Morgunblaðið - 31.05.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016
Smáratorgi, Kópavogi
Opið virka daga 11.00-18.00
Laugardaga 11.00-18.00
Sunnudaga 12.00-18.00
Vínlandsleið, Grafarholti
Opið virka daga 11.00-18.00
Laugardaga 11.00-16.00
Sunnudaga 13.00-17.00
Markaður Smáratorgi Outlet Grafarvogi
60%
50%
50%
40%
40%
LÁGMARKS-
AFLÁTTUR
AF ÖLLUM
VÖRUM NÚ
40%60%
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Nokkur fjöldi starfsmanna við
dægradvalir barna í Kópavogi er
ósáttur við fyrirhugaðar breytingar
á starfsfyrirkomulagi þeirra.
Næsta skólaár verður boðið upp
á þjónustu dægradvala eftir að
skólahaldi lýkur fyrir jól, milli jóla
og nýárs, í dymbilviku og eftir skóla-
slit á sumrin. Jafngildir þetta því að
13 dögum sé bætt við vinnutíma
starfsmannanna, en laun þeirra
munu þó ekki hækka að sama skapi.
Nokkrir tugir starfsmanna
vinna við dægradvalirnar en Jófríð-
ur Hanna Sigfúsdóttir, formaður
Starfsmannafélags Kópavogs, segir
marga þeirra íhuga uppsögn. Segir
hún að þeir líti til dæmis til kollega
sinna í Reykjavík, sem muni fá
hærri laun fyrir sömu vinnu.
„Ef þú getur fengið 60 til 70
þúsund krónum hærri laun hinum
megin við lækinn, og þar vantar fólk,
þá ferðu þangað,“ segir Jófríður og
bætir við að líklega muni verða erfitt
að fá fólk aftur til starfa í haust.
Rúmist innan kjarasamninga
Sigríður Björg Tómasdóttir,
upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar,
segir breytingarnar í samræmi við
ákvörðun skólanefndar, sem sam-
þykkt var einróma í bæjarstjórn. Þá
rúmist þær innan kjarasamninga
starfsmanna að mati bæjarins, en
útfærsla á þessu nýja fyrirkomulagi
er þó enn í vinnslu hjá hjá mennta-
sviðinu, skólastjórum og for-
stöðumönnum dægradvala.
„Foreldrar í Kópavogi hafa
ítrekað óskað eftir því að dægradval-
ir verði opnar lengur þannig að með
þessari breytingu er verið að koma
til móts við þær óskir.“
Tugþúsundum hærri laun
„hinum megin við lækinn“
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Dægradvöl Starfsmenn eru ósáttir
við starfskjör sín í Kópavogsbæ.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Á fimmta tug barnahúsa má nú finna
í Skandinavíu, en öll eru þau starf-
rækt að íslenskri fyrirmynd. Að
sögn Braga Guðbrandssonar, for-
stjóra Barnaverndarstofu, hefur
Sylvía Svíadrottning talað mjög fyr-
ir hugmyndinni í rúman áratug.
Sylvía er stjórnarformaður sjóðs-
ins World Childhood Foundation,
sem vinnur gegn obeldi gegn börn-
um víða um heim, en hún kom hing-
að til lands í opinbera heimsókn árið
2004. Áður höfðu þó vegir hennar og
Braga legið saman, eins og hann
rekur í samtali við Morgunblaðið.
Varð hugfangin af starfseminni
„Ég flutti fyrirlestur í Polishög-
skolan í Solna í Stokkhólmi árið áð-
ur, sem hún hlýddi á sem verndari
ráðstefnunnar. Í hléinu kallaði hún á
mig út í garð og vildi fá frekari upp-
lýsingar. Greindi hún mér þá frá því
að hún hefði áhuga á að koma og
skoða,“ segir Bragi.
Í opinberu heimsókninni ári
seinna kom drottningin við í Barna-
húsinu í Reykjavík.
