Morgunblaðið - 31.05.2016, Page 8

Morgunblaðið - 31.05.2016, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 Verslun Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is | kemi@kemi.is Lyktareyðandi niðurbrotsefni fyrir safntanka ferðaklósetta ÍEyjunni um helgina spurði BjörnIngi Hrafnsson Guðna Th. Jó- hannesson út í þau ummæli hans í fyrirlestri, sem haldinn var á Bifröst og sjá má á Youtube.com, að fávís lýðurinn gæti komið sér upp röngum sameiginlegum minningum, og var að vísa til þeirrar skoðunar Guðna að sigrar í landhelgis- málum væru ýkju- sögur.    Samtal BjörnsInga og Guðna var svona: Björn Ingi: Þú sagðir að fávís al- menningur gæti … Guðni: … nei … Björn Ingi: … komið sér upp röngum [minn- ingum] … Guðni: Það sagði ég aldrei, aldrei nokkurn tímann. Ég held það hafi verið haft eftir mér. Björn Ingi: Haft eftir þér? Guðni: Já, það er ósatt. Það er al- veg ósatt. Alveg ósatt. Björn Ingi: Þannig að þú hafnar þeim ummælum. Guðni: Ég get ekki tekið svona. Þetta er ósatt.    Í fyrirlestrinum lýsti Guðni því að„ómenntuð sveitakona“ hefði ver- ið „með það á hreinu að Íslendingar voru að berjast fyrir lífsafkomu sinni og að skipherrarnir á varðskipunum voru þjóðhetjurnar sem unnu stríð- ið“.    Svo sagði hann: „Yes! Íslandi allt!Og spurningin vaknar, er fávís lýðurinn aftur að pródúsera rangar sameiginlegar minningar? Og kemur enn til kasta okkar sagnfræðinganna. Því að því er ekki að leyna að í okkar hópi eru þeir til, og kannski er ég þar framarlega þó ég segi sjálfur frá, sem hafa lýst efasemdum um þessa sýn.“    Dæmi nú hver fyrir sig um hversagði ósatt. Björn Ingi Hrafnsson Hver sagði ósatt? STAKSTEINAR Guðni Th. Jóhannesson Veður víða um heim 30.5., kl. 18.00 Reykjavík 9 heiðskírt Bolungarvík 7 skýjað Akureyri 7 alskýjað Nuuk 1 léttskýjað Þórshöfn 11 heiðskírt Ósló 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 23 heiðskírt Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 23 heiðskírt Lúxemborg 15 rigning Brussel 14 rigning Dublin 19 léttskýjað Glasgow 18 rigning London 16 skýjað París 12 rigning Amsterdam 18 rigning Hamborg 25 skúrir Berlín 22 skýjað Vín 21 léttskýjað Moskva 24 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 20 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 21 léttskýjað Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 19 léttskýjað Montreal 26 léttskýjað New York 24 rigning Chicago 23 heiðskírt Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:24 23:29 ÍSAFJÖRÐUR 2:43 24:19 SIGLUFJÖRÐUR 2:23 24:04 DJÚPIVOGUR 2:43 23:08 Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Fundur í kjaradeilu Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra og Isavia fer fram hjá ríkissáttasemj- ara í dag. Ein og hálf vika er liðin frá síðasta fundi en ekki mega líða meira en tvær vikur á milli funda hjá ríkissáttasemjara. „Það er von- andi að menn nái eitthvað betur saman,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Spurður hvort Isavia ætli að bera nýjar til- lögur á borðið segir hann að reynt verði að komast betur að því hvað Félag íslenskra flugumferðar- stjóra sé að hugsa. „Það er ekki komin nákvæm kröfugerð frá þeim enn þá,“ segir Guðni. Í samtali við Morgunblaðið síð- degis í gær taldi hann litlar líkur á að röskun yrði á flugi í Keflavík fram að fundinum vegna yfirvinnu- banns flugumferðarstjóra, en ekki hafði verið tilkynnt um veikindi. Bannið hefur staðið yfir frá 6. apr- íl. Flugfarþegar eru þó beðnir um að mæta þremur klukkustundum fyrir flug næstu þrjá daga þar sem unnið er að umbótum á farang- ursflokkunarkerfi. Á meðan tengt er á milli núverandi kerfis og hinn- ar nýju viðbótar verður engin sjálfvirk farangursflokkun heldur þarf að handflokka allan innrit- unarfarangur. Bíða kröfugerðar flugumferðarstjóra  Ríkissáttasemjari boðar flugum- ferðarstjóra og Isavia til fundar í dag Morgunblaðið/Sigurgeir S. Flug Innritaður farangur verður handflokkaður næstu þrjá daga. Til stendur að endurnýja þing- fundakerfi Al- þingis. Um er að ræða upplýs- ingakerfi sem heldur meðal annars utan um viðveru þing- manna, atkvæða- greiðslu, stjórn þingfunda og skráningu þingmála. Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, er upp- setning hins nýja kerfis hluti af áætlun um endurgerð upplýs- ingakerfa þingsins til ársins 2020. Áætlunin er áfangaskipt og býst hann við að nýja kerfið verði tekið í notkun innan tveggja ára. „Það er ekki úr sér gengið en er auðvitað svolítið komið til ára sinna miðað við tölvuöld,“ segir Helgi um hið gamla upplýsingakerfi, sem starfsmenn þingsins kalla Stýruna. „Það var sett inn á árunum 2002- 2003 og gegnir sama meginhlutverki og nýja kerfið. Við erum með sjálf- stætt atkvæðagreiðslukerfi sem er enn eldra, en það er líklega um 25 ára gamalt. Þetta var mjög vel gert í upphafi og hefur reynst okkur vel, en nú er kominn tími á endurnýjun.“ Helgi Bernódusson Nýtt þing- fundakerfi  „Stýrunni“ verður skipt út á næstunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.