Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 16.03.2000, Page 15

Víkurfréttir - 16.03.2000, Page 15
Fréttir úr bæjarstjórn Reykjanesbæjar i lþróttir og tómstundamál Stefán Bjarkarson og gönguhópurinn sem mætir á hverjum morgni í höllina. Skemmtilegt uppbyggingarstarf Undanfarin ár hefur markvisst verið unnið að uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ. Ekki aðeins við Reykjaneshöllina heldur önnur smærri verkefni sem þó eru ekkert smá þegar vel er að gáö. Reykjaneshöllin ekki eina verkefnið Stefán Bjarkason, íþrótta- og tóm- stundafulltrúi Reykjanesbæjar, hef- ur þá skoðun að fólk gleymdi því stundum í allri umræðunni um fjöl- nota húsiö, að Reykjanesbær hefði m.a. byggt löglegan körfuboltavöll í íþróttamiðstöö Heiðarskóla. „í tengslum viö Heiðarskóla var einnig byggð lítil kennslulaug sem var sér- staklega hönnuö með þarfir fatlaðra í huga og hún er með svokallaðri kennaragryfju. Við alla grunnskól- ana hefur verið komið upp gervi- grasvöllum, upphituðum og upp- lýstum. Auk þess var gerð tilraun með að setja tartan-efni á körfu- boltavöll við Njarðvíkurskóla og hann er sá eini sinnar tegundar á landinu", segir Stefán. lnnisundlaug og fimleikasalur Framkvæmdasamningar við knatt- spyrnudeildir Keflavíkur og UMFN um gerð grasvalla er í fullum gangi, að sögn Stefáns. „Samningar voru gerðir við Golfklúbb Suðurnesja og skotdeild Keflavíkur um fram- kvæmdir á þeirra félagssvæðum og nýr æfingasalur hefur verið gerður undir anddyri Sundmiðstöövar, sér- staklega ætlaður júdó og karate. Næstu stórverkefni okkar eru svo innisundlaug og fimleikasalur og þessi verkefni eru nú þegar komin inn á 3ja ára fjárhagsáætlun bæjar- ins", segir Stefán. íþróttir og forvarnir Stefáni verður tiörætt um forvarn- argildi íþrótta, Reykjanesbær á réttu róli og áhuga bæjarfulltrúa á að byggja bæinn upp sem íþróttabæ. „Þegar fólk fer að skilgreina hlutina og tala um íþróttir og tilganginn með þeim þá koma auðvitað alltaf upp forvarnargildi þeirra. Menn skoðuðu skýrslur sem sönnuðu þetta, þ.e. þátttaka í íþróttum hafðj sannanlega mikið forvarnargildi. í framhaldi af því var samþykkt að veita töluverðu fé I forvarnarverk- efnið Reykjanesbær á réttu róli og með því verkefni skárum við okkur svolítið úr. Önnur sveitarfélög lögðu ofuráherslu á vímuvarnarverkefni en ekki alhliða forvarnarverkefni með þátttöku allra bæjarbúa, eins og við. Flest vimuvarnarverkefnin voru líka svokölluð átaksverkefni í nokkrar vikur eða mánuði en við ákváðum að Reykjanesbær á réttu róli yrði átaksverkefni í 150 ár til aö byrja með", segir Stefán og brosir. Yngri og eldri kynslóðir Stefán segir að kraftur Tómstunda- og íþróttaráös hafi að mestu fariö í íþróttamálin að undanförnu en eins og nafn ráðsins bendir til þá hefur það líka með tómstundamálin að gera. „Við stofnun þessa bæjarfélags var ákveðiö að öll tómstundamál ættu að vera á minni könnu þ.e. ekki greina tómstundir eldri og yngri hópa að. Þetta fyrirkomulag hefur gefist afar vel og þó nokkur bæjarfélög hafa tekiö þetta upp eftir okkur. Draumurinn var alltaf sá að samnýta bæði starfsfólk og hús- næöi og að ungir og aldnir gætu unnið saman þegar því væri við komið. Nú hefur þessi draumur orð- ið að veruleika að hluta þvi krakkar úr Fjörheimum eru nú á keramik- námskeiöi i Smiðjunni sem er að- staöa aldraðra að Vesturbraut 17", segir Stefán. Hlutverk Fjörheima endurskoöað A undanförnum misserum hefur mikill tími og peningar farið í ein- setningu grunnskólanna. Samhliða þeirri vinnu var einnig farið að end- urskipuleggja tómstundastörfin í grunnskólunum. „Auðvitað erum við aö gera tilraunir með þetta fyrir- komulag, þ.e. að hafa Fjörheima sem þjónustu- og félagsmiðstöð fyrir alla grunnskólana og nú í vor veröur væntanlega farið yfir þau mál aftur og athugaö hvernig til tókst", segir Stefán og tekur sér- staklega fram að það hafi verið al- veg frábært að fá að taka þátt í þessu mikla uppbyggingarstarfi og sjá hlutina verða aö veruleika. ! □ t 15 jfoiUiífíri Jjduikf

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.