Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 16.03.2000, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 16.03.2000, Qupperneq 2
Aðalfundur Sparisjóðsins: Besta afhoma fpá upphafi Aðalfundur Sparisjóðsins var haldinn á þriðjudaginn fyrir fullu húsi í Stapa. Þar kom m.a. fram að Spari- sjóðurinn í Keflavík skilaði á síðasta ári hæstu arðsemi eiginfjár í samanburði við þá banka og sparisjóði sem birt hafa afkomutölur. Nýtt merki Sparisjóðsins var ein- nig kynnt á fundinum og var aimenn ánægja með merkið. Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri sagði að árið 1999 hefði skilað bestu rekstr- arafkomu Sparisjóðsins frá upphafi. Hagnaður varð 148,9 milljónir eftir skatta og fram- lag til afskriftareiknings, sam- anborið við 80,3 milljónir á árinu áður. Arðsemi eiginfjár var 24,5% en var 16,0% á ár- inu 1998. Samþykkt var tillaga um 10% arðgreiðslu til stofnfjáraðila, auk þess var stofnfé endur- metið um 5%. Tillögu um aukningu stofnfjár var frestað. Geirmundur ræddi sérstak- lega mögulega hlutafjárvæð- ingu Sparisjóðanna eða breytt rekstrarfyrirkomulag. Hug- myndin fékk jákvæðar undir- tektir og var það mál fundar- manna að Sparisjóðurinn í Keflavík hefði fmmkvæði að opinni umræðu um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Spari- sjóðanna. Stofnfjáraðilar Sparisjóðsins í Keflavík eru nú tæplega 500. 3ja ára fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar: Bókhaldsbrellur og óraunhæfar áætlanir FRÉTTIR Barátta gegn reykingumí bæjarstjórn Mikil áróður hefur verið gegn reykingum að undan- förnu í öllum fjöimiðlum enda veit hvert mannsbarn liversu skaðlegar þær eru. Kjartan Már Kjartansson (I!) lagði til á fundi bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar að gerð yrði könnun á reykingum meðal starfs- manna bæjarins. Að at- bugað yrði hversu margir þeirra sem reykja vilja liætla og hvernig reykinga- mennirnir telji að vinnu- veitandinn geti aðstoðað þá við að hætta. ’l'illaga Kjart- ans varsamþykkt 11-0. Villflýta lagningu Suður- strandar- vegar Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Samtiik sunn- lenskra sveitarlélaga og bæj- arstjórn Grindavíkur, hafa skorað á Alþingi og ríkis- stjórn að beita sér fyrir að lagningu Suðurstrandurveg- ar niilíi Þorlákshafnar og Grindavíkur verði liraðað og að litið verði á lagningu vegarins seni sérstakt verk- efni í tengslum við fyrirhug- aða kjördæmabreytingu, þegar Suðurland og Reykja- nes renna saman í eitt kjiir- dæmi. „Þar sem aðeins 3 ár eru þar til kjiirdæmisbreytingin tek- ur gildi er mjiig mikilvægt að sem allra fyrst verði tekn- ar ákvarðanir uin fram- kvæmdina og I járniiignun hennar. I því sambandi legg- ja stjórnirnar áherslu á að um sérstaka fjármögnun verði að ræða, utan hefð- bundinna fjárveitinga til vegamál, þannig að það bitni ekki á þeim verkefnuni sem nú eru á dagskrá", segir orð- rétt í ályktuniniii. Ellert Eiríksson (D) bæjar- stjóri lagði 3ja ára fjárhagsá- ætlun Reykjanesbæjar fram í síðustu viku og lagði til að hún yrði samþykkt. Minni- hlutinn dró hins vegar í efa þær forsendur sem áætlunin er byggð á. Aætlunin var samþykkt með 7 atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn sat hjá. I bókun minnihlutans segir m.a: „Að okkar mati er þó teflt á tæpasta vað og jafnvel út fyr- ir það í þeirri viðleitni að geta sýnt fram á afgang af rekstri til að greiða niður hluta af þeim miklu skuldum sem stofnað hefur verið tiL.