Morgunblaðið - 31.05.2016, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 1. M A Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 125. tölublað 104. árgangur
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
/
A
ct
av
is
3
1
4
0
2
0
Íbúfen®
400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk
SÉR FEGURÐ Í
ÞVÍ DIMMA OG
DRUNGALEGA FULLVINNSLA LYKILLINN
NJÁLA ER MEÐ
ALLS ELLEFU
TILNEFNINGAR
VILJA SKAPA GULLKARFA SÉRSTÖÐU 14 GRÍMAN 2016 57SNÆFRÍÐUR 12
Hann var vel búinn, ferðamaðurinn sem skoðaði Skógafoss
gaumgæfilega. Ekki virðist þó vera mikil þörf á regnfötum,
nema í þar til gerðum leiðöngrum, þegar líða fer á vikuna.
Spáð er hægviðri eða hafgolu og víða léttskýjuðu, en líkur eru
á þokulofti við sjávarsíðuna. Áfram verður hlýtt í veðri og
mun hitinn fara upp í 20 stig í flestum landshlutum. »6
Í votum könnunarleiðangri við rætur Skógafoss
Morgunblaðið/RAX
Alvarlegt mótorhjólaslys varð á
Þingvallavegi við Leirvogsá á Mos-
fellsheiði síðdegis í gær. Ökumað-
urinn sem var einn á ferð virðist
hafa misst vald á hjóli sínu og lent
utan í vegriði að sögn lögreglu.
Þingvallavegi var lokað í tæpar
fjórar klukkustundir meðan rann-
sókn lögreglu á vettvangi fór fram.
Ökumaðurinn var fluttur á Land-
spítala til aðhlynningar og er
ástand hans talið alvarlegt.
Mótorhjólaslys
á Þingvallavegi
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fjármálaráðherra sagði við almenn-
ar stjórnmálaumræður á Alþingi í
gærkvöldi að ekki mætti líta á það
sem sjálfsagðan hlut að kaupmáttur
heimilanna aukist um 11% á einu
ári, eins og nú væri staðreynd. Það
sé ekki hægt nema framleiðnin auk-
ist jöfnum skrefum og hún vaxi ekki
um 10-12% á ári.
Bjarni Benediktsson sagði í ræðu
sinni að frekar ætti að stefna að því
að verja þann árangur sem náðst
hefði og tryggja að áfram verði sótt
til betri lífskjara fyrir launþegana í
landinu á varanlegum grunni. Um
það ætti samtal stjórnvalda og
vinnumarkaðarins að snúast. Það
verði hægt með grundvallarbreyt-
ingum, á borð við breytingar sem
gerðar hafi verið í ríkisfjármálun-
um.
Bætt í framkvæmdir á ný
Fjármálaráðherra bætti því við að
framundan væri það verkefni að
styrkja innviði samfélagsins, á
grunni betri stöðu ríkissjóðs. Dregið
hefði verið úr framkvæmdum. Með
langtímaáætlun væri verið að bæta í
þann þátt að nýju. Nefndi ráðherra
sem dæmi að of margar einbreiðar
brýr væru í landinu og þörf væri á
nýjum spítala.
Einnig þyrfti að huga að þeim op-
inberu stuðningskerfum sem fjár-
mögnuð væru sameiginlega. Þar
væru víða sprungur sem fólk félli
niður um. Nefndi hann að eldri
borgarar bæru of stóran hlut í
kostnaði við tannlækningar. Með
nýju greiðsluþátttökukerfi væri
byrðunum skipt með sanngjarnari
hætti.
Vill verja árangur
og kjarabæturnar
Bjarni segir kaupmátt ekki alltaf geta aukist um 11% á ári
MÁtta ár innan hafta »2
Barnahús að íslenskri fyrirmynd
hafa verið reist í 30 borgum í Svíþjóð
og í tíu borgum í Noregi, en í viðtali
við dagblaðið Expressen á sunnudag
sagði Sylvía Svíadrottning að barna-
húsin væru frábær hugmynd. Flutti
hún ávarp á norrænu barnaverndar-
þingi í síðustu viku og færði Íslend-
ingum sérstakar þakkir fyrir að hafa
kynnt barnahúsið á Norðurlöndum.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, segir í samtali
við Morgunblaðið að Sylvía hafi
lengi verið öflugur talsmaður hug-
myndarinnar um barnahús.
Þáttagerðarfólk frá BBC kom
hingað til lands í gær til að fjalla um
barnahúsin, en áformað er að reisa
tvö slík í Bretlandi á næstunni. »4
Morgunblaðið/Eggert
Börn Húsin hafa gefið góða raun.
Barnahús
í útrás
Drottning aðstoðar
Umfjöllun í BBC
Sjálfstæðisflokkurinn, VG og Píratar vilja afdráttarlaust að kosið verði
til þings í október í haust. Meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins
vill að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið, eða a.m.k. fram yfir næstu ára-
mót.
Þetta kemur fram í fréttaskýringu í blaðinu í dag. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins eru þingmenn Samfylkingar og Bjartrar fram-
tíðar uggandi vegna haustkosninga, í ljósi þess að fylgi þessara flokka
er mjög lítið nú, samkvæmt skoðanakönnunum. Samfylkingin mælist
með 6 til 8% fylgi og Björt framtíð er ekki með mann inni á þingi, sam-
kvæmt nýlegum skoðanakönnunum. »16-17
Núningur um þingkosningar
AFSTAÐA FLOKKANNA TIL HAUSTKOSNINGA ER ÓLÍK