„Varð hún þá hugfangin af þeirri
starfsemi og við heimkomuna beitti
hún sér fyrir stofnun fyrsta barna-
hússins þar í landi, sem tók til starfa
aðeins ári seinna,“ segir Bragi.
Honum var þá sýndur sá heiður að
flytja ávarp við opnunina, auk
drottningarinnar.
„Þetta var til marks um þá virð-
ingu sem hún hefur sýnt okkur í
þessu máli öllu. Næstu þrjú ár bauð
hún mér árlega á aðalfund World
Childhood Foundation og til Þýska-
lands og fleiri landa, til að kynna
barnahúsið að hennar beiðni.“
Ný dönsk lög vegna barnahúsa
Í dag eru barnahús starfrækt í
þrjátíu borgum í Svíþjóð og í tíu
borgum í Noregi. „Þau eru í raun að
verða ellefu þar, og svo hófst starf-
semi barnahúss í Danmörku árið
2013. Þar er orðin lagaskylda að vísa
öllum málum í barnahús en Danir
eru þeir einu sem hafa sett ný lög
um þetta fyrirkomulag,“ segir
Bragi, og bætir við að Finnar und-
irbúi einnig opnun barnahúss.
Þá verður fyrsta barnahúsið utan
Norðurlanda opnað í Litháen síðar í
vikunni.
„Ég er að fara núna á föstudag til
Vilníus til að flytja ávarp við opn-
unina. Við höfum einnig veitt þeim
tæknilega aðstoð og meðal annars
séð um þjálfun starfsfólksins.“
Stjórnvöld á Kýpur hafa enn
fremur tekið ákvörðun um að reisa
barnahús og hefur Bragi farið þang-
að þrisvar undanfarið ár til að að-
stoða við undirbúning þess.
Dýrmætur haukur í horni
„Og nú eru það Bretarnir,“ segir
Bragi og bendir á að þar í landi hafi
ákvörðun verið tekin um að reisa tvö
barnahús, annað í Lundúnum og hitt
í borginni Durham. Vegna þessa
vinnur BBC að fréttaskýringaþætti
um barnahúsin fyrir útvarp og sjón-
varp, en fréttamenn þaðan voru hér
á landi í gær við tökur.
Ljóst má vera að drottningin hef-
ur reynst þessu íslenska frumkvæði
dýrmætur haukur í horni.
„Án hennar hefði þetta líklega
ekki breiðst út um Skandinavíu með
þessum hætti. Við vorum búin að
kynna þetta mjög lengi áður en hún
kom til sögunnar en nú er boltinn
vissulega farinn að rúlla víða.“
ESB vill barnahúsin í Evrópu
Til marks um það hefur Evrópu-
sambandið veitt Eystrasaltsráðinu
200 milljóna króna framlag til að
koma barnahúsum upp í Evrópu. Í
ráðinu eru ellefu ríki auk Íslands og
munu fulltrúar þeirra allra koma
hingað til lands í þjálfun og fræðslu
um miðjan júní.
„Það er okkur mikils virði að starf
okkar hérna sé metið. Þetta er mikið
framlag litla Íslands til þessa mik-
ilvæga málaflokks.“
Drottning breiðir út
íslensku barnahúsin
Þrjátíu sænsk barnahús starfrækt að íslenskri fyrirmynd
BBC vinnur að fréttaskýringu hér á landi um barnahús
Morgunblaðið/Eggert
Viðtal Daldís Perla Magnúsdóttir ræðir við Alison Holt hjá breska ríkis-
útvarpinu um reynslu sína af barnahúsi sem þolandi kynferðisofbeldis.
Bragi
Guðbrandsson
Sylvía
Svíadrottning
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
tfh@mbl.is
Til stendur að leikskólinn Mýri verði
sameinaður leikskólanum Hagaborg
í um það bil eitt ár á meðan
framtíðarhorfur skólans eru metnar.
Mikil óvissa hefur ríkt um framtíð
Mýrar í ljósi fækkunar leikskóla-
barna og breytinga á yfirstjórn skól-
ans.
