Víkurfréttir - 03.02.2000, Page 10
Beitir H. Ólafsson í Vogum framleiðir Ifnubeitningavél, spil og beituskurðarhnífa:
Helmingurinn
á erlenda markaði
Hafsteinn Ólafsson og eigin-
kona hans, Þóra Bragadóttir,
stofnuðu fyrirtækið Beiti árið
1988. Reksturinn hefur gengið
glimrandi vel frá upphafi og nú
er svo komið að fyrirtækið
annar ekki eftirspurn. Nú
stendur til að ráða bót á því en í
sumar er áætlað að fyrirtækið
flytji í nýtt og mun stærra hús-
næði. Einnig stendur til að
fjölga föstum starfsmönnum en
nú eru þau með einn fastan
starfsmann, Þórð Sæmundsson,
flugvirkja og fiskeldisfræðing.
Rúmlega helmingur fram-
leiðslu Beitis fer á erlenda
markaði, aðallega til Færeyja
en nýlega opnaðist stór mark-
aður á Nýfundnalandi sem þau
hjónin binda miklar vonir við.
Aðal framleiðsla fyrirtækisins
er beitningavél, línuspi) og
beituskurðahnífar.
Smíða úr rústfríu stáli
Hafsteinn vann áður sem vél-
stjóri á sjó og þegar hann fór í
land þá ákvað hann að fara útí
sjálfstæðan rekstur. Fyrstu 2-3
árin var Beitir aðeins aukabú-
grein með annarri vinnu en
þegar hlutirnir fóru að ganga
upp þá snem Þóra og Hafsteinn
sér alveg að rekstri fyrirtækis-
ins. „Við smíðum eingöngu úr
rústfríu stáli því við teljum vera
mesta framtíð í því. I upphafi
vomm við mikið í sérsmíði fyr-
ir bæði matvæla- og fisk-
vinnslufyrirtæki, m.a. Vífilfell
og Granda. Síðan fómm við að
þróa beitningavél, línuspil og
beituskurðahnífa og það hefur
verið föst framleiðsla hjá okkur
í um tíu ár“, segir Hafsteinn.
Flytja í stærra húsnæði
Beitir hefur verið með starf-
semi sína í bílskúr við Ægis-
götu í Vogum frá upphafi en
húsnæðið er fyrir löngu orðið
allt of lítið og hamlar fram-
leiðslugetunni verulega.
„Hérna áður fyrr smíðuðum
við mikið á staðnum, þ.e. í bát-
unum og fyrirtækjunum. Við
höfum líka verið með verktaka
í vinnu hjá okkur en þegar við
höfum verið með stór verkefni
þá höfum við þurft að leigja
húsnæði úti í bæ. Reyndar hafa
þeir í Valdimari hf. í Vogum
verið okkur mikið innan hand-
ar. Þar höfum við fengið að
vera með aðstöðu þegar við
höfum þurft á því að halda“,
segir Hafsteinn en á eldhús-
borðinu liggja teikningar sem
hann segir vera af nýju stál-
grindarskemmunni sem rísa
mun á miðju sumri á nýju
hafnarsvæði í Vogum. „Þetta er
450 fermetra stálgrindarhús og
þegar það er tilbúið munum við
bæta við nokkmm starfsmönn-
um. Þá getum við jafnframt
aukið framleiðsluna um a.m.k.
helming“, segir Hafsteinn og
ekki er laust við að tilhlökkun-
ar gæti í rödd hans.
Útflutningurtil Færeyja, Nor-
egs og Grænlands
Hafsteinn og Þóra hafa verið
dugleg við að kynna fram-
leiðslu Beitis á sjávarútvegs-
sýningum undanfarin ár og sú
kynning hefur svo sannarlega
borið tilætlaðan árangur.
„Markaðurinn í Færeyjum opn-
aðist eftir að við tókum þátt í
Tor-Rek sýningu sem haldin
var í Færeyjum 1998. Síðan þá
hefur verið stöðugur útflutning-
ur þangað. Eins og staðan er í
dag erum við í basli með að
skila af okkur pöntunum“, seg-
ir Hafsteinn og bætir við að
áhugi Norðmanna hafi kviknað
eftir sjávarútvegssýninguna í
Reykjavík 1999 og þegar hafa
nokkrar vélar verið sendar
þangað.
