla og Jón Sig voru
ungir menn.
Furðukvikindið Pétur
Guðmundsson
Fyrirliði Grindvíkinga, Pétur “-
mikli”, hefur lengi verið
talinnfurðukvikindi í íslenska
boltanum. Hann er talinn of
lítill til að geta spilað framherja
og of lítil skytta til að geta
verið bakvörður. Sjálfur tekur
Pétur lítið tillit til þessara tak-
markana og ár eftir ár hefur
hann verið besti leikmaður liðs
síns. Hann er eina ómissandi
stærðin í liði Einars
Einarssonar, sannkallaður
þúsundþjalasmiður.
Ólafur Orms lykilmaður
KR-ingurinn Olafur Jón
Ormsson kom inn í
úrvalsdeildina fyrir nokkrum
árum með stimpilinn „ein besta
skytta Evrópu” frá Axel
Nikulássyni, þáverandi þjálfara
unglingalandsliðsins. Mikil
skytta var piltur en bauð oft
andstæðingnum upp á „smor-
gasbord” varnarmegin. A
síðastu ámm hefur Ólafur bætt
leik sinn mikið og hefur verið
einn jafnbesti leikmaður
landsins á þessu tímabili,
óumdeilanlega landsliðsmaður
að margra áliti. Þegar hann
hefur leikið vel í vetur, skorað
grimmt og frákastað, hefur KR
undantekningalaust sigrað og
því lykilatriði fyrir Einar
Einarsson, þjálfara Grindvík-
inga, að koma í veg fyrir
stórleik úr þessari áttinni.
Sálfræðihliðin skiptir
höfuðmáli
Grindvíkingurinn Bjarni
Magnússon er ekki ókunnur
bikarúrslitaleikjum og eflaust
sá eini í Epson-deildinni sem
hefur leikið bikarúrslitaleik í
handbolta (með Selfossi 1992).
„KR-ingar munu ekki koma
okkar nokkuð á óvart. Þeir
koma til með að einbeita sér að
því að reyna stöðva Brenton,
eins og öll önnur lið í vetur.
Við hinir komum til með að fá
opin skot og verðum bara að
setja þau ofan í. Okkar megin
er það vamarleikurinn og á ég
von á því að fá Óla Orms í
minn hlut eins og áður í vetur.
Hann er búinn að spila vel og
er verðugur andstæðingur. En
eins og ávallt í bikarleikjum þá
mun þetta fræga „dagsform”
skipta máli og hvernig menn
koma andlega undirbúnir til
leiks. Getan ber mann hálfa
leið en það er sálfræðihliðin
sem skiptir höfuðmáli í svona
leikjum.
Hvernig stöðva þeir
Birmingham?
Vf lagði þessa spumingu fyrir
Brenton Birmingham.
„Það er náttúrlega búið að láta
mig fá það óþvegið oft og
mörgum sinnum. Meðferðin
hefur oft verið mjög slæm. Ég
veit ekki hvað hægt er að bæta
í þá flóm. Ég hef verið sleginn
í andlitið eftir að flautan gall,
laminn og gripinn og margt
annað sem ekki er einu sinni
hægt að hafa eftir.“
Verður þú tilbúinn undir hvað
sem KR-ingar reyna? „Ég vona
það en ég verð að spyrja. Hvað
er eftir?“.
Mætum öll í höllina og hvetjum Grindvíkinga til sigurs á laugardaginn!
Leikurinn hefst kl. 17 í Laugardalshöllinni!
Körfuknattleikdsdeild
Grindavíkur