Í tillögunni felst að sameina leik-
skólana undir eina yfirstjórn. Sam-
þykkt var á fundi skóla- og frí-
stundaráðs að vísa tillögunni til
umsagnar foreldrafélaga og starfs-
fólks leikskólanna.
Beiðni foreldra samþykkt
Í lok aprílmánaðar kom óvissan
fyrst í ljós þegar foreldrar leikskóla-
barna Mýrar fengu bréf frá skóla- og
frístundasviði um að framtíð skólans
væri í skoðun. Jafnframt kom fram
að borgin væri í viðræðum við leik-
skólann Ós við Bergþórugötu um að
hann flytti starfsemi sína í húsnæði
Mýrar. Í kjölfarið sendu fulltrúar
foreldrafélagsins og starfsfólks
beiðni um að starfsemi Mýrar yrði
óbreytt í eitt ár með því fyrirkomu-
lagi að nágrannaskóli tæki við stjórn
leikskólans. Skúli Helgason, formað-
ur skóla-og frístundaráðs, sagði í
samtali við mbl.is að borgin væri að
bregðast við þeirri óvenjulegu stöðu
að skyndilega séu næg leikskóla-
pláss í Vesturbænum. Útlit er fyrir
að á Mýri verði 25 börn næsta haust
en húsnæðið rúmar um 47.
Einhugur er meðal foreldra um að
starfsemi Mýrar haldi áfram sam-
kvæmt Atla Rafni Viðarssyni, for-
manni foreldrafélags Mýra.
„Við skiljum sjónarmið borgarinn-
ar um að það sé vandamál með fækk-
un leikskólabarna á þessu svæði.
Foreldrarnir vilja leita leiða til að
tryggja áframhaldandi starfsemi
Mýrar en núna erum við að einbeita
okkur að því að finna lausn fyrir
þetta ár.“
Gagnrýnir vinnubrögð
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
skóla- og frístundaráði setja út á
vinnubrögð meirihlutans.
„Þau vissu í vetur að skráningar í
skólann yrðu fáar næsta haust. Þeg-
ar rekstur skóla er í óvissu þá er eðli-
legt að upplýsa skóla- og frístunda-
ráð sem allra fyrst. Okkur voru
heldur ekki kynntar hugmyndirnar
um að leikskólinn Ós tæki yfir hús-
næðið, ég frétti af því í fjölmiðlum,“
segir Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi.
Hann bætir við að það skipti miklu
máli hvernig ferlinu sé háttað þegar
borgin ætli að ráðstafa eignum, sér-
staklega þegar einkaaðilar eigi í
hlut. Leikskólinn Ós er rekinn af for-
eldrum. „Það hefði verið æskilegra
að bjóða fleirum en einum aðila til
viðræðna. Til dæmis sér Félags-
stofnun Stúdenta um rekstur leik-
skóla í nánd við Mýri og hefur verið
að þrýsta á að fá fleiri pláss.“
Búist er við að tillagan um samein-
ingu verði samþykkt á næsta fundi
ráðsins eftir að foreldrafélögin og
starfsfólk hafa skilað inn umsögn.
Morgunblaðið/Ernir
Fækkun Um 25 börn eru skráð á Mýri næsta haust. Húsnæðið tekur 47.
Sameinast
Hagaborg
Óvissa um framtíð leikskólans Mýri
Samkvæmt upplýsingum frá
Barnaverndarstofu sinnir
barnahús málefnum barna sem
grunur leikur á að hafi sætt
kynferðislegri áreitni eða of-
beldi.
Skapar húsið einn vettvang
fyrir samstarf og samhæfingu
stofnana sem bera ábyrgð á
rannsókn og meðferð mála sem
varða kynferðisofbeldi gegn
börnum, þ.e. dómara, ákæru-
valds, lögreglu, barnaverndaryf-
irvalda og lækna.
Er því ætlað að koma í veg
fyrir áföll vegna endurtekinna
viðtala við börn á ólíkum stöð-
um og við mismunandi aðila.
Kemur í veg
fyrir áföll
HVAÐ ERU BARNAHÚS?