Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 31.08.2000, Page 14

Víkurfréttir - 31.08.2000, Page 14
Okumenn! ~\ Minnumst þess að // / aðstaða barna í /p r~ w umferðinnieralltönnur §1 v en fullorðinna! \ ÍM Umferðaröryggisfulltrúi 24 TÍMA FRÉTTAVAKT 898 2222 Þjónustuver Símans 800 7000 S í MIN N siminn.is ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ SÍAAANS • HAFNARGÖTU 40 • KEFLAVÍK • SÍMI 420 1515 Ljósanótt ✓ lykjanesbæ 00 - 20.00 \NUAA Fjölskylduhátíð á Ljásanótt Ljósanótt verður haldin há- tíðlega í Reykjanesbæ nk. laugardag. Mikið verður um dýrðir og munu verslanir, söfn, gallerí og veitingastaðir verða með ýmis tilboð í gangi í til- efni dagsins en dagskráin hefst kl.14, eins og fram kemur annars staðar í VF í dag. Kveikt verður á Ijósunum á Berginu kl. 22 og flug- eldasýning í kjölfarið. Bæjarbú- um gefst síðan kostur á að sigla meðfram Berginu og skoða her- legheitin. Mikill áhugi Drög að dagskrá Ljósanætur litu fyrst dagsins ljós fyrir rúmri viku síðan og hefur undirbúningsnefnd á vegum Markaðs- og atvinnuráðs, skipuð Steinþóri Jónssyni, Guð- björgu Glóð Logadóttur Johanni D. Jónssyni. lagt nótt við nýtan dag til að dagskráin verði sem fjölbreytileg- ust og höfði til allra aldurshópa. „Við gætum vissulega gert enn betur ef tírninn hefði verið lengri, en áhugi fyrirtækja og bæjarbúa á þátttöku var ótrúlegur og með þeirra hjálp er Ljósanótt orðin að veruleika", segir Steinþór. Hugmyndin vaknaði 1998 Lýsing Bergsins hafði mun lengri meðgöngutíma en undirbúningur Ljósanætur. Árið 1998 fékk Steinþór þá hugmynd að lýsa upp Bergið en á síðustu mánuðum hefur Markaðs- og atvinnuráð Reykjanesbæjar haft umsjón með framkvæmdinni í sam- vinnu við Reykjanesbæ, Hitaveitu Suðumesja, Menningarborg Reykja- vík 2000, Hafnarsamlag Suðumesja auk rúmlega tuttugu fyrirtækja í Reykjanesbæ sem hafa fjármagnað verkefnið að langstærstum hluta. Umhverfislistaverk Steinþór Jónsson, formaður undir- búningsnefndar, segir að hugmyndin hafi verið að gera umhverfislistaverk sem myndi bæta ímynd bæjarins. „Mig langaði til að fá bæjarbúa til að meta það sem er fallegt í bænum, staði eins og Bergið. Málið var sent til G.H. heildverslunar í Garðabæ sem sendi hugmyndina áfram til iG- uzzini á Ítalíu. ítalimir gerðu tölvu- mynd af lýsingunni og málið var síðan tekið fyrir í bæjarráði í sumar. Bæjarráð samþykkti að styrkja verk- efnið en heildarkostnaður vegna lýs- ingarinnar og Ljósanætur er um 5 milljónir króna. Fyrirtæki og ein- staklingar hafa sýnt verkefninu mik- inn áhuga og okkur hefur því tekist að safna fyrir kostnaðinum1', segir Steinþór. Mikill sómi að frágangi Ijósanna Aðalverktaki á uppsetningu lampan- na er Nesraf og undirverktaki Stein- steypusögun S.H., sá unt lagningu strengsins á Berginu. „Sem dæmi má nefna voru festingarnar fyrir lampana endurhannaðar af Hjörleifi Stefánssyni í Nesraf, þannig að allt viðhald og umgengni er til sóma“, segir Steinþór. 14

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.