Morgunblaðið - 31.05.2016, Page 10

Morgunblaðið - 31.05.2016, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 Askalind4,Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is w w w .h el iu m .is Sláuvél með dri B&S 450E mótor Hækkun í einu handfangi 55 lítra graskassi Frábær heimilisvél Lúxus sláuvél með dri B&S 625E mótor, auðveld gangsetning Tvískiptur sláuhnífur, slær 2svar 70 lítra kassi, "notendavænn" Frábær vél í estan slá Sga Collector 46 SB Sga TwinClip 50 SB Sjálfskiptur lúxus sláutraktór Kawazaki FS600V mótor, þrýssmurður Notendavænt sæ og stýri 320 lítra graskassi Frábær traktór í stærri svæði Sga Estate 7102 H Léttu þér lífið með Stiga sláttuvél Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslenska ríkið kemur inn í samstarf um athugun á uppbyggingu stór- skipahafnar í Finnafirði á Norðaust- urlandi, samkvæmt viljayfirlýsingu sem gerð hefur verið um áframhald verkefnisins. „Það að menn fara í þessa vinnu bendir til þess að Bre- menports hafi mikla trú á verkefn- inu. Það er margt sem mælir með þessu en ennþá er mörgum spurn- ingum ósvarað,“ segir Elías Pét- ursson, sveitarstjóri Langanes- byggðar, en væntanlegt hafnarstæði er innan sveitarfélagsins. Að verkefninu standa nú, auk rík- isins, Bremenports GmbH & Co. KG, Langanesbyggð, Vopnafjarð- arhreppur og verkfræðistofan Efla. Viljayfirlýsingin sem nú var undir- rituð er gerð í framhaldi af sam- starfssamningi sem gerður var fyrir ári og tekur til þátta sem koma þarf í farveg til þess að verkefnið geti þróast áfram. Tilgangurinn er að koma upp um- skipunar- og þjónustuhöfn fyrir norðurslóðir. Enn er margt ógert Elías segir að verið sé að skerpa á hlutunum og setja fram tímaáætlun um undirbúninginn. Með þessu sé verið að reyna að spá í framtíðina, hvernig markaðurinn fyrir höfnina geti þróast. Bremenports hafa kostað undir- búningsrannsóknir sem gerðar hafa verið í Finnafirði og nýtast við gerð umhverfismats, ef til þess kemur. Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri við- skiptaþróunar hjá Eflu, segir að bú- ið sé að afla ítarlegra gagna um fuglalíf og gróðurfar, gera dýptar- mælingar í firðinum og skoða öldu- far. Tvær veðurstöðvar hafi verið settar upp. Þá hafi verið gerð frum- skoðun á fornleifum, rannsóknir á jarðvegsaðstæðum með djúpum gryfjum. Til standi að bora. Þá sé búið að kanna hvar viðlegukantar gætu komið og meta kostnað við framkvæmdir af ýmsu tagi. Hafsteinn segir að ríkið þurfi að koma að skipulagningu þess að tengja höfnina við vegakerfið, dreifi- kerfi raforku og fleiri veitur. Einnig fara yfir hvernig tollamálum fyrir slíka höfn yrði háttað. „Allt tekur þetta tíma. Þetta er langhlaup,“ seg- ir Hafsteinn. Meirihlutaskipti töfðu Viljayfirlýsingin sem nú var undirrituð af Ragnheiði Elínu Árna- dóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, og öðrum aðilum samstarfs- ins var mikið til tilbúin í desember. Bið varð á frágangi hennar vegna ónægju í sveitarstjórnunum með ákveðin atriði, einkum þau sem snéru að fjárhagslegum skuldbind- ingum þeirra. Meirihluti sveit- arstjórnar í Langanesbyggð sprakk út af þessum málum. Elías sveitarstjóri segir að nýr meirihluti hafi strax lýst vilja til að halda þessu samstarfi áfram. Sveitarfélögin hafi unnið að því saman að fara yfir yfirlýsinguna og gera aðgengilega fyrir sveitar- félögin. Það hafi tafið málið. Nú séu allir komnir með betri pappíra og sveitarfélögin taki aðeins á sig eðlilegar og viðráðanlegar skuld- bindingar. Mörgum spurningum ósvarað  Ríkið tekur þátt í undirbúningi stórskipahafnar í Finnafirði  Bremenports hafa kostað marghátt- aðar rannsóknir  Ríkið kemur að athugun á vegum, veitum og tollamálum  Spáð í markaðinn Morgunblaðið/Líney Rannsóknir Bremenports hafa kostað umtalsverðar rannsóknir í Finnafirði, bæði á umhverfinu og grundvöll hugsanlegra hafnarmannvirkja. Þar eru til dæmis tvær sjálfvirkar veðurstöðvar. Rannsóknirnar nýtast við ákvarðanir um staðsetningu mannvirkja og umhverfismat. Eftir er að rannsaka meira. Elías Pétursson Hafsteinn Helgason Leigusölum verður aðeins heimilt að krefjast fyrirframgreiðslu fyrir einn mánuð og tryggingar að hámarki fyrir þrjá mánuði, verði frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, að lögum. Frumvarpið var afgreitt með sam- hljóma nefndaráliti úr velferðar- nefnd Alþingis í gær og er stefnt að því að afgreiða það á Alþingi í þess- ari viku að sögn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðar- nefndar. Í frumvarpinu kemur fram að leigusölum sé óheimilt að gera fjár- nám á tryggingu fyrir leigu enda sé tryggingin ekki eign leigusala. Þá verður leigusölum gert að endur- greiða tryggingu innan fjögurra vikna frá skilum á hinu leigða hús- næði en í núverandi lögum hafa leigusalar tvo mánuði til að endur- greiða trygginguna. Ný úrræði fyrir leigjendur Úrræði sem leigjandi getur gripið til gagnvart leigusala eru aukin með frumvarpinu, t.a.m. ef leigusali stendur ekki við viðhald á leigutím- anum þá er leigjendum gert auðveld- ara að fara fram á riftun leigusamn- ings. Sigríður Ingibjörg segir að til þess að auka eftirlit með lögunum verði kærunefnd húsamála komið á laggirnar. Úrskurðir nefndarinnar verða bindandi í þeim ágreinings- málum sem lögð eru fyrir nefndina um gerð og framkvæmd leigusamn- inga. Frumvarpið er eitt af nokkrum húsnæðisfrumvörpum sem eru langt komin hjá Alþingi. Velferðarnefnd fjallaði um almennar félagsíbúðir í gær og þá er frumvarp um húsnæð- isbætur hjá nefndinni en það er ekki eins langt komið þó að stefnt sé að því að afgreiða það úr nefndinni í þessari viku. Kærunefnd húsa- mála sett á stofn  Þrír mánuðir að hámarki í tryggingu Húsnæði Frumvörp um húsnæðis- mál verða rædd á þingi í vikunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.