Það að gera ráð fyrir að skatttekjur bæjarins aukist um 16,6% frá árinu 2000 til 2003 er e.t.v. ekki svo óraunhæft, en að áætla að rekstur málaflokka hækki ekki nema um 2,8% á sama tíma, án niðurskurðar á ákveðnum lið- um, er með öllu óraunhæf áætl- un. “ Að sama skapi telur minnihlut- inn að aðrir liðir séu ranglega áætlaðir og að þessir útreikn- ingar séu ætlaðir til að slá ryki í augu þeirra sem hafa áhyggjur af fjármálastjóm meirihlutans. Reykjaneshöllin var einnig til umræðu og minnihlutinn spáir því að rekstrarhalli hennar verði um 29 niillj. kr. í ár, tæpar 27 millj. kr. á næsta ári og 23 millj. kr. árið 2003. „Fjárhags- vandi Reykjanesbæjar er mikill en honum verður ekki sópað undir teppið með bókhalds- brellum eða framlagninga óraunhæfra áætlana", segja fulltrúar minnihlutans. Skúli Þ. Skúlason (B) oddviti bæjarstjómar, sagði að áætlun- in væri vissulega byggð á ákveðnum forsendum. Hann teldi þær forsendur raunhæfar því þær væm byggðar á margra ára reynslu og ráðleggingum frá ríkisstofnunum. Eflaust ættu þó einhverjar skekkjur eft- ir að koma upp á yfirborðið. „Hvernig skilgreinir þú fjár- hagsvanda?“, sagði Skúli og beindi orðum sínum til Jóhanns Geirdal (J). „Bærinn á fyrir skammtímaskuldum. Það er rétt að við höfum aukið skuldir og meirihlutinn er fullkomlega meðvitaður um skuldastöðuna. Markmið þessarar áætlunar er því að ná rekstrarkostnaði nið- ur um 70%, sem er göfugt markmið. Við höfum lagt mikla vinnu í hvem einstakan lið þessarar áætlunar og unnið af heiðarleika og raunhæfni", sagði Skúli. Reyknesbæingar hafa margir hverjir kvartað yfir þW að ná ekki skýrri mynd í sjónvarpinu. Haft var samband við ^firmenn dreifikerfa RUV og ís- lenska útvarpsfélagisins sem sögðu að þessar trull- anir stöfuðu af „skuggum“. Bætt hefur verið úr þessu tæknilega vandamáli með nýjum sendum og litlu, skrítnu skuggarnir eru því horfnir. Samband sveitarfélaga á Suðumesjum hefur á undan- fömum árum verið að þrýsta á endurbætur á útsendingar- styrk ljósvakamiðlanna. Að- alfundur S.S.S. í Vogum 1998 ályktaði m.a um málið. Var það gert í kjölfar könn- unar á útsendingarstyrk sem gerð var fyrir S.S.S. á svæð- inu. Málinu hefur síðan ver- ið fylgt eftir með fundum og símtölum. Hafa Ríkisútvarpið og Is- lenska útvarpsfélagið gert úr- bætur sem eiga að koma að gagni fyrir íbúa svæðisins. RUV hefur komið upp í Landssíma-mastrinu í Kefla- vík 100 watta UHF sendi á rás 24 sem bætist við núver- andi VHF rás 10 sem sendir frá Vatnsenda. Obreyttir eru sendar á VHF rás 8 frá Þor- bimi til Grindavíkur og UHF sendir á rás 30 frá Vogastapa að Vogum. Islenska útvarpsfélagið hefur sett upp endurvarpa fyrir ör- bylgjurásir á Þorbjörn sem endurvarpar örbylgjumerkinu þaðan í sendi sem staðsettur er á TAL-mastrinu í Keflavík og næst allt efhi á vegum Is- lenska útvarpsfélagsins á ör- bylgjuloftneti, einnig sendir Islenska útvarpsfélagið eftir sem áður á VHF rás 6 og 12 (Stöð 2 og Sýn). RÚV næst einnig á örbylgju. Sjónvarpsnotendur eru því hvattir til að kynna sér jressa nýju möguleika hjá tækni- og þjónustuaðilum á svæðinu en sjónvarpsstöðvamar vonast eftir að þama sé komin fram- tíðarlausn sem eigi eftir að gagnast íbúum. VIKUR PRÉTTIR Útgeiandi: Viknrfráttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 2G0 Njarðvik, sítni 421 4717, fax 421 2777 Ritstjóri: Páll Ketilsson, simi 893 3717 pket@vf.is • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222 hbb@vf.is Blaðamaður: 3ilja Dögg Gnnnarsdóttir silja@vf.is • Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir kristin@vf.is, Jónas Franz Sigurjónsson franz@vf.is Auglýsingagerð: Bragi Einarsson bragi@vf.is • Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is - , , - . ÚtUt, umbrot, htgreining og prentvistun: Víkurfréttir ehf. • Prentvinnsla: Oddi hf. utHirSGIT ÚtgálcL! WTA/W.VI.ÍS

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.