Spennandi tækifæri í Kanada
Umboðsaðili Beitis í Kanada
heitir Icedan, en það er mjög
stór fyrirtæki í sölu á væðafær-
um og tækjum til fiskiskipa að
sögn Hafsteins. „Þorskveiðar
hafa ekki verið leyfðar við Ný-
fundnalandi í tólf ár en línu-
veiðar hetjast með vorinu. Út-
gerðafyrirtæki þar eru þegar
búin að panta þrjú sett og ætla
að sjá hvemig þau reynast. Ég
og Astþór skipstjóri, fömm út
til þeirra til að setja upp og
kenna þeim á tækin en Astþór
er búin að nota þau í 6 ár á
skipinu sínu. Nýfundnalend-
ingamir vom mjög hrifnir þeg-
ar þeir sáu þetta hjá okkur á
sjávarútvegssýningunni Marin
'99 sem haldin var í St. John's
á Nýfundnalandi, en það kem-
ur í ljós hvað gerist þegar þeir
em búnir að reyna tækin“, segir
Hafsteinn og viðukennir að
hann hafi ákveðnar væntingar í
sambandi við Kanadamarkað í
ífamtíðinni.
Persónuleg þjónusta
Þóra segir að grunnurinn að
velgengni þeirra á þessum
markaði byggist fýrst og fremst
á persónulegri þjónustu, vönd-
uðum vinnubrögðum og til-
tölulega ódýrri framleiðslu
miðað við sambærileg tæki en
þau hafa einnig aflað sér góðra
sambanda á sjávarútvegssýn-
ingum á undanförnum árum.
„Við emm búin að vera að þróa
tækin s.l. níu ár og áður en við
fórum að flytja þau á erlenda
markaði var komin sex ára
reynsla á þau hér heima“, segir
Hafsteinn og bætir við að það
hafi einnig hjálpað að hann sé
sjálfur fyrmrn sjómaður og haft
því góðan skilning á því sem
sjómenn þurfa að fást við.
Stór verkefni á dagskrá
Fyrirtæki Beitir hefur þó ekki
sagt skilið við íslenskan mark-
að þrátt fyrir vaxandi eftirspum
erlendis. Aður sá fyrirtækið að-
allega um að smíða í frystitog-
ara en undanfarið hefur mest
verið að gera í krókabátum og
minni bátum en Hafsteinn tek-
ur fram að búnaðurinn sé sér-
staklega hannaður fyrir þá.
„Við höfum þó verið að smíða
í stærri skip“, segir Halldór.
„Nýverið smíðuðum við t.d.
vinnslulínu í Vesturborgina
GK-195 og vinnslulínu um
borð í Þuríði Halldórsdóttur.
Við vorum að gera tilboð í að
smíða fleiri vinnslulínur í stærri
skip“, segir Hafsteinn.
Leifsstöð:
Fjárflutningar
hjáWestern
Union
Western Union opnaði
nýlega aðstöðu hjá The
Change Group í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar.
Með milligöngu Western
Union getur hver sem er
sent peninga eða fengið þá
á alþjóðamarkaði og ekki
þarf til þess neitt kreditkort,
bankareikning eða aðild.
Fleira fólk notar Western
Union en nokkra aðra ylir-
færsluþjónustu til að sjá
fytir þörfum fjölskyldunnar
heima fyrir, bjarga lerða-
fólki í vandræðum, aðstoða
námsmenn erlendis og
halda verslunarrekstri í
góðu gengi.
Fljótlegt
Viðtakendur geta sótt fé sitt
fáeinum mínútum eftir að
það er sent. Westem Union
notar nýtísku rafeindatækni
og eigið tölvunet, sem
spannar allan heiminn til að
gefa tafarlausar greiðslu-
heimildir í yfir 140 lönd-
um.
Ábyggilegt
Westem Union hefur stund-
að örugga peningayfir-
færslu síðan 1871. Arlega
annast fyrirtækið 33 millj-
ónir yfirfærslna, og þær
njóta allar vemdasr örygg-
iskerfis sem er á heims-
mælikvarða. Það tryggir að
peningar verða greiddir
fljótlega og fullkomlega og
eingöngu til réttra aðila.
Þægilegt
Western Union er stærsta
peningaflutninganet verald-
ar og hefur umboðsmenn á
yfir 50 þúsund stöðum,
sem veita bestu fáanlegu
þjónustu. Margir þeina eru
í bönkum. pósthúsum,
lyfjabúðum, verslunum.
járnbrautarstöðvum, flug-
höfnunr og á öðmm þægi-
legum stöðum og þar er
opið seint og snemma um
helgar.
Auðvelt
Sendandi kemur peningun-
um til umboðsmanns
Westem Union. fyllir út lít-
ið eyðublað, greiðir jrjón-
ustugjald og fær kvittun
með eftirlitsnúmeri. Síðan
tilkynnir hann viðtakanda
um yfirfærsluna. Viðtak-
andinn fer til urnboðs-
manns Westem Union. sýn-
ir persónuskilríki (eftirlits-
númerið hjálpar til, en er
ekki nauðsynlegt) og fær
alla upphæðina stað-
greidda.