Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.03.2001, Side 22

Víkurfréttir - 15.03.2001, Side 22
»1 IGS Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf., IGS, er nýstofnað hlutafélag í eigu Flugleiða. Hlutverk Flugþjónustunnar er að veita flugrekendum alhliða þjónustu. Hjá félaginu starfa 500-700 manns eftir árstímum og skiptist starfssemin i fjögur rekstrarsvið; farþegaþjónustu, flugeldhús, fraktmiðstöð og veitingaþjónustu i Flugstöó Leifs Eiríkssonar. Starfsmenn Flugþjónustunnar eru lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Við leitum eftir duglegum og ábyrgum starfsmönnum sem eru reiðubúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni. Farþegaþjónusta • Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf., óskar eftir að ráða starfsfólk í sumar- afleysingar í farþegaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Leitað er eftir fólki sem hefur góða samskiptahæfileika og þjónustulund • Um er að ræða hlutastörf í farþegaþjónustu • Stúdentspróf er æskilegt, aldurstakmark er 20 ára. • Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða kunnáttu í íslensku, ensku og þriðja tungumáli. • Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og er umsóknarfrestur til og með 21. mars 2001. • lÉlSir AT\/TNNA . KEFLAVlKUWLUGVILLl | V lll M fl FRÍHÖFNIN Flugstöð Leifs Eirikssonar hf. Fríhöfnin • Flugstöó Leifs Eiríkssonar hf. óskar eftir að ráða starfsfólk í Frihöfnina i afLeysingarstörf i sumar. • Leitað er eftir áhugasömu fóLki meó góóa þjónustuLund, samskiptahæfiLeika og tungumálakunnáttu. ALdurstakmark er 20 ár. • Um er að ræóa vaktavinnu í heiLu og háLfu starfi og þurfa umsækjendur aó geta hafið störf í maí. • Umsóknareyðublöó liggja frammi á skrifstofu Frihafnarinnar í Flugstöó Leifs Eirikssonar og óskast umsóknum skiLaó fyrir 21. mars nk. ELdri umsóknir frá fyrra ári óskast endurnýjaóar. • Upplýsingar um starfið veitir SóLey Ragnarsdóttir í síma 425 0427. Hársnyrting fyrir skóladag á heimili litlu Ijósanna. Börn hjálpa bönnum Söfnunin „Börn hjálpa bömum” stendur yfir nú í mars. Þessi söfnun er orðin árviss liður í starfi ABC hjálparstarfs. Islensk börn ganga þá í hús með merkta bauka og safna fé til styrktar munaðarlausum börnum. Söfnunin fer fram um allt land. Á næstu dögum munu skólaböm banka á dymar hjá þér með sérstakan bauk merktan ABC hjálparstarfi. Þessi börn leggja á sig heil- mikla vinnu við að ganga í hús og treysti ég því að Suðumesja- rnenn taki vel á móti bömun- um og láti sinn hlut ekki eftir liggja- Styrkja barnaheimili á Indlandi Á síðasta ári söfnuðust um 3,6 miljónir króna yfir landið allt og var þeim fjármunum varið til heimila starfsins á Indlandi. Keypt var viðbótarland fyrir nýj- an skóla á heimili Litlu Ljósanna á Indlandi auk ýmissa skóla- gagna. Einnig var sent fé til að reisa veggi og þak E1 Shaddai barnaheimilisins á Indlandi. Söfnunarfénu í ár er áætlað að verja til heimilis Litlu Ljósanna í Gannavaram á Indlandi en þar búa um 1500 munaðarlaus böm. Þessir dýrmætu einstaklingar hafa eignast nýja von vegna jtess að til er fólk sem er tilbúið að gefa af fjármunum sínum og tíma til að sýna þeim kærleika í verki. Gætum okkar minnstu bræðra Á fyrstu síðum biblíunnar er bor- in fram spumingin fræga: „Á ég að gæta bróður míns?“ Þessari spumingu er afdráttarlaust svarað játandi það sem eftir er Biblíunn- ar. Þetta kemur skýrt ffam í verk- um og boðskap frelsarans t.d. í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann og í gullnu reglunni og hann segir einnig: „Allt sem þú gerir einum þessara minnstu bræðra minna gerir þú mér, þar af leiðir að allt sem þú ekki gerir þeim, það gerir þú mér ekki held- ur.“ Þetta eru skýr skilaboð. Við vitum að gæðum heimsins er hróplega misskipt. Á hverjum degi heyja margir baráttu fyrir lt'fi sínu og eins og gefur að skilja verða bömin oft verst úti í þeirri baráttu. Þessi böm deyja úr ör- birgð og sjúkdómum sem vissu- lega stafa af vanþekkingu en því miður einnig vegna mannlegrar grimmdar og eigingimi. Við get- um ekki látið þetta sem vind um eyrun þjóta heldur eigum við að bera ábyrgð á náunga okkar hvar sem hann er og hver sem hann er. Það er þama sem ABC hjálpar- starf kemurtil sögunnar. Samkirkjulegt hjálparstarf ABC hjálparstarf er íslenskt, samkirkjulegt hjálparstarf, stofn- að árið 1988. Starfið er byggt á kristilegum gmndvelli. Markmið jress er að veita hjálp sem kemur að varanlegu gagni með því að gefa fátækum börnum kost á skólagöngu og munaðarlausum og heimilislausum bömum kost á heimili. I dag em yftr 3000 böm í 6 löndum sem fá hjálp í formi skólagöngu, læknishjálpar, fæðis og klæða. Þar af eru um 1700 böm sem búa á heimilum ABC hjálparstarfs á Indlandi og í Kambódíu. ABC hjálparstarf er allt unnið í sjálfboðavinnu. Hægt að taka að sér styrktarbarn Hægt er að gerast stuðningsmað- ur ABC hjálparstarfs með því að styrkja ákveðin verkefni starfsins eða að taka að sér styrktarbam. Þá er greidd ákveðin upphæð mánaðarlega sem nægir til að kosta fæði, lækniskostnað, skóla- göngu eða fulla framfærslu bamsins. Styrktarforeldrar fá þá reglulega fréttir af barninu og möguleiki er á bréfaskriftum við barnið. Þessi tengsl verða oft mjög persónuleg og skemmtileg. Suðumesjamenn, stöndum sam- an og tökum vel á móti skóla- bömunum þegar þau mæta með baukana sína, gerum hlut okkar á landsvísu veglegan í ár. Þegar niðurstöður úr söfnuninni liggja fyrir í vor mun ég gera grein fyrir þeim. Þeir sem hafa áhuga á að gerast reglulegir stuðningsmenn ABC hjálparstarfs eða vilja taka að sér styrktarbam geta haft sam- band við skrifstofu starfsins Sól- túni 3, R.vík sími 561 6117. Bestu kveðjur. María Magnúsdóttir fulltrúi ABC Á Suðurnesjum. Eitt af kornabörnunum á Indlandi sem bjargað hefur verið frá útburði. 22

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.