Morgunblaðið - 31.05.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.05.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 Tilboðsverð 2.995 verð áður 4.995 stærðir 40-46 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Stærðir 40-45 Verð 6.995 Kíktu á verðið BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Vöruþróun og fullvinnsla karfans verður að vera svar okkar til að halda verðinu sterku og helst auka hlutdeild á Þýskalandsmarkaði,“ segir Óskar Sigmundsson, forstjóri Marós í Cuxhaven. Þýskaland er enn mikilvægasti karfamarkaður Íslendinga þó svo að hallað hafi undan fæti síðasta aldarfjórðung- inn. Umhverfissamtök hafa meðal annars beint spjótum sínum að neyslu á karfa, en nokkrar karfa- tegundir eru veiddar í heiminum. Óskar segir að þar hafi gullkarfi frá Íslandi mikla sérstöðu og til að draga fram gæðin, sjálfbærnina og upprunann hefur fyrirtækið kynnt nýtt vörumerki; Goldbarsch aus Island. Í liðinni viku stóð Íslandsstofa fyrir fundi um þýska matvæla- markaðinn þar sem fjallað var um útflutning matvæla til Þýskalands. Í yfirliti Björgvins Þórs Björgvins- sonar, verkefnastjóra hjá Íslands- stofu, kom fram að útflutningur á ísfiski frá Íslandi til Þýskalands náði hámarki árið 1989 og var þá 35.600 tonn, þar af 24.500 tonn af karfa. Frystitogurum Íslendinga fjölgaði upp úr 1990 og þá dróst útflutningur á ísfiski saman. Byrjunin lofar góðu Á síðasta ári voru sjávarafurðir fyrir rúmlega 16,5 milljarða fluttar út til Þýskalands. Karfi var veiga- mesta afurðin í þessum útflutningi en þangað voru flutt 10.237 tonn fyrir um 4,6 milljarða. Eins og sést á grafi með þessari samantekt hef- ur útflutningurinn minnkað tals- vert frá því sem var t.d. 2006. Á þessu fiskveiðiári er aflamark ís- lenskra skipa í gullkarfa 45.930 tonn og þess má geta að til Rúss- lands fóru árið 2014 alls 7.332 tonn af hausuðum gullkarfa, en þessi mikilvægi markaður hefur verið lokaður frá miðju síðasta ári. Fyrirtækið Marós var stofnað síðasta vetur og segir Óskar að byrjunin lofi góðu. Þeir séu með samninga við birgja á Íslandi og kaupendur í Þýskalandi og víðar í Evrópu. Varan sé flutt í beinum siglingum til Þýskalands, þar sem fyrirtækið sé með góðar frysti- geymslur og dreifikerfi. Engin þörf sé fyrir siglingu um hálfan hnöttinn eins og í þeim tilvikum þegar karfi er veiddur í Kyrrahaf- inu, fluttur til Kína, þíddur þar upp, flakaður og síðan seldur í Evrópu. Mikil hefð fyrir karfaneyslu Sterk hefð er fyrir neyslu á karfaflökum í Þýskalandi og sem svar við minnkandi neyslu segir Óskar að neytendur þurfi að geta neytt gullkarfa með góðri sam- visku og jákvæðri upplifun. Nú orðið vilji þeir fá beinlaus flök og komin sé tækni til að skila bein- lausum flökum og úrvals hnakka- stykkjum. Vöruþróun og full- vinnsla sé lykillinn að markaðnum og þannig sé hægt að svara þörf- um markaðarins. Til lengri tíma sé það ekki spennandi kostur að vera aðeins hráefnisframleiðandi. „Í heimshöfunum eru margir karfastofnar og veiðum á þeim er ekki öllum jafn skynsamlega stjórnað,“ segir Óskar. „Á þessu hamra Greenpeace og önnur um- hverfissamtök og á þau er hlustað hér í Þýskalandi. Þessi samtök segja við þýska neytendur ekki borða þetta og ekki