Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 03.02.2000, Page 31

Víkurfréttir - 03.02.2000, Page 31
r Guðjón í gang! Allir shonuðu í Borgar- nesi Grindvíkingar gerðu gott strandhögg í Borgarnesi og sigruðu örugglega 93- 87 í leik þar sem allir leikmenn liðsins skoruðu a.m.k 4 stig. Ekki aðeins tók Grindvíkingar stigin heldur skildu þeir eftir sig sviðna jörð, Tómas Holton nefbrotinn og nýkominn Spánverjan meiddan. Að vanda var Brenton Birmingham leiðtoginn, lék vel og skoraði 30 stig, Bjarni ellefu, Pétur 9 og aðrir minna en allir eitthvað. Grindvíkingar tróna nú einir á toppi Epson- deildarinnar. Gott í 34 mín. “Borgnesingar hófu seinni hálfleikinn í 2-3 svæði og við nýttum okkurþað vel „sagði Einar Einarsson þjálfari Grindvíkinga. “Það má segja að við höfum leikið mjög vel í 34 mínútur en hætt þá að spila eins og lið. Fram að því unnum við vinnuna okkar og vel það.” Okkar besti leikur Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflvíkinga var ánægður í leikslo eftir KR-sigurinn. „Þetta var okkar besti leikur í langan tíma og við náðum upp góðri stemmningu innan liðsins. Það er gott að hafa Guðjón heitan, við verðum betra lið með hann í ham. í seinni hálfleik lentum við í vandræðum með svæðis- vöm KR-inga en reynslan af síðustu leikjum hjálpaði okkur undir lokin. Við höfum verið að tapa á lokamínútunum undanfarið en snemm nú dæminu við. “ íslandsmeistarar Keflvíkinga unnu langþráðan sigur á heimavelli gegn KR 101-98 sl. sunnudag og veittu áhang- endum von um betri tíð framundan. Það var stórskyttan Guðjón Skúlason sem öðrum fremur kom lagi á leik Keflvíkinga. Hann hóf leikinn með stórskotahríð utan þriggja stiga línunnar og skoraði 6 slíkar ífyrri hálfleik. Meistararnir hófu leikinn á góðum vamarleik og börðust fyrir hverju varnarfrákasti. Fráköstin sköpuðu hraðaupphlaup. I hraðaup- phlaupunum opnaði hættan af Guðjóni vöm KR-inga fyrir öðrum leikmönnum liðsins sem nutu frelsisins og léku eins og beðið hefur verið eftir í bítlabænum og 58-43 forskot í hálfleik síst of lítið. Svæðisvörn Vesturbæinga hægði á leiknum í seinni hálfleik og hægt og rólega skriðu þeir röndóttu aftur inn í leikinn en “ skriðdrekinn” Gunnar Einarsson gerði út um vonir þeirra með þriggja stiga körfu og tryggði fyrsta sigurinn á 21.„Eg vona að við eigum eitthvað inni. Leikmenn gerðu það sem jxir áttu að gera í þes- sum leik og því spilaði liðið sem heild betur. Það er of snemmt að segja til um hverjir enda á toppnum í enda veturs", sagði Guðjón Skúlason, hetja Keflvíkinga eftir leikinn. Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á nýliðum Hamars 95-74 í fýrsta deildarleik liðsins eftir fráfall Örlygs Arons Sturlu- sonar. Hvergerðingar voru betri aðilinn framan af leik en Keith Veney gaf þó fyrirheit um seinni hálfleikinn með gríðarlöngu þriggja stiga skoti á lokasekúndum fyni hálfleiks 47-44. í seinni hálfleik beitti Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvík inga, svæðisvöm fyrir vagninn og lokaði hún svo til alveg á gegnumbrot Hamarsmanna sem misstu taktinn á meðan Friðrik Ragnarsson(27) fann sig vel í skyttuhlutverkinu og skoraði margar fallegar körfur. Friðrik, Friðrik Stefánsson, Teitur Örlygsson, Hermann Hauksson, Keith Veney og Páll Kristinsson léku allir vel. Dýrmæt stig “Við vomm eitthvað ráðvilltir í upphafi leiks og átak að komast af stað aftur” sagði Friðrik Ingi þjálfari Njarðvíkinga. “Eg ákváð undir lok fyrri hálfleiks að opna seinni hálfleikinn með svæðisvörn og það gekk upp. Hún lokaði alveg á Hamarsmenn og skoraði Brandon Titus til dæmis ekki stig fyrr en á síðustu mínútunni. Hinum megin fór Frikki [- Friðrik Ragnarsson] á kostum og skorðai 22 stig í hálfleiknum. Ég lít á þetta sem mjög dýrmæt stig og get ekki verið annað en ánægður með mína menn.” Fjölmennt við lítjör Örlygs Örlygur Aron Sturluson, einn efnilegasti körfuboltamaður á Islandi sem lést þann 16. janúar síðastliðinn var jarð- sunginn frá Njarðvíkurkirkju sl. fimmtudag, 24. janúar. Faðir Örlygs Arons, frændur og aðrir ættingjar bám kist- una en fjölmenn var við útfö- rina sem einnig var sýnd á sjónvarpsskjá í íþróttahúsi Njarðvfloir. Örlygur var aðeins 18 ára þegar hann féll ffá - hann var eitt mesta efni í körfu- boltanum þegar hann kom fram á sjónarsviðið. Hann átti ekki langt að sækja snilli sína, faðir hans Sturla Örlyggsson var mikill körfu- boltamaður sem og frændur hans, með Teit Örlygsson í fararbroddi. Örlygur Aron hóf æfingar með Njarðvík þegar hann var á áttunda aldursári og lék með öllum yngri flokkum félagsins. Fyrsta leikinn með meist- araflokki lék hann gegn IA 1997, þá 16 ára gamall og enn í 11. flokki. ( Hann sko- raði 10 stig og gaf 7 stoðsendingar.) Sama ár var hann valinn í æfinga- landsliðshóp Islands. Örlygur lék mikið með sig- urliði Njarðvíkur tímabilið 97-98 og vorið 1998 hampaði hann með félögum sínum íslandsmeistarabikarnum eftir úrslitaviðureignir við KR. Næsta keppnistímabil lék Örlygur Aron í Bandaríkjunum samhliða námi og stóð sig með prýði. Hann lék með unglingalands- liði og U20 -landsliði íslands sumarið 1999 en var valinn í A-landsliðið urn haustið og lék þrjá leiki með því í nýafstaðinni Evrópu- keppni . Nú í vetur var Örlygur allt í öllu hjá sínum mönnum í Njarðvík, skoraði um 15 stig að meðaltali í leik og þrívegis náði hann svokallaðri Þrefaldri tvennu. Margir töldu hann vera besta leikmann deildarinnar í vetur, - ekki síst vegna fjölhæfni hans og ekki skyggði á framkoma hans og keppnis- skap. Einn af okkar allra bestu íþróttamönnum er fallinn frá en minning um hann mun alltaf lifa í hugum og hjörtum okkar.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.