Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 16.03.2000, Page 30

Víkurfréttir - 16.03.2000, Page 30
SPORT Golfklúbbur Suðurnesja Félagar, munið útsenda gíróseðla, sumarið er á næstu grösum. Framkvæmdastjóri. Karlakarfa Grindavík - Keflavík Fimmtudagur 16. mars ki.20, íþróttahúsid Grindavík Keflavík - Grindavík Laugardagur 18. mars kl. 16, Iþróttahúsid Kefiavík Grindavík - Keflavík Mánudagur 20. mars kl. 20, íþróttahúsid Grindavík Miðaverð 800 kr. fyrir fullorðna og 400 fyrir böm 11 ára og eldri. ' feonumií EMngbe&i Saltver Njarðvihingar deildarmeistarar Síðasta umferð EPSON deild- arinnar var leikin síðasta föstu- dag og tryggðu Njarðvíkingar sér deildarmeistaratitilinn með sigri í Keflavík 70-80 í leik sem var góður forsmekkur að úrslita- keppninni sem hefst í kvöld. Hin toppliðin tvö sigruðu einnig, Grindavík vann Tindastól á Króknum 80-86 og Haukarnir burstuðu KFi 110-75, en það var til einskis. Njarðvíkingar geta vel við unað, liðið varð fyrir áfalli við fráfall Örlygs Sturlusonar á miðju tímabili og nokkuð víst að áfangasigurinn er að einhverju leiti tileinkaður honum. Njarð- víkingar enduðu með 36 af 44 stigum mögulegum og það þrátt fyrir afar takmarkað framlag erlendra leikmanna liðsins. Samtals ftmm erlendir leikmenn hafa leikið með liðinu, það sem af er, og skilaði Riley Inge t.a.m. aðeins tveimur stigum í hús gegn Keflavík (0-10 í skotum). Úrslitakeppnin hefst í kvöid Njarðvíkingar fá Hamars- menn í heimsókn í kvöld í fyrstu umferð úrslitakeppni EPSON deildarinnar en aðaleikir kvöldsins verða í Grindavík þar sem Keflvík- ingar mæta með nýjan útlend- ing og á Sauðarkróki þar sem KR-ingar tefla fram Baldri Ólafssyni gegn Tindastól. I Hafnarfjörð mæta sfðan Þórsarar í sinni l'yrstu úrslita- keppnisheimsókn til margra ára. Lykilatriði að vinna heima! Deildarmeistara- titillinn mikilvægur „Þetta er búinn að vera erfiður vetur hjá okkur og deildarmeis- taratitillinn því sérlega mikil- vægur áfangi. Hann bæði styrkir okkur andlega og gefur okkur heimaleikjaréttinn í úrslitakepp- ninni” sagði Páll Kristinsson leikmaður Njarðvíkinga. „Mig hlakkar til að mæta Hamars- mönnum í kvöld. Þeir eiga örugglega eftir að berjast fram í rauðan dauðann. Við munum allir eftir leiknum á móti þeim í Hveragerði og einbeitum okkur frá fyrstu mínútu. Njarðvíkingar mæta tilbúnir í úrslitakeppnina eins og alltaf.” Skemmtilegasti tíminn í boltanum „Ég hlakka til að mæta Grind- víkingum og úrslitakeppnin leggst mjög vel í mig. Ég hlakka til hvers leiks því þetta er skemmtilegasti tíminn í bolt- anum” sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur. „Nú skiptir öllu að toppa á réttum tíma og taka einn leik fyrir í einu.” „Lykilatriði fyrir þá sem ætla að ná árangri í úrslitakeppninni er að vinna heimaleikina og ég er viss um að grindvískir áhorf- endur munu taka vel á móti Keflvíkingum í fyrsta leik” sagði Einar Einarsson þjálfari bikarmeistara Grindvíkinga. „Nokkrir leikmenn eiga við meiðsl að stríða, sem er ekki gott, en við erum að vinna í því að gera þá tilbúna fyrir komandi átök. Maður velur sér ekki mótherja í úrslitakeppninni en ég óttast ekki Keflvíkinga ef við spilum okkar bolta.” I----------------------------------------------------------------------------------------------------------1 | ■ Hrannar Hólm spáir í úrslitakeppnina:__________________________________________________________________ j Njarðvík og Keflavík áfram TINDASTÓLL áfram L - KR heim Heyrst hefur að hinn hávaxni Baídur Ólafsson komi til liðs við Vesturbæinga fyrir úrslita- keppnina og getur hann án efa styrkt sóknaleik liðsins sem hmndi við brottfall Johnathans Bow fyrr í vetur. Engu að síður eru Sauðkrækingar sig- urstranglegri, sér í lagi þar sem þeir hefja leik á heimavelli (í fyrsta sinn, held ég). Þeir eru núverandi Eggja- bikarmeistarar og hafa ekki leikið betur síðan Pétur Guðmundsson var í fullu fjöri um árið. Suðumesjamennimir Kristinn Friðriks og Valur Ingimundar veita liðinu reynslu og sjálfstraust, og Shawn Myers er tvímælalaust einn besti Bandaríkja- maðurinn á landinu um þessar niundir. Fyrsti leikurinn verður lykilatriði, ég reikna með að Stólamir vinni hann og klári einvígið síðan á heimavelli, sem sagt 2-1. NJARÐVÍK áfram - HAMAR mettir heim Auðveldasta spáin. Njarð- víkingar hafa sýnt gríðarlegan styrk á erfiðu tímabili og ekkert lið hefur leikið betur. Nýliðanna frá Hveragerði bíður stutt úrslitakeppni, enda em þeir eflaust ánægðir með orðinn hlut, þótt Pétur Ingvars segi annað. Njarðvíkingar geta notað þessa umferð til að stilla saman strengina fyrir eríiðari leiki framundan og mun nýji Bandaríkjamaðurinn, Riley Inge, fá tækifæri til að falla betur inn í leik liðsins. Hann virðist þeim kostum gæddur að þurfa ekki að vera í sviðsljósinu og fá því hinar raunvemlegu stjömur liðsins, Teitur, Frikkamir, Hermann og Palli, svigrúnt til að skína skært. Njarðvík vinnur báða leikina ömgglega. HAUKAR áfram - ÞÓR úr leik Hætt er við að Norðanmenn, líkt og Hamarsmenn, séu sáttir við eigin frammistöðu. Þeir léku síðast í úrslitakeppni fyrir fimm árum og aðeins einn leikmanna liðsins, Konráð Óskarsson, hefur verulega reynslu. Þessi staðreynd getur hjálpað Hafnfirðingum, en ekki má gleynta því að þeir hafa ansi oft gefið verulega eftir þegar úrslitakeppnin hefst. En Jón Arnar og Guðntundur Braga em öflugir leikmenn sem vilja vinna íslandsmeistaratitilinn. Þó ekki geri ég ráð fyrir að það takist, ætti þeim að takast að sigra Þórsara, annað hvort 2-0 eða 2-1. GRINDAVÍK í frí - KEFLAVÍK áfram Sannur Suðumesjaslagur. Hér er útlit fyrir frábæra keppni og allt opið í báða enda. Grinda- vík er sigurstranglegra fyrir- fram, þeir em bikarmeistarar og hafa hinn stórsnjalla Brenton Birmingham innan- borðs og ekki má gleyma “gamla manninum” Alex Ermólinskí sem fyrr í vetur hampaði sínum fyrsta titli hér- lendis. En Grindavík er ekki bara Brenton, heldur byggir liðið á góðum skotmönnun, sér í lagi Bjama og Guðlaugi, og aggressívum varnarleik með Ermó og Dag í miðjunni. Menn vita hvað Grindavík getur, en Keflavík er eitt stórt spumingarmerki. Útlendinga- vandræði hafa sett mark sitt á leik liðsins og t.a.m óvíst hvort Glover leikur með þeint í úrslitakeppninni. Hitt vitum við, að innan liðsins em öflug- ir leikmenn, Gaui, Hjörtur, Gunni og Fannar, sem á góðum degi geta gert öllum líftð leitt. Vonlaust er að spá af einhverju viti um úrslit þar sem Keflvíkingar mæta með “nýtt” lið. Engu að síður leyfi ég mér að spá liðunum sínu hvomm sigrinum í upphaft, og að úrslitin ráðist í oddaleik. Hver vinnur? Jú, einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að Siggi Ingimundar og strákamir nái að sýna sitt rétta andlit og haft sigur á síðustu stundu í síðasta leik. 30

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.