Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 03.02.2000, Side 26

Víkurfréttir - 03.02.2000, Side 26
Dómarar Kvennaleik Keflavíkur og IS munu þeir Einar Einarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson dæma en eftirlitsdómari á þeim leik verður Kristinn Albertsson Karlaleikinn dæma þeir Jón Bender og Sigmundur HerÍDertsson en Bergur Steingríms vofir yfir. Höllin rýmd á milli leikja Bikarúrslitaleikur kvenna hefst stundvíslega kl. 14 en karlaleikurinn kl. 17. Verður áhangendum kvennaliðanna gert að yfirgefa höllina og greiða sig inn aftur á karlaleikinn. Miðaverð er kr. 800 fyrir fullorðna og kr. 400 fyrir böm. AFRAM KEFLAVIK! Tannlæknastofa Einars og Krístfnar Tannlæknastofa Jón Björns Saltver Utgerð - rækjuvinnsla SAMKAUP REYKJANESBÆR Keflvíkingar sigruðu Stúdínur örugglega 68-58 í íþróttahúsi Kennara- háskólans á mánudagskvöld í leik sem var forsmekk- urinn að bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. „Já nú er forleikurinn búinn og stóra stundin að renna upp. Þetta var langt frá því að vera léttur sigur. Þessi leikur var mjög erfiður og við vissum að hann yrði það. Það munaði mikið um fjölda sóknafrákas- ta sem þær náðu og vom þar af leiðandi að fá þetta 2 til 3 skot í sókn“, sagði Kristinn Einarsson, þjálfari Kefla- víkurstúlkna eftir leikinn við IS á mánudag. Þetta var síðasti leikur fyrir bikarúrslit og það mátti greinilega sjá á mínu liði í þessum leik að hugurinn var kominn lang- leiðina í höllina og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Við mætum með einbeitingu- na í lagi og baráttuna sem okkar helsta vopn. Við ætlum okkur auðvitað ekkert annað en bikarinn en til að það gerist verðum við að gleyma leikjunum í vetur gegn ÍS“. Bikarana til Suðurnesja! Landsbankinn Kvennalið Keflvíkinga á þvílíka sigurgöngu að baki í bikarkeppninni að segja má að án þeirra sé enginn bikar- úrslitaleikur. Kristni Einarssyni, þjálfara, hefur tekist að koma iiðinu aftur á toppinn eftir slakt gengi í fyrra (líklegast versta ári Keflavíkurstúlkna í tvo áratugi) og verða stúlkurnar hans að teljast sigurstranglegri á laugardag. Liðin hafa mættst þrisvar í deildinni í vetur og Keflvíkingar sigrað í ölluni leikjunum með rúmlega 12 stiga mun. Tveggja manna sveit Stúdínur leiða þær Hafdís Helgadóttir (10,4 stig)og Kristjana Magnúsdóttir (11,9 stig) og léku þær t.a.m báðar 40 mínútur í síðasta leik liðanna á dögunum. Ekki má þó gleyma Kefivíkingnum fyrrverandi Júlíu Jörgensen sem getur sallað niður þriggja stiga körfum. Ljóst er að lykilleikmenn liðsins þurfa hreinlega að eiga stjömuleik til að liðið eigi einhverja möguleika á að setja hroll að leikreyndum Keflvíkingum. Alda Leif loks réttum megin Keflvíkingurinn Alda Leif Jónsdóttir lék áður með ÍS og mætti sem slík Keflvíkingum í bikarúrslitaleiknum 1998 en þá sigruðu Keflvíkingar 70-54. Hún er nú einn máttarstólpinn í liði Keflvíkinga og vonar eflaust að úrslitin verði eftir bókinni, Keflavík sigrar ÍS í bikarnum. Ekki er Kristni Einarssyni einum að þakka endurkomu Keflvíkinga á toppinn í kvennaboltanum því endurkoma Erlu Þorsteinsdóttur úr námi frá Bandaríkjunum á einnig mikinn þátt í velgengni liðsins í vetur. Auk þess flutti einn besti leikmaður Njarðvíkinga sig á milli íþróttahúsa er Eva Stefánsdóttir bættist í leik- mannahópinn. Þá hefur endur- koma Kristínar Þórarinsdóttur styrkt liðið. Gríðariega jafnt lið Keflavíkurstúlkur tefla fram mörgum góðum leikmönnum sem má vel sjá á tölulegum staðreyndum. Fjórir leikmenn liðsins eru með meira en 10 stig að meðaltali, Erla Þorst- einsdóttir (16,2), Birna Valgarðsdóttir (13,1), Anna María Sveinsdóttir (12,8) og Kristin Blöndal (11,4). Alda Leif Jónsdóttir er þeirra þjófóttust með 4,4 stolna bolta á leik auk þess sem hún blokkar 2,9 skot á leik, bakvörðurinn sjálfur. Þetta eru tölur sem Shaq, Mutombo og hinir sjöfetarisarnir í NBA deildinni væru stoltir af. Fyrsti bikarinn á nýrri öld á leiðinni? Keflavíkurstúlkur fylgdu deildarsigrinum á KR eftir með bikarsigri á heimavelli KR 44-43 í æsispennandi leik þar sem aldrei munaði meira en fjómm stigum á liðunum. Eins og áður var vamarleikurinn í aðalhlutverkum og oft eins og lok væri á körfunni en viljastyrkurinn var meiri hjá okkar mönnum og enn einn bikarúrslitaleikurinn framundan. „Við vomm óheppin með skotin í byijun en spiluðum vömina eins og grenjandi ljónynjur allan leikinn og uppskárum frábæran sigur. Stelpurnar skila rosalegri baráttu leik eftir leik og ég er stoltur af þessu liði” sagði þjálfari liðsins Kristinn Einarsson. Comment frá kefþjálfara og leikmanni. öldinni. Guðjón(28), Jason(22), Hjörtur(22) og Fannar(12) léku allir afbragðsvel okkar megin en Keith Vassel(36) og Jesper Sörensen(22) bám uppi leik KR.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.