Morgunblaðið - 31.05.2016, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.05.2016, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 Skemmtilegir og lifandi þættir um fólk sem gegnir fjölbreyttum störfum í iðnaði og hefur skapað sér gott líf með forvitnilegum áhugamálum utan vinnu. Mbl.is stendur að þáttunum í samstarfi við Samtök iðnaðarins. mbl.is/fagfolkid Fjölbreytt störf og forvitnileg áhugamál Gengisskráning 30. maí 2016 Kaup Sala Mið DOLLARI 124,87 125,47 125,17 STERLINGSPUND 182,36 183,24 182,8 KANADADOLLARI 95,64 96,2 95,92 DÖNSK KRÓNA 18,69 18,8 18,745 NORSK KRÓNA 14,927 15,015 14,971 SÆNSK KRÓNA 14,986 15,074 15,03 SVISSN. FRANKI 125,7 126,4 126,05 JAPANSKT JEN 1,1232 1,1298 1,1265 SDR 174,98 176,02 175,5 EVRA 139,01 139,79 139,4 MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 173,7402 Heimild: Seðlabanki Íslands Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Tíu teymi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavík að þessu sinni. Alls barst 241 umsókn um þátttöku í keppninni nú í ár. Hún er nú haldin í fimmta sinn. Teymin fá hvert um sig 2,4 milljónir í hlutafjárframlag frá Arion banka gegn 6% hlut í fyrir- tækinu sem þau vinna að, 10 vikna þjálfun frá stjórnendum og sérfræð- ingum víða að og sameiginlega að- stöðu. Verkefnin sem valin voru til þátt- töku eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Viðskiptahraðallinn fer af stað 20. júní næstkomandi. Tíu takast á í keppninni Startup Reykjavík ● Matsfyrirtækið Moody’s hefur gefið út álit um fyrirhugað útboð Seðlabanka Íslands á aflandskrónum sem tilkynnt hefur verið að fara muni fram 16. júní næstkomandi. Þar kemur fram að út- boðið gefi fjárfestum sem eiga fé bund- ið í svokölluðum aflandskrónum tæki- færi til útgöngu. Þá geti það orðið til þess að létta þrýstingi sem myndast hefur á innlendar eignir vegna gjaldeyr- ishafta sem meðal annars megi merkja í mikilli styrkingu krónunnar. Telur matsfyrirtækið að þessir þættir muni hafa jákvæð áhrif á lánshæfi landsins. Telur útboðið jákvætt fyrir lánshæfi Íslands STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Eigendur laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, sem tilkynnt var fyrir helgi að keypt hefði Fjarðalax, sem starfar á sama sviði, stefna að skrán- ingu hins sameinaða fyrirtækis á markað innan tveggja ára. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Morg- unblaðsins en það var fréttaveitan Undercurrent News, sem sér- hæfir sig í frétta- flutningi af sjávarútvegi, sem fyrst greindi frá áformunum. Kjartan Ólafs- son, stjórnarfor- maður Arnarlax, segir að helst sé horft til Noregs í þeim efnum en markaðsaðstæður munu ráða því á næstu árum hvort sú leið verði farin eða hvort Nasdaq OMX Iceland verði fyrir valinu. „Í eigendahópnum eru það Bíldæl- ingarnir Matthías Garðarsson og Kristian Matthíasson, forstjóri fyrir- tækisins, sem mynda kjölfestuna. En auk norska fyrirtækisins Salmars, sem á aðkomu að fyrirtækinu í gegn- um þá koma íslenskir og norskir fjár- festar að félaginu. Það stendur til að skoða skráningu innan fárra ára til að formfesta þá ágætu samvinnu,“ segir Kjartan. Stærðarhagkvæmni mikilvæg Kjartan segir að ýmsar ástæður valdi því að ákveðið hafi verið að renna fyrirtækjunum saman í eitt. „Verði af þessum viðskiptum, sem við höfum fulla trú á að gangi í gegn, þá stendur hugur okkar til þess að skapa Arnarlaxi þær undirstöður sem til þarf. Leyfisstaða og staðsetn- ingar á Patreksfirði, Tálknafirði og Arnarfirði skipta miklu máli hvað varðar umgengni og aðstæður fyrir fiskinn okkar og gefur okkur mögu- leika á stærðarhagkvæmni í rekstri.