Víkurfréttir - 03.02.2000, Page 22
Mynd-Lyst
Hólmgarði
Opnum nýja og bætta vídeoleigu
á morgun. Mikið úrvai af DVD
myndum. Opið föstud og laugard.
frá 13-01 og virka daga frá 13-23.30.
Atvinna
Starfskraft vantar í blómabúðina Kósý.
Upplýsingar á staðnum.
JIJIfli/tM&fJ) Í - S2MI 421 4722
Atvinna
Tískuvöruverslun við Hafnargötu óskar
eftir ungum starfskrafti, 18-25 ára
allan daginn. Þarf að hafa áhuga
á fatnaði og góða þjónustulund.
Umsóknir skulu sendar á skrifstofu
Víkurfrétta merkt „Tískuvöruverslun“
STUÐLABERG
FASTEIGNASALA
GUÐLAUGUR H. GUÐLAUGSSON SÖLUSTJÓRI
HALLDÓR MAGNÚSSON SÖLUMAÐUR
ÁSBJÖRN JÓNSSON hdl. LÖGGILTUR FASTEIGNA- OG SKIPASALI
Til sölu
Rekstur gjafavöruverslunar á besta
stað við Hafnargötu til sölu.
Miklir möguleikar.
Upplýsingar gefur Guðlaugur
á Stuðlabergi
Jónatan Ingimundarson, Halldór Sigurðsson og eiginkona hans, Guðrún María Lewis.
Seglás opnar í Sandgerði:
Vínsffil fortjöld og velðafsragerð
Fyrirtækið Seglás í Sandgerði
hóf starfsemi sína í desember á
síðasta ári, í því húsnæði sem
verslunin Aldan var áður. Eig-
endur fyrirtækisins em Halldór
Sigurðsson og eiginkona hans
Guðlaug María Lewis og Jón-
atan Ingimarsson og Ólöf Guð-
mundsdóttir, kona hans. Við-
skiptin hafa gengið vel það
sem af er, að sögn Jónatans, en
Seglás er með veiðafæragerð,
verslun, framleiðir fortjöld fyrir
fellihýsi og tekur að sér við-
gerðir á tjöldum. Formlegt
opnunarhóf var haldið í hús-
næði fyrirtækisins s.l. föstu-
dags kvöld og var margt um
manninn. Söngsveitin Víkingar
tók m.a. lagið undir styrkri
stjórn Einars Amar organista
og tónlistarmanns með meiru.
Fjöldi viðskiptavina samfögn-
aði nýju eigendunum og færðu
þeim blómvendi og góðar gjaf-
ir í tilefni dagsins.
Engir nýgræðingar
Jónatan og Halldór eru engir
nýgræðingar á þessu sviði því
þeir lærðu báðir netagerð hjá
Jóni Eggertssyni í Netanausti
fyrir nokkmm áratugum síðan.
Jónatan er meistari í greininni
og hefur starfað við netagerð
síðan 1968. Halldór er sveinn
og hefur unnið við netagerð
bæði til sjós og lands síðan
1977. Þeir störfuðu báðir hjá
Jóni í nokkur ár en leiðir þeirra
skildust þegar Jónatan ákvað
að stofna sitt eigið netagerðar-
fyrirtæki árið 1980. Árið 1994
keypti hann saumavélar og
tæki úr dánarbúi Karls Bjöms-
son sem rak Seglasaum í
Keflavík um margra ára skeið.
Síðan þá hefur Jónatan fengist
við tjaldaviðgerðir og tjald-
hönnun með góðum árangri.
Fortjaldið vinsælt
Starfsemi fyrirtækisins felst
fyrst og fremst í tjaldaviðgerð-
um og veiðafæragerð. Jónatan
hefur einnig hannað mjög ný-
stárlegt fortjald sem hentar öll-
um tegundum fellihýsa. Hall-
dór segir að hróður tjaldsins
væri farinn að berast víða um
landið og að fólk gerði sér jafn-
vel ferð suður til Sandgerðis til
að skoða þessa snilldarhönnun
með eigin augu. Pantanir eru
famar að streyma inn en þetta
er þriðja árið sem Jónatan
framleiðir slík tjöld. „Við höf-
um aldrei auglýst neitt en salan
hefur gengið frábærlega vel og
við erum þegar komnir með
fastan kúnnahóp í sambandi
við veiðafæragerðina", segir
Halldór og er augljóslega yfir
sig ánægður með viðtökumar.
Seglás rekur líka verslun sem
bíður upp á vandaðar vömr á
góðu verði fyrir sjómenn og
fiskvinnslufólk og einnig eru
þeir með ýmislegt sem tengist
tjöldum á boðstólnum.
77/ sölu
Iðnaðar eða geymsluhúsnæði í byggingu að
Grófinni 6a, ekið inn frá Bergvegi, skammt frá
smábátahjöfninni. Stærð eininga er frá 85-95m2.
Nánari upplýsingar í síma 421 4271 eða 421 1746