borða hitt og þau eru iðin við að hamra á karf- anum og eru þá allar karfateg- undir settar undir sama hatt. Þess vegna viljum við markaðssetja karfann sem gullkarfa frá Íslandi og skapa honum þá sérstöðu sem hann á að hafa. Þurfum að láta rödd okkar heyrast Gullkarfinn er eini karfastofninn í heiminum sem er MSC-vottaður og til viðbótar er hann IRF- vottaður [Iceland Responsible Fisheries]. Þessi tvöfalda vottun skiptir miklu máli hér og segir neytendum að veiðum sé vel stjórnað. Við höfum góða sögu að segja og erum að reyna að taka gullkarfann út úr þessari nei- kvæðu umræðu. Við þurfum að láta rödd okkar heyrast svo fólk verði aftur óhrætt við að kaupa karfa.“ Óskar segir að alaskaufsinn hafi að hluta tekið þann sess sem karfi hafði áður meðal þýskra neytenda. Síðustu ár hafi eldislax hins vegar orðið enn stærri á markaðnum og þá hafi pangasius, eldisfiskur sem að mestu kemur frá Víetnam, náð sterkri markaðshlutdeild, en hún hafi dalað aftur. Vöruþróun og fullvinnsla lykillinn  Dregið hefur úr neyslu á karfa í Þýskalandi  Hlustað á umhverfissamtök sem ekki gera greinar- mun á karfategundum  Vilja snúa vörn í sókn svo neytendur kaupi gullkarfa með góðri samvisku Marós Óskar Sigmundsson, Huginn Óskarsson og Eiríkur Páll Aðalsteinsson leggja á ráðin á skrifstofunni í Cux- haven. Fyrirtækið var stofnað í vetur og sérhæfir sig í sölu og dreifingu á gullkarfa frá Íslandi í Þýskalandi og víðar. Helstu markaðir fyrir karfa Þýskaland 2015 Útflutningsverðmæti eftir tegundum*Útflutningsverðmæti 2015 = 15 milljarðar *Ekki fiskimjöl og lýsi, né saltaður þorskur sem fer á aðra markaði. Karfi Ufsi Þorskur Steinbítur Annað 2.624 1.063 703 Þýskaland Portúgal Kína Japan S-Kórea Grikkland Bretland Rússland Frakkland Holland Belgía Önnur lönd Heimild: BB Íslandsstofa/Hagstofan 46% 26% 10% 31% 10% 9%7% 7% 5% 5% 4% 4% 4% 3% 11% 11% 7% 1.096 4.605 „Það var kominn tími til að fara að starfa sjálfstætt aftur, en þegar ég var 10 ára gamall var ég gellupeyi í Eyjum,“ segir Óskar Sig- mundsson, viðskiptafræð- ingur og forstjóri Marós, fyrirtækis sem hann stofnaði í Þýskalandi í vetur. Það sérhæfir sig í heildsölu og dreifingu á gull- karfa og sendir í brettavís af- urðir víðs vegar um Þýskaland og til annarra Evrópulanda. Með honum í fyrirtækinu eru tveir Íslendingar fastir starfsmenn, þeir Eiríkur Páll Aðalsteinsson sjáv- arútvegsfræðingur og Huginn Óskarsson viðskiptafræðingur. Óskar hefur dvalið í Þýskalandi meira og minna frá árinu 1985, er hann hóf nám í háskólanum í Reutlingen, skammt frá Stuttgart. Með námi vann hann hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í Þýskalandi og síðan Frakklandi. Þá starfaði hann um tíma hjá SH á Íslandi og í átta ár hjá Sölumiðstöðinni í Hamborg. „Undir aldamót seldum við einir um 13.500 tonn af karfaafurðum á ári, en nú er heildarneysla á karfa í landinu komin niður í um 13.500 tonn upp úr sjó,“ segir Óskar. Frá SH fór hann til German Seafrozen Fish í Bremehaven, sem er sölu- fyrirtæki í eigu hollensks útgerðarrisa og var þar í 16 ár eða þar til hann stofnaði Marós. Störf við sjávarútveg í 30 ár GELLUPEYINN ÚR EYJUM AFTUR ORÐINN SJÁLFSTÆÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.