Víkurfréttir - 15.03.2001, Page 12
ítrekuð skemmdar-
verk á húsi KFUM og K
✓
Itrekuð skemmdarverk hafa verið unnin á
húsi KFUM og K í Keflavík síðustu misseri.
Forstöðufólk hússins hefur nú fengið nóg.
Ungmenni hafa gert sér að leik að kasta grjóti að
anddyri hússins og oftar en ekki brotna rúður. Fyrir
helgi voru allar rúður í anddyri félagsheimilisins
brotnar og mikið tjón unnið. Skemmdarverkin vom
unnin í björtu. Forstöðufólkið segir grjóthríðina
koma frá leikvelli gengt húsinu. Nú stendur til að
setja upp eftirlitsmyndavélar á svæðinu til að kom-
ast að því hver stendur fyrir skemmdarverkunum en
tjónið nemur orðið hundmðum þúsunda og sú staða
að koma upp að tryggingafélög vilja ekki tryggja fé-
lagið vegna ítrekaðra skemmdarverka.
Torfærukarlinn tekur við
hjólbarðaþjónustunni
Gunnar Gunnarsson,
torfærukappi, hefur
tekið við rekstri
dekkjaverkstæðisins við Að-
alstöðina. Fyrirtækið heitir
nú Hjólbarðaþjónusta
Gunna Gunn ehf. A verk-
stæðinu fá menn alla al-
menna hjólbarðaþjónustu,
þrif og bón og einnig er hægt
að kaupa og fá viðgerð á nýj-
um og sóluðum hjólbörðum.
„Við emm með tilboð á tjöm-
þvotti og sápubóni út þennan
mánuð, aðeins 1290 krónur.
Þjónustan verður annars í föst-
um skorðum en það er aldrei
að vita nema við bætum við
einhverjum nýjungum. Þetta er
bara byrjunin, svo sjáum við
hvað verður", segir Gunni.
Þetta er í fyrsta sinn sem Gunni
er með slíkan rekstur en hann
hefur unnið á dekkjaverkstæði
og hefur víðtæka þekkingu á
bflum og öllu sem þeim fylgir,
enda forfallinn bíladellukarl.
Bræðurnir Gunni og Hörður
starfa saman í fyrirtækinu en
að sögn Gunna munu þeir
bæta við starfsfólki á álagstím-
um.
„Við erum að fá nýja vél á
næstunni fyrir stóru jeppana,
svokölluð umfelgunar- og ball-
enseringavél. Einnig má benda
á neyðarnúmerið okkar 861-
2216 en í það geta viðskipta-
vinir okkar hringt allan sólar-
hringinn, þegar þeir þurfa á að-
stoð okkar að halda“, segir
Gunni.
Bræöurnir Gunni og Hörður starfa saman í fyrirtækinu en að
sögn Gunna munu þeir bæta við starfsfólki á álagstímum.
Tobba opnar syningu
My ndlistarkonan
Þorbjörg Óskars-
dóttir, Tobba, opn-
ar sýningu í Betri stofunni í
versluninni Bústoð nk. fóstu-
dag, 16. mars. Sýningin verð-
ur opin til 24. mars.
Tobba er ung að árum en hefur
verið mjög dugleg við sýninga-
hald. Síðast hélt hún sýningu í
Gallerí Hringlist nú í nóvem-
ber. Listunnendur geta litið við
á vinnustofu Tobbu Aðalgötu
23, Keflavík eða haft samband
í síma 864-9184.
Geirmundur á Ránni
Hljómsveit Geirmund-
ar Valtýssonar leikur
fyrir dansi á Ránni
nk. föstudagskvöld 16. mars.
Hljómsveitin byrjar að spila
kl. 11 og heldur uppi stuðinu
fram eftir nóttu. Stemningin
verður góð eins og alltaf þeg-
ar Geirmundur mætir með
sveifluna að norðan.
Aðalsafnaðarfundur
Útskálasóknar
A ðalsafnaðarfundur
/% Útskálasóknar verður
X JBLhaldinn sunnudaginn
18. mars kl. 15 í safnaðar-
heimilinu Sæborgu í Garði
strax að aflokinni guðsþjón-
ustu í Útskálakirkju. Boðið
verður til kafflsamsætis.
Dagskrá: Hefðbundin aðal-
fundarstörf. Sóknarfólk er hvatt
til að mæta og taka þátt í um-
ræðum sem varða kirkjuna
okkar.
Sóknarnefnd Útskálasóknar
12