Víkurfréttir - 03.02.2000, Page 13
Mokafli í Grindavik
Um 16 þúsund tonn hafa kom-
ið á land í Grindavíkurhöfn í
janúar. Þar af eru um 10 þús-
und tonn af loðnu og 3500 af
síld. A sama tíma í fyrra var
var heildaraflinn aðeins 6700
tonn og loðnuveiðin sérlega
dræm. Þá veiddust ekki nema
1300 tonn af loðnu og 2600
tonn af síld. Aflahæstu loðnu-
bátarnir nú eru Hoffellið og
Oddeyrin með 2900 tonn,
Sunnutindur með 3000 tonn og
Þorsteinn er búin að landa
3100 tonnum.
Að sögn Sverris Vilbergssonar
em bæði Þorsteinn og Hoffellið
úti eins og er en Sunnutindur
og Oddeyrin eru inni því þeir
búast við að loðnan sé að
ganga uppá gmnnið og em að
skipta um nætur. „Stóru línu-
bátamir em búnir að vera nán-
ast með mokafla í hverjum túr
og koma með eins og ílátin
leyfa eftir 3-5 lagnir. Við emm
þokkalega sáttir og vonumst til
að aflinn haldi áfram að vera
svona góður“, sagði Sverrir.
Eftirlitsmyndavélar
í Heiðarskélar leyfðar
Tölvunefnd hefur gefið vil-
yrði sitt fyrir uppsetningu
eftirlitsmyndavéla í Heiðar-
skóla samkvæmt ósk Arnýj-
ar Pálsdóttur skólastjóra.
Myndavélar munu verða
staðsettar á skólalóð, í sund-
laug og á göngum skólans, á
sal skólans og í matsal. Málið
var rækilega kynnt fyrir
nemendum og kennurum og
bæði foreldra- og nemenda-
ráð skólans hafa samþykkt
uppsetningu eftirlitsmynda-
véla fyrir sitt leyti. Bygging-
ar- og hönnunarnefnd Heið-
arskóla hefur því óskað eftir
heimild til að kaupa og setja
upp eftirlitskerfi.
I bréfi Tölvunefndar til skóla-
stjóra kom fram að í gildandi
lögum um skráningu og með-
ferð persónuupplýsinga, er
ekki að finna sérákvæði um
notkun myndavéla við söfnun
persónuupplýsinga um fólk. Þó
gilda ákveðnar reglur um notk-
un slíkra myndavéla og er upp-
setning þeirra háð skilmálum.
Þegar og ef til þess kemur að
skoða þurfi myndefni af ein-
hverjum ástæðum, þá verður
það aðeins gert af skólastjóra
eða aðstoðarskólastjóra, hverf-
islögreglu og eftir atvikum því
bami sem hlut á að máli og for-
eldrum þess. Öðrum verður
með öllu óheimill aðgangur að
myndefninu. Upptökur má að-
eins geyma í þrjá sólarhringa
nema nauðsynlegt sé að varð-
veita þær t.d. vegna rannsóknar
á skemmdar- eða ofbeldisverk-
um. Einnig er það skilyrði sett
að áberandi skilti verði sett upp
og fólki þar með gert viðvart
að vöktun fari fram.
20% kynningarafsláttur
MARBERT
Kynning föstudag kl. 13-18.
Sérfræðingur frá MARBERT
kynnir nýjasta kremið,
Profutura 2000 og nýja
body línu. Freyðibað, body
lotion, cellolite gel, fótakrem,
olíur og krem.
Galícry
ffiihrðun
Hafnargata 25 • Keflavík • Sími 421 1442
Hafnargötu 49 • 230 Keflavik • Sími 421 5757 • Fax 421 5657
Xúíiboðéclagar
15-4ö°/o aUiáttur
aj- öllum vömm
GEORG V. HANNAH sf.
Úr og skartgripir
TÍMARIT VÍKURFRÉTTA KEMUR ÚT Á MORGUN. SÖLUBÖRN
ÓSKAST. HAFIÐ SAMBAND VIÐ AFGREIÐSLU VÍKURFRÉTTA
Á FÖSTUDAGINN FRÁ KL. 10 - GÓÐ SÖLULAUN