Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 12.09.2002, Síða 19

Víkurfréttir - 12.09.2002, Síða 19
37. tölublað • fimmtudagurinn 12. september 2002 NÝJUSTU FRÉTTIR Á WWW.VF.IS_______________| 160tonn af járnarusli í umhverfisátakinu Alls söfnuöust 160 tonn af málmum, sem nú eru á leið til endurvinnslu í umhverfisátaki Reykjanes- bæjar sem nú er nýlokið. A- takið hófst þann 8. ágúst sl. og stóð til 1. september. Fjall- að er um átakið á vefsíðu Vistverndar sem segir það falla vel að verkefninu „vist- vernd í verki“ sem Reykja- nesbær tekur þátt í ásamt Staðardagskrá 21. Markmið átaksins var að hreinsa jaðra Reykjanesbæjar af öllum málmum og öðru rusli sem safnast hefúr upp í gegn- um tíðina. Átakið var unnið í samvinnu við Njarðtak, Hringrás, Sorpeyðingarstöð Suðumesja og unthverfissam- tökin Bláa herinn og var öll vinna í átakinu gefin í þágu málefnisins. Þá hafa íbúar og fyrirtæki lagt sitt af mörkum og tekið virkan þátt í átakinu. Árin 1999 og 2000 hreinsaði Blái herinn höfnina í Keflavík íyrir utan þyngri hluti sem sem voru látnir liggja af tæknileg- um ástæðum. A dögunum var látið til skarar skriða og ruslið sem eftir varð tekið með bíl- krana. Því miður kom í ljós að talvert af rusli hefur bæst í höfnina ffá fyrra átaki m.a. raf- geymar sem eins og flestir vita eru mjög skaðlegir umhverf- inu. Það er sotglegt til þess að hugsa að enn skuli finnast menn sem láta slíkt gossa í sjó- inn, segir á vefsíðu Reykjanes- bæjar. Leoncie missti hárkolluna á sviði Hinn landskunni tónlist- armaður, Leoncie, eða indverska prinsessan, fór skyndilega af sviðinu á útitónleikum í Reykjanesbæ á föstudagskvöld eftir að hafa fallið á sviðið og misst hárkollu sem hún bar á höfð- inu. Söngkonan var í mikilli sveiflu og stemmningin var góð á svæðinu þegar söng- konan skyndilcga þagnaði og steinlá á sviöinu. Skömmu áður hafði hún fengið dansfé- laga á sviðið úr hópi áhorf- enda. Uppákoman var að vonum mjög vandræðaleg fyrir söng- konuna. Hún reyndi að fela andlit sitt og snéri baki í áhorf- endur þegar hún afkynnti atriði sitt og fór af sviðinu. ATVIIUIUA starfsfólki til ræstinga KeflavíkurverktakaTO., oska eftir að ráða fólk til starfa í ræstideild fyrirtækisins. Um er að ræða heilsdags og hálfsdags störf. Umsóknarfrestur er til 30. september nk. Umsóknarblöð liggja frammi á skrifstofu fyrirtækisins. Einnig er hægt að sækja um á kv.@kv.is. Upplýsingar gefur María Þorgrímsdóttir sími 420 6408 og maria@kv.is. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að ráða strax hæft starfsfólk í störfin þó umsóknarfrestur sé ekki útrunninn. KEFLAVIKURVERKTAKAR hf. ...tilbúnir á nýrri öld! Persóna opnar nýja verslun við Hafnargötu jr ALjósanæturlaugardaginn opnaði tískuvöruverslunin Persóna nýja verslun að Hafnargötu 29, en verslunin flutti af Túngötunni. Að sögn Ágústu Jónsdóttur, eiganda Persónu býður verslunin nú uppá breiðari fatalínu og aukiö úrval: „Við höfum aukið við úrvalið í kven- fatalínunni, auk þess sem við bjóðum uppá breiðari fatalínu, ódýrari fót og úrval af skófatnaði.“ Agústa segir að þegar verslunin var opnuð á nýja staðnum á laugardaginn hafi mikið af fólki komið í búðina til að skoða: „Fólk tekur Jiessu mjög vel og er ánægt með að við séum komin miðsvæðis á aðalverslunargötuna,“ sagði Ágústa í samtali við Víkurfréttir.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.