Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 14.11.2002, Page 16

Víkurfréttir - 14.11.2002, Page 16
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is ;; maður vikunnar Nafn: Jón Gunnarsson Fædd/-ur hvar og hvenær. 26. maí 1959 í Hafnarfirði Atvinna: Framkvæmdastjóri Sæbýlis hf. Maki: Guðrún Gunnarsdóttir Börn: Gunnar 20 ára og Svanhvít 10 ára Hvaða bækur ertu að lesa núna? Það hefur verið lítill tími til lestrar undanfarið, en ég er að lesa íslendingasögurnar upp á nýtt Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug, þegar þú vaknar á morgnana? Veðrið Ef þú gætir unnið við hvað sem er, hvað væri það? Gaman væri að vera geimfari, hlýtur að vera ótrúleg tilfinning að fara út í geiminn. Hvað er það allra skemmtilegasta sem þú gerir? Fara í ferðalög með fjölskyldunni innanlands sem erlendis. Það er líka óskaplega gaman að matreiða og þá eru stórveislur skemmtilegastar Hvað fer mest í taugamar á þér, og hvers vegna? Óheiðarleiki, vegna þess að hann hefur aldrei neitt gott í för með sér. Ef þú værir Sjávarútvegsráðherra í einn dag, hverju myndir þú breyta? Sjávarútvegsráðherra í einn dag gerir aldrei mikið, en ef ég réði öllu og gæti gert hvað sem er myndi ég leggja af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Útivera og hreyfing orsaka alltaf vellíðan Hvað finnst þér mikilvægt að gera? Að gera alltaf mitt besta Hvað er með öllu ónauðsynlegt í lifi þínu? Fótanuddtæki Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta rætast? Já, en hann væri ekki leyndur lengur ef ég segði ykkur frá honum Gætir þú lifað án síma, sjónvarps, og tölvu? Sjóvarps gæti ég verið án, en sími og tölva eru víst nauðsyn í dag Hvað er mikilvægasta heimilistækið á heimili þínu, og hvers vegna? Kaffikannan, nýlagað kaffi á morgnana telsttil grunnþarfa Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur gert? Stundum má satt kyrrt liggja Lífsmottó? Lifðu lífinu lifandi LINUR AÐ SKYRAST í SUÐURKJÖRDÆMI - hlutur Suðurnesjamanna rýr Eftir Uokksval Samfylkingarinnar sem fram fór um síðustu lielgi er ljóst hvernig framboðslisti þeirra skipast fyrir alþingiskosning- arnar sem fram fara þann 10. maí nk. Suðumesjamenn sem Vík- urfréttir hafa rætt við telja að ef Jóhann Gcirdal og Sigríður Jóhannesdóttir hefðu tekið sig saman og stefnt á sitthvort sætið hefðu þau hugsanlcga bæði náð inn á listann. Enginn Suöurnesjamaöur er í þremur efstu sætunum, en Jón Gunn- arsson náði fjórða sætinu. I>að er því Ijóst að mikil barátta verður að koma Jóni inn í öruggt sæti. Hið nýja Suðurkjör- dæmi mun hafa 10 þingmenn og baráttan um þessi sæti verður hörð á milli allra flokka. Kjördæmisráð Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa ákveðið að hafa upp- stillingu á sínum listum í kjördæminu. Ljóst þykir að Guðni Ágústsson landbúnaðarráöherra mun skipa fyrsta sæti á lista framsóknarmanna í kjör- dæminu, en heimildir Víkurfrétta herma að Hjálmar Arnason muni skipa annað sætið. Innan Framsóknarflokks- ins er rætt um að það verði gríðarlcg barátta um þriðja sæti listans, en Isólfur Gylfi Pálmason þingmaður sækist eftir því sæti. Heimildarmenn Víkurfrétta segja að konur innan Framsóknar- flokksins í Vestmannaeyjum sæki fast að því að fá þriðja sætið og ein- nig er talað um aö ungt fólk geri kröfu um það sæti. Það verður því mikil barátta um þriðja sætið innan Framsóknarflokksins í Suður- kjördæmi. Kjördæmaþing verður haldið þann 18. janúar á Selfossi og þá mun endanlega koma i Ijós hvernig listinn verður uppsettur, en fyrstu sex sætin eru bindandi. Baráttan verður harðari þegar litið er til uppröðunar á lista Sjálf- stæðisflokksins en þar koma Kristján Pálsson og Drífa Hjartar- dóttir sterklega til greina sem leiðtogar sjálfstæðismanna í kjör- dæminu. Heimildarmenn Víkurfrétta segja að Kristján sé þó líklegri sem leiðtogi listans því hann býr á Suðurnesjum og ef sú verður raun- in er ljóst að Kristján færi sig mjög nálægt ráðherrastól innan Sjálf- stæðisflokksins. Mikil barátta verður um þriðja sætið en þar verður baráttan á milli Árna Ragnars Árnasonar, alþingismanns og Guðjóns Hjörleifssonar, fyrrverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Heimild- armaður innan Sjálfstæðisflokksins sagði þó aö staða flokksins væri sterk í kjördæminu og hann taldi líklcgra að Árni Ragnar yrði valinn