Víkurfréttir - 03.02.2000, Side 21
Gefum hrossum pappír
Ellert Eiríksson bæjarstjóri
misskildi setningu í áætlun um
Staðardagskrá 2! sem var „við
endurvinnum pappír og
brauðafganga gefum við hest-
unum.“ Ellert náði með ein-
hverjum hætti að lesa þetta
með þeim hætti að gefa ætti
blessuðum hrossunum pappír
og brauð. Kjartan Már (B) leið-
rétti þennan undarlega mis-
skilning bæjarstjóra sem ítrek-
aði þá að það væri samt frábær
lausn ef hægt væri að láta hest-
ana éta allan afgangspappír.
Ellert alltaf með spamaðinn í
fyrirrúmi.
Krakkarnir í lO.bekk Grunnskóla Grindavíkur tóku að
sér að ganga um götur bæjarins og hreinsa upp ruslið ,
sem hlóðst upp eftir eftir skotgleðina um áramótin. Þetta |
átak er hluti af námskeiði í skólanum um heimabyggðina |
og að læra að bera virðingu fyrir umhverfi sínu. Krakk- I
arnir ætla að fara í ferðalag eftir samræmduprófin í vor, I
og mun sveitarfélagið þakka þeim aðstoðina við hreins-
unina með framlagi í ferðasjóðinn. Alls hirtu þau upp
rusl sem fyllti milli 40 og 50 ruslapoka, eða milíi 200 og |
250 kíló að þyngd.
I___________________________________________________I
Allt hreint!
Tölvurnar alltaf í gangi
Ellert bæjarstjóri Iét ekki þar
við sitja og benti á að venja
væri að hafa tölvur í skólum
bæjarins í gangi allan sólar-
hringinn. Kjartan Már (B)
benti þá á að tölvur þyldu það
alveg að vera skildar eftir í
gangi og að töluverð orka færi
í ef þær væru allar ræstar dag-
lega. Ellert sætti sig við þessi
málalok með bros á vor.
Mengun frá sjúkrahúsinu
Mengunar- og umhverfismál
voru Olafi Thordersen (J) of-
arlega í huga á síðasta bæjar-
stjórnarfundi. Hann upplýsti
bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar
um það að hvorki meira né
minna en 50 tonn af sorpi
hefðu komið frá Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja á síðasta
ári og 330 kíló í síðustu viku.
Oli ætti að vita hvað hann er að
tala um...
Kvíði og þung-
lyndi barna
Miðvikudaginn 9. febrúar kl 20 - 22
verður fyrirlestur um kvíða og þunglyndi
barna haldinn í Njarðvíkurskóla. Fyrirlesari
er Berglind Brynjólfsdóttir sálfræðingur hjá
fjölskyldu og félagsþjónustu Reykjanesbæjar.
Einnig mun Hjördís Arnadóttir Félagsmálastjóri
Reykjanesbæjar vera
með stutta kynningu um þá þjónustu sem
er í boði fyrir foreldra sem þurfa að leita
sér aðstoðar.
Kaffiveitingar eru i boði Kaffitárs.
Munið útivistartímann, samtaka nú.
Að þessum fyrirlestri standa
Foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ.
Óli í Höllinni
...og meira af Olafi. Hann hefur
staðið þétt við bakið á sínum
mönnum í minnihluta bæjar-
stjómar og mótmælt byggingu
Reykjaneshallarinnar harðlega
eins og sönnum krata sæmir.
Oli er hins vegar alkunnur
íþróttaáhugamaður og var
mættur á æfingu í Höllinni
með liði Njarðvíkur í fótbolta
fyrir skömmu. Ætli félagar
hans úr flokknum mæti á stað-
inn og hvetji Ola á næsta leik
Njarðvíkur í „einnota" Höll-
inni?
Atvinna
Óskum eftir að ráða háseta vana
loðnuveiðum á Berg Vigfús.
Upplýsingar gefur Hallgrímur
ísíma 895 7519
Barðsnes ehf
Spennandi Starf
í Ferðaþjónustu
Bláa lónið er einstök heilsulind og einn vinsælasti
áfangastaður erlendra ferðamanna sem heimsækja ísland.
Fyrirtækið býður upp ó spennandi atvinnutækifæri
Við leitum nú eftir vaktstjóra til að starfa við baðstaðinn
við Bláa lónið. Um er að ræða framtíðarstarf.
Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt,
búa yfir stjórnunarhæfileikum
og eiga auðvelt með mannleg samskipti.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi
góða tungumálakunnáttu.
Baðstaðurinn við Bláa lónið er opinn alla daga
og starfsmenn starfa á vöktum.
&
Umsóknir óskast sendar til Blóa Lónsins hf.
fyrir 15. febrúar.
Pósthólf 22 - 240 Grindavík
I C E L A N D www.bluelagoon.is lagoon@bluelagoon.is
Atvinna
Óska eftir bílstjóra með meiraprófs-
réttindi. Upplýsingar veitir
Jón Gunnar í síma 893 6858.
Loðnufrysting
Starfsfólk vantar í loðnu og
hrognafrystingu okkar í Grindavík
á komandi vertíð.
Mikil vinna.
Fyrirhugað er að komið verði á akstri
til og frá vinnu á Suðurnesjum.
Upplýsingar hjá Hjalta í símum
426 7905 og 893 9714
og hjá Ævari í símum
426 7902 og 861 7061
Samherji h/f
Fiskimjöl og Lýsi Grindavík
Nýjar fréttir daglega é
www.vf.is