“ Þá segir Kjartan mikilvægt að leita stærðarhagkvæmni á meðan mikill meðbyr sé á sviði laxeldis í heiminum. „Þrátt fyrir sterkan meðvind á mörkuðum nú gerum við ekki ráð fyrir að verð haldist jafnhátt og nú til lengri tíma og því er allt kapp lagt á að ná rekstrarkostnaði niður. Þar skiptir stærðarhagkvæmni miklu máli. Við sem höfum verið til sjós vit- um að eftir öldutopp kemur öldudal- ur. Markmið eigenda og stjórnenda er að gera félagið klárt fyrir næsta öldudal ef svo má að orði komast.“ Í kauphöllinni í Ósló eru um 12 fyrirtæki skráð sem starfa á vett- vangi fiskeldis, hvort sem það er með beinum hætti eða í tengslum við sölu eða þjónustu. „Þar sem fiskeldi er mjög fjár- magnsfrek grein þá hefur samspilið við fjárfesta og fjármálastofnanir gegnum skipulagða markaði verið greininni mjög mikilvægt,“ segir Kjartan. Mjög verðmæt félög í greininni Hann segir að hið háa verð á af- urðum laxeldisstöðva hafi leitt til mikilla verðhækkana á félögunum undanfarna mánuði. „Sem dæmi má nefna Bakkafrost sem hefur rúmlega tvöfaldað útflutn- ing á sjávarfangi frá Færeyjum síð- ustu ár og er fyrir löngu orðið verð- mætasta fyrirtæki landsins. Það er metið á 15,8 milljarða norskra króna meðan færeyski bankinn Bank Nor- dik er metinn á 1,8 milljarða norskra króna. Svipaða sögu má segja í Nor- egi en Salmar ASSA er metið á 28 milljarða norskra króna í dag, meðan markaðsverðmæti hins gamalgróna AKER ASA er um 13 milljarðar norskra króna.“ Kjartan segir að Íslendingar eigi enn eftir að uppgötva laxeldið fyrir alvöru. „Það er kannski með það eins og sumar stærri byltingar að fótfesta á Íslandi lætur bíða eftir sér. Hér er í raun á ferðinni akuryrkja til sjávar og er hluti af svokallaðri „blárri bylt- ingu“ sem breska blaðið The Economist nefnir og telur meðal stærstu uppgötvana síðustu 100 ára, ásamt þvottavélinni og getnaðarvarnarpillunni,“ segir Kjartan. Skoða mögulega skráningu Arnarlax á markað í Noregi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Laxeldi Arnarlax stefnir að því að framleiða 20 þúsund tonn árið 2020. Fyrirtækið framleiðir í ár um 10.000 tonn.  Velta fyrirtækisins mun nema 6 milljörðum króna í ár  Stefna á mikinn vöxt Kjartan Ólafsson Hagnaður Skeljungs árið 2015 nam 273 milljónum, en hann var 570 millj- ónir árið 2014. Rekstarhagnaður fyr- ir afskriftir og fjármagnsliði var 2,7 milljarðar króna og lækkaði um 100 milljónir á milli ára. Það hafði hins vegar veruleg áhrif á afkomu ársins 2015 að í árslok var beitt sérstöku virðisrýrnunarprófi á bókfært verð birgðastöðva félagsins, sem leiddi til þess að bókfærð var ríf- lega eins milljarðs króna virðisrýrn- un á rekstrarreikning. Áhrifa lækkandi eldsneytisverðs gætir glöggt í uppgjörinu. Þannig dregst heildarsala og kostnaðarverð seldra vara saman um áþekka fjár- hæð. Framlegð jókst lítillega, eða um 3,4% á milli áranna 2015 og 2014. Fjármagnsgjöld Skeljungs lækkuðu um 180 milljónir króna. Skuldir lækka milli ára Eignir Skeljungs námu alls 18,4 milljörðum króna í árslok og nam viðskiptavild 3,5 milljörðum króna og rekstrarfjármunir 9,8 milljörðum. Heildarskuldir félagsins lækkuðu um 2,4 milljarða króna, úr 13,3 millj- örðum 2014 í 10,9 milljarða í árslok 2015. Eigið fé var 7,5 milljarðar króna í árslok og var eiginfjárhlutfall félags- ins 40,6% í lok árs 2015. Stærsti hluthafi Skeljungs með um fjórðungshlut er SÍA II, sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða, Arion banka og VÍS, en auk þess er Arion banki beint með tæplega 13% hlut í félaginu og lífeyrissjóðurinn Gildi með liðlega 9% hlut. jonth@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Uppgjör Áhrif þróunar olíuverðs sjást vel í uppgjöri Skeljungs 2015. Hagnaður Skelj- ungs minnkar  Einskiptisliðir settu mark sitt á uppgjör síðasta árs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.