í þriðja sætið. W Asamráðsþingi Frjálslynda flokksins síðasta laugardag var ákveð- ið að við val á framboðslista muni verða stillt upp á lista og verða framboðslistar kynntir eftir áramót. Heimildir Víkurfrétta herma að mikill þrýstingur sé á Magnús Þór Hafsteinsson frétta- mann um að taka fyrsta sæti á lista Frjálslynda flokksins í Suðurkjör- dæmi. Efsti maður á lista flokksins í Revkjaneskjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar var Grétar Mar Jónsson úr Sandgerði, en heimild- armenn Víkurfrétta telja að Magnús Þór yrði fyrir valinu ef hann myndi ákveða aö bjóða sig fram í fyrsta sætið.Aðilar sem Víkurfréttir ræddu við telja að ef Magnús Þór skipaöi efsta sæti lista Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi gæti hann breytt landslagi kosningaúrslit- anna töluvert og náð kjöri. Það er verið að vinna að uppstillingu á lista Vinstri grænna í Suð- urkjördæmi og heyrist nafn Ragnars Sigurjónssonar, framhalds- skólakcnnara í Vestmannaeyjum ítrekað í samtölum við fólk sem þekkirtil mála.Víkurfréttir hafa ekki heyrt neina aðila nefnda afSuð- umesjum sem hugsanlega sækjast eftir sæti á lista flokksins. Ba|þóJcJö^re^Ia LÖGR EGLAN í KEFLAVÍ K Á fostudag urðu tvö umferðaró- höpp á Grindavíkurvegi, en á veginum hafði myndast glerhálka í ljósaskiptunum. Það fyrra var tilkynnt kl. 08:31 en þá missti ökumaður stjóm á bifreið sinni í hálku með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utanvegar og valt. Okumaður var einn í bílnum og er talið að hann hafi hlotið tals- verða áverka. Hann var fluttur á Sjúkrahús Suðurnesja. Klukkan 09:50 missti annar ökumaður stjórn á bifreið sinni í hálkunni og lenti utan vegar. Bifreiðin skemmdist töluvert en ökumaður slapp ómeiddur. Lögreglan vill vara ökmenn við þessum aðstæð- um sem skapast oft á þessum árs- tíma, sérstaklega í ljósaskiptum. Á föstudagskvöldið klukkan 22:03 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni innanbæjar i Grinda- vík, þegar hann var að skipta um geisladisk í hljómflutningtækj- um, leit af veginum og þegar hann leit upp stefhdi bifreiðin á ljósastaur. Við það að sveigja hjá staurnum missti hann stjórn á bifreiðinni, lenti utanvegar og hafhaði á grindverki. Ökumaður- inn slapp ómeiddur. Á laugardagskvöldið kl. 20:10 var tilkynnt um eld í eyðibýli á Vatnsleysuströnd. Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn var húsið alelda. Við rannsókn máls- ins kom i ljós að tveir drengir, annar 10 ára og hinn 11 ára, höfðu verið i húsinu fyrr um dag- inn, kveikt þar á kertum og þar sem þeim haft verið kalt þá hafi þeir kveikt í netum. Þeir fóru heim um kl. 18:30, en töldu sig hafa slökkt eldinn áður en þeir fóru heim. Á laugardagskvöidinu um kl. 23:22, tóku lögreglumenn mikið ölvaðan 15 ára ungling í Njarð- víkum og óku honum til síns heima. Mun hann hafa verið í „- heimaparýi ásamt fleiri krökkum 13-15 ára og var þar haft áfengi um hönd. Upphafshópur Baðstofunnar og Hótel Keflavík eiga skilið að fá lof vikunnar. Báðir þessir aðilar hafa auðgað menningar- líf bæjarins og vonandi munu þeir halda því áfram um ókomin ár. Halli í Stapanum fær lof fyrir frábært kvöld í Stapanum um síðustu helgi. Hljómarnir, Selma og Hansa, maturinn og umgjörðin - allt var þetta frábært. Útsendari Víkurfrétta var á staðnum og sat til borðs með árshátíðarhópi úr Reykjavík sem gisti á Hótel Keflavík og hópurinn vildi gefa Suðurnesjamönnum 10 í einkunn fyrir skipulagningu og skemmtun. LASTIÐ Nú hafa Suðurnesjamenn verið heimilislæknalausir í tvær vikur og á sama tíma hefur gengið yfir mjög skæð flensa. Foreldrar barna á Suðurnesjum þurfa að fara til Reykjavíkur með börn sín til að njóta læknisþjónustu eða greiða fyrir læknisþjónustu á uppsprengdu verði. Last vikun- nar fær heiIbrigðisráðherra og aðstoðarmaður hans. Grjótvarnargarðurinn á nýja hringtorginu hlýtur að fá smá last. Þeir hefðu kannski mátt setja hann nær sjónum?:-) SKRIFIÐ! Víkurfréttir hvetja Suðurnesjamenn til að skrifa lesendabréf til birtingar hér á síðunni. Verið málefnaleg og stuttorð. Frábiðjum okkur deilumálum eða meiðandi umræðu. Víkurfréttir Grundarvegi 23 260 Njarðvík eða pc@vf.is Lesendabréf og aðsendar greinar berist fyrir hádegi á mánudögum til Víkurfrétta. á Netinu! www.vf